Ja hérna hér – það er nú meiri ósköpin hvað þetta veður ætlar að vera leiðinlegt.
En ég sem sagt var upp á punt á blakæfingu í gær – ég gerði eiginlega ekkert gagn og brenndi ekki nema 2100 kal sem er alveg góðum 1000 færri en venjulega enda fannst mér ég ekkert vera að gera – gat heldur ekkert gert því mér var svo illt í blessuðum hælnum ;-).
En nú er helgin framundan. Ég fór í sundleikfimi í morgun og það var ótrúlega skemmtilegt – mér finnst svo gaman þegar það eru stöðvar. Þá getur maður djöflast alveg eins og maður getur og fær svo öðruvísi hreyfingu í næstu bunu! Ég var ekki með fótalóðin – ég er búin að fatta að ég brenni miklu meiru og á betra með að hreyfa mig ef ég er ekki með þau – enda vantar svo sem ekkert upp á þennan fótastyrk minn – ég tek rosa þyngd í lærapressunni þannig að ég vel brennsluna frekar – það er amk ekki gaman að vera í 40 mín í leikfimi og vera með sama púls og ef ég horfi á House 😉
Kannski ætti ég að fá að koma á föstudögum fram að jólum og sleppa einni styrkferð… á meðan hællinn lætur svona við mig amk. En þá þyrfti ég að hjóla seinni partinn …. og því náttúrulega nenni ég ekki í þessari rigningu alltaf hreint – og svo kemur bara hálkan…
Kannski ætti ég að synda… en því nenni ég náttúrulega ekki heldur og ekki víst að ristin á mér þoli það heldur. Fyrir nú utan lungun…
Christ ég er algjör aumingi!
Ekki í lagi að vera að væla þetta alltaf. Enda ekkert að mér nema bara svona verkir hér og þar. Mataræðið er sko pínu pons skrítið en að mestu leyti í lagi 😉 Hef samt bara fengið 12 límmiða af 18 mögulegum… Ég sko fæ límmiða ef ég borða engin sætindi eða aðra óhollustu!
Sem sagt á svoldið í land 😉
