Ég er svo geðvond að ég gæti sprungið. Ég er með tannpínu! Þoli ekki að vera með tannpínu og þori ekki til tannlæknis þó ég auðvitað fari þangað á endanum. veit ekki hvað það á að fyrirstilla að vera með svoleiðis ógeð – tannpínu þeas. Æ mig auma. Óttast ekkert í veröldinni meira en tannlækna.
Er ógeðslega illt í hælnum og alveg draghölt. Hrmpf… Hausverkur alveg viðvarandi – en ég ét nú svo mikið af verkjatöflum að ég veit ekki alltaf af honum. Svo er ég komin með í lungun á ný og af þessu öllu lítur bluesinn inn og það þoli ég nú alls ekki.
Reyni að vera hress og góð við fólkið í kringum mig en það gengur nú ekki sérlega vel. Sagði held ég Baldri að þegja áðan… Svoldið í gríni sko 😉 en samt. Maður náttúrulega segir ekki fólki að þegja sem er að reyna að hjálpa manni… þó hann hafi nú svoldið verið að tuða.
Ég fékk nudd dauðans – er svo aum í liðböndunum og neðanvert í kálfanum innanverðum að það er ógeðslegt! Fékk eitthvað rafmagn og verð vonandi betri. Verð amk ekki verri. Fór annars í pottinn í gærkveldi og lagaðist svolítið við það.
Fór svo í sundleikfimi í morgun og nú er ég búin að fatta að ég verð bara að vera lóðalaus um fætur og hreyfa mig eins hratt og ég get – ég næ ekki nokkrum púlsi með því að rembast þetta með fótlóðin. Hreyfa mig hraðar er málið ef ég ætla að ná upp púlsi – þó ég taki það með í reikninginn að hann er lægri í vatni en utan þess. En hún gerir mér áreiðanlega gott og í henni er ekki eins mikið álag á liði og fæturnar – og ef ég passa að gefa mér góðan tíma til að teygja þá er ég bara góð.
Og það er í sjálfu sér ekkert að mér nema geðvonska en hún er ansi þaulsetin og virðist síst vera á undanhaldi. Maður þarf bara að hafa hægt um sig og reyna að hemja sig – horfast í augu við bluesinn, gefa aðeins eftir og rísa svo upp.
Jamm það er það sem maður þarf að gera – allt og sumt 😉
Já og svo fór ég á vigtina áðan – hélt ég væri kannski að léttast – en já nei – það hlýtur að styttast í það…
Inga geðvonda sem hefur áhyggjur af því að komast ekki í blak á morgun
Það er ekki í boði að „komast ekki“ í blakið! – Þú sagðir það sjálf!!!!
Líkar viðLíkar við
Nákvæmlega – enda fer ég náttúrulega í blakið ;-). Get amk rifið kjaft ;-).
Líkar viðLíkar við
En hver ert þú annars 😉
Líkar viðLíkar við
Stórt knús til þín Inga mín. Þú ert sko langbestust, mundu það!!!!!!>>kv. Steinunn
Líkar viðLíkar við