Óstjörnleg geðvonska

Ég er ekki í lagi. Ég er að vona að mér sé ekki sjálfrátt! Það séu einhver öfl innra með mér sem stjórna þessu öllu saman – kannski hormónar ;-). Í dag hef ég slegið öll met í geðvonsku.

Reyndi hvað ég gat að vinna bug á þessu en heppnaðist ekki. Ég ætlaði að útrétta í morgun og ákvað að fara á hjólinu til þess arna – eftir að hafa reynt að hringja í einhvern til að ná úr mér geðvonskunni en enginn svaraði!

Settist á fákinn, hjólaði í vinnuna til Palla til þess að ná í debetkortið mitt en það gekk nú ekki sérlega vel, því Palli var hreint ekki þar sem ég hélt hann væri. Nú jæja plan b – engar útréttingar, best að hjóla Langholtið og svo flýja inn Furugrundina og ákveða svo upp úr því hvern ég ætti að heimsækja. Nú þar sem ég var næstum köfnuð á móti vindi í Langholtinu sá ég að best væri að fara til Bjarkar en þá var enginn heima þar. Ég fór þá til Olgu og þar voru svo margir heima að ég ákvað að trufla hana ekki. Hjólaði þá á móti sunnan bálinu til Vilborgar – og var þar í góðu yfirlæti í góða stund ;-). Hjólaði svo heim og alls hjólaði ég í klukkustund og rúmlega það ;-). 14oo hitaeiningar góðan daginn.

Sæll hvernig steik ert þú eiginlega!

Og fann ekki fyrir því – ekki uppgefin einu sinni þó ég hefði það varla á móti vindinum.

God ég er svo mikil pæja – nú svo fór ég heim og var meira geðvond og mest geðvond. Lagaðist svo við gott atlæti Aðalsteins og Þórunnar. Þetta geðvonskukast mitt hafði hins vegar ekki góð áhrif á aumingja Pál sem er svo meðvirkur að það er óskaplegt. Ég verð að vera betri við hann blessaðan drenginn.

3 athugasemdir á “Óstjörnleg geðvonska

Færðu inn athugasemd