Þeim ber víst ekki saman hitamælunum í Sao Paolo. Franska veðurstofan sem liðin nota við mælingar segir hitann hafa verið nokkrum gráðum lægri en keppnishaldarinn en þeir segja hitann hafa verið 37°en bensínið var um 23 – 25°hjá þessum liðum. Það er hins vegar ekki sérlega auðvelt að refsa þeim ef þeir nota upplýsingar sem segja að bensínið þeirra hafi verið innan þeirra marka að vera 10°c lægra en lofthitinn.
McLaren ætlar nú að stympast við og áfrýjar úrskurðinum en ég held að þeim sé ekki stætt á að dæma þeim í vil því það stendur hvergi að hitamælingar keppnishaldara séu opinberar og liðunum beri skylda til að miða við þær.
En það væri svo sem eftir öðru – dramað það. Bíðum og sjáum til
