Systurnar Hlín Helga og Rannveig voru að skíra litlu drengina sína tvo, þá Bjart Þór sem fæddist sex vikum fyrir tímann og Anton Mána sem er hálf danskur og heimsins meista krútt að föður hann Thomas sem var til í að tala við mig um min madpakke hele dagen hvis jeg vil. En það er nú önnur saga (sú að ég kenni dönsku, kann ekkert í dönsku en læri um leið og börnin og kann því að tala svolítið om min madpakke ;-)).
Dagurinn byrjaði nú svona allavega, konan hæfilega geðvond og það allt saman og búin að vera að paufast við að gera skírnargjafirnar – eyðilagði svo aðra og reyndi að bjarga málunum en þá var ég orðin allt of sein. Við hentumst af stað, og gleymdum kortunum en urðum samt að fara göngin því við vorum svo sein – og föttuðum þetta ekki með kortin fyrr en of seint líka. Nú jæja, fólkið beið og beið í athöfninni því það vissi að ég væri að koma – oh my god en ég vissi það nú sem betur fór ekki fyrr en eftir á ;-).
Það er svo fallegt að horfa á lítil börn, þeirra bíður allt lífið og maður getur einskis óskað nema þess að lífið farið mildum höndum um þau og að hvert áfall verði þeim til góðs því styrkur þeirra og þor verður slíkt. Ég varð einhvern veginn yfirkominn af þessu öllu saman og þeir svona sætir, annar lítill og hinn stór og báðir svo myndarlegir. Og okkur veitti bara hreint ekki neitt af liðsinni Guðs og ég held við höfum öll lagst á bæn með prestinum og óskað snáðunum og foreldrum þeirra allrar guðsblessunar. Það er gott að hafa Guð með sér í liði.
Nú þegar ég var nú búin að skæla svolítið yfir þessari fegurð allri og óttanum við vonsku heimsins, dópsala og mannvonsku alla reyndi ég nú að jafna mig og hugsa eitthvað fallegt – maður má nú ekki láta hörmungarhyggjuna ná tökum á sér!
Og þar sem ég þurrkaði tárin og reyndi að lappa upp á maskarann spratt þá ekki Thomas fram á gólf og bað Rannveigar. Ja hérna hér – hann hefur lag á að toppa allt það sem gott er drengurinn. Í giftingunni hennar Hlínar flutti hann svo fallega ræðu – á íslensku Daninn sá að ég get enn skælt úr mér augun og við láum öll kylliflöt fyrir honum. Og nú var það skírnin sem varð enn eftirminnilegri en ella. Gott að Rannveig sagði já ;-). Æ þau eru svo sæt saman.
Ég grét nú vel og lengi yfir þessu öllu saman. Oh my god! En sætt og fallegt og einlægt og allt.
Að þessu loknu fórum við í veislu í nýjum goflskála í Nesi og þar sem þar hafði aldrei verið mannfögnuður áður var húsið blessað af presti og gestum og það var svo fallegt að ég gat volað svoldið yfir því. Ég held ég vilji láta blessa húsið mitt – mikið er þetta fallegt. Guð er góður.
Afi og amma gáfu strákunum sínum svo fallega og sniðuga gjöf, nýju Biblíuþýðinguna og passíusálmana í flutningi Megasar og barnakórsins hans Hilmars í Skálholti. Sigh allt svo fallegt og fínt.
Og við Palli stukkum til og frá að horfa á Kimi vinna og Hamilton gera í buxurnar og í lokin varð bara Kimi minn heimsmeistari, blessaður drengurinn. Og ég átti eftir að fagna því með Ferrari. Ja hérna hér!
Drengirnir fengu sem sagt nöfnin sín daginn sem Kimi varð í fyrsta sinn heimsmeistari ;-).
Góður dagur og yndislegur í alla staði.
