Blakiti blak

Það þarf nú eitthvað að tala við konur um liðsheild og að mæta á æfingar allra hinna vegna! Okkur vantar 4 hraustar konur – eruð þið ekki þarna úti. Æfing kl 17 á fimmtudögum – og það er hryllilega og ég meina ofboðshryllilega gaman. Og hörkubrennsla og líkamsrækt og ALLT. Fyrst ég get það þá getið þið það.

Pælið í – fólk er að keyra úr bænum til að æfa blak á Flúðum! Það hlýtur að vera góð ástæða fyrir því – einmitt – hryllilega skemmtilegt!

Við erum með 3 íþróttakennara á okkar snærum og þær eru æði og búa yfir ráði undir rifi hverju. Frábær aðstaða á Borg – og trust me það er ekki langt að keyra frá Selfossi þangað, sundlaug, og Allt. Fyrir nú utan hvað við erum skemmtilegar!

Í blaki brenni ég flestum kaloríum – er með púlsinn kannski í hærra lagi – þarf nú að fá leiðsögn með það. Sýndist Guðbjörgu ekki alveg lítast á tölurnar – en ég er viðræðuhæf allan tímann og ekki mjög eftir mig… Vil nú kannski ekki sprengja litla hjartað mitt – sem er væntanlega frekar stórt þó ;-). Fer alveg í 3000 kal á 90 mín – sem er allnokkuð!

Þvílík heppni að hafa látið sér detta í hug að stofna þetta blaklið.

Og ég held að ég sé enn að léttast -enda engin ástæða til annars er bara á góðu róli í þessu öllu saman.

Sem sagt geðveikt að vera til! og 6500 kal komnar þessa vikuna.

Vona að þið hafið það hálft eins gott og ég.

Færðu inn athugasemd