agical stundum – eins og Elfa vinkona myndi segja – þetta er efni í mynd! Blak-æfingin í gær var svipað ævintýri – nema þar kom Tópas ekkert við sögu hvorki í föstu formu né fljótandi ;-). Við vorum nú bara sex en það á eftir að fjölga í hópnum – það gátu nú ekki allar komið og svona eitthvað. Sigurlín, Elfa, Vilborg, Anna Margrét ( sem átti stjörnuleik), Guðbjörg og náttúrulega ég vorum mættar. Fyrir vikið þurfti núhú svoldið að hlaupa á eftir boltanum því hann hélst einhvern veginn ekki sérlega vel á lofti – og eitthvað urðum við marðar á hægri hendinni – svona hjá vísifingri og úlnlið! Dásemd – algjör. Ég hlakka mjög til næstu æfingar. Svo var farið í pottinn á eftir náttúrulega – ég veit nú ekki alveg hvernig ég gat haldið þetta út eins og ég var í lungunum og Polli mátti hafa sig allan við að mæla – þvílíkt hamaðist litla hjartað mitt og ég hef aldrei á ævinni ,,brennt“ eins miklu og í gærkveldi á klukkutíma. Úff púff.
Á eftir þegar ég kom heim og hafði hlammað mér niður þá hélt ég nú kannski að ég myndi aldrei ganga framar – en mér til undrunar gekk ég nú aftur (hörmungarhyggjan hefur víst ekki alltaf rétt fyrir sér ;-)). Svo velti ég því fyrir mér hvort hægt væri að fá hjartaáfall nokkuð lengi eftir að hámarksáreynslu væri náð – var nú svona eins og mig minnti það. Hafði svo bara svolitlar áhyggjur af því – en komst að því að líklega væri ég ekki við dauðans dyr og heklaði bara svoldið meira. En líklega hefði ég ekki átt að fara á æfinguna… það verður nú að segjast ;-).
Nú svo fór ég í Styrk í dag – svona á meðan ég beið eftir fréttum af fluginu hjá Palla – sem er frestað til morguns btw. Ég sprengdi mig gjörsamlega á stigvélinni – maður verður nú að fara á 24 mín þar þegar maður er svona til heilsunnar – en komst nú að því að það hefði líklega verið einum of… var bara nokkur tíma að jafna mig. Úff púff…. held bara að ég sé lasin ;-).
En svo var næstum það besta – nudd nudd nudd nudd nudd – ég barasta elska að fara í nudd. Jamm og mér líður svo vel í herðunum núna að ég held ég fari bara aftur við tækifæri ;-). Sama hvort ég þurfi þess eða ekki… Ég þarf þess líka. svo það er ekkert vandamál. En mér er þungt fyrir brjóstinu, hósta heilmikið og finn bara svolítið, er áreiðanlega bara með astma eða eitthvað. Ætti þetta pensilín ekki að vera farið að virka eitthvað? – Síðan á þriðjudag eða eitthvað…
En skítt með það – ef ég verð ekki hress þá bara fer ég aftur til læknis – kannski ætti ég að reyna að líta til þeirra á morgun – ef þeir verða á vaktinni blessaðir.
Nú er ég að tala í mig að hætta allri undanlátssemi (flott orð sem Þórunn kenndi mér ;-)) – drullast til að taka líf mitt föstum tökum og þá sérstaklega mataræðið. Hætt að taka reductilið og það er nú bara ágætt. Vil ekki svona – enda hjálpaði það ekki neitt. Geri þetta bara sjálf – fer svo á brennslupillur ef vill þegar ég verð orðin góð og allt komið í fínalagið.
Þarf að vinna í nokkra klukkutíma um helgina – það er nú bara heilmikið sem ég á eftir ógert. En sem sagt, lasin lung, ógó stuð í Blaki og ég að éta vínber – þó ég ætli að borða ekki neitt…
Sigh




