Inga get a life!

Jæja nú er fyrsta blakæfingin að baki og þvílíkt stuð og skemmtun. Ég hef bara sjaldan skemmt mér eins vel. Ég var eiginlega bara búin að gleyma hvað það getur verið hroðalega skemmtilegt að vera til! Einu sinni lenti ég í partýi hjá Olgu – sem átti bara að vera svona saumaklúbbur – en varð ein mesta drykkjuveisla sem hver og ein kona þar hefur á ævi sinni lent í … híhíhí og gestgjafinn átti hreint ekki von á þessari uppákomu – sem var nú eiginlega enn fyndnara en allt annað. Þar voru Baldur og Pétur læknir í Laugarási aðalskemmtiariðin – já og hún Kristín okkar Konráðs – dísuss hvað þetta var dásamlegt. Þetta var ein af þessum magical stundum – eins og Elfa vinkona myndi segja – þetta er efni í mynd! Blak-æfingin í gær var svipað ævintýri – nema þar kom Tópas ekkert við sögu hvorki í föstu formu né fljótandi ;-). Við vorum nú bara sex en það á eftir að fjölga í hópnum – það gátu nú ekki allar komið og svona eitthvað.

Ég hef sem sagt komist að þeirri niðurstöðu að ég þurfi að umgangast fleira fólk. Blak er leið til þess meðal annars.

Sigurlín, Elfa, Vilborg, Anna Margrét ( sem átti stjörnuleik), Guðbjörg og náttúrulega ég vorum mættar. Fyrir vikið þurfti núhú svoldið að hlaupa á eftir boltanum því hann hélst einhvern veginn ekki sérlega vel á lofti – og eitthvað urðum við marðar á hægri hendinni – svona hjá vísifingri og úlnlið! Dásemd – algjör. Ég hlakka mjög til næstu æfingar. Svo var farið í pottinn á eftir náttúrulega – ég veit nú ekki alveg hvernig ég gat haldið þetta út eins og ég var í lungunum og Polli mátti hafa sig allan við að mæla – þvílíkt hamaðist litla hjartað mitt og ég hef aldrei á ævinni ,,brennt“ eins miklu og í gærkveldi á klukkutíma. Úff púff.

Á eftir þegar ég kom heim og hafði hlammað mér niður þá hélt ég nú kannski að ég myndi aldrei ganga framar – en mér til undrunar gekk ég nú aftur (hörmungarhyggjan hefur víst ekki alltaf rétt fyrir sér ;-)). Svo velti ég því fyrir mér hvort hægt væri að fá hjartaáfall nokkuð lengi eftir að hámarksáreynslu væri náð – var nú svona eins og mig minnti það. Hafði svo bara svolitlar áhyggjur af því – en komst að því að líklega væri ég ekki við dauðans dyr og heklaði bara svoldið meira. En líklega hefði ég ekki átt að fara á æfinguna… það verður nú að segjast ;-).

Nú svo fór ég í Styrk í dag – svona á meðan ég beið eftir fréttum af fluginu hjá Palla – sem er frestað til morguns btw. Ég sprengdi mig gjörsamlega á stigvélinni – maður verður nú að fara á 24 mín þar þegar maður er svona til heilsunnar – en komst nú að því að það hefði líklega verið einum of… var bara nokkur tíma að jafna mig. Úff púff…. held bara að ég sé lasin ;-).

En svo var næstum það besta – nudd nudd nudd nudd nudd – ég barasta elska að fara í nudd. Jamm og mér líður svo vel í herðunum núna að ég held ég fari bara aftur við tækifæri ;-). Sama hvort ég þurfi þess eða ekki… Ég þarf þess líka. svo það er ekkert vandamál. En mér er þungt fyrir brjóstinu, hósta heilmikið og finn bara svolítið, er áreiðanlega bara með astma eða eitthvað. Ætti þetta pensilín ekki að vera farið að virka eitthvað? – Síðan á þriðjudag eða eitthvað…

En skítt með það – ef ég verð ekki hress þá bara fer ég aftur til læknis – kannski ætti ég að reyna að líta til þeirra á morgun – ef þeir verða á vaktinni blessaðir.

Nú er ég að tala í mig að hætta allri undanlátssemi (flott orð sem Þórunn kenndi mér ;-)) – drullast til að taka líf mitt föstum tökum og þá sérstaklega mataræðið. Hætt að taka reductilið og það er nú bara ágætt. Vil ekki svona – enda hjálpaði það ekki neitt. Geri þetta bara sjálf – fer svo á brennslupillur ef vill þegar ég verð orðin góð og allt komið í fínalagið.

Þarf að vinna í nokkra klukkutíma um helgina – það er nú bara heilmikið sem ég á eftir ógert. En sem sagt, lasin lung, ógó stuð í Blaki og ég að éta vínber – þó ég ætli að borða ekki neitt…

Sigh

Uhuuuuu

Er enginn þarna úti sem sér ástæðu til þess að senda mér kveðju í gegnum comment?!? Ég sem er að drukkna í sjálfsvorkunn… Ykkur finnst það kannski bara duga… Sigh

Þrjátíu gestir að meðaltali á dag – díííí ég vona að þið sendið mér bakteríudrepandi hugsanir… Reynið líka að hugsa lýtalæknandi hugsanir til nefsins á mér…

Ítalíulesarinn minn er horfinn… Erla er hætt að vera auðþekkjanleg á enskavefþjóninum…

Ég á enga útlenska lesara lengur – jú Stínu frænku … og Palla náttúrulega…

Sigh…

Og hvar er Ásta Björk eiginlega! Skil ekki hvernig er hægt að lifa án hennar – enda hef ég bara verið veik síðan við vorum aðskildar….

Það er nefnilega það!

Komin með streptokokka. Sem sagt síst að batna 😉 Ah jú svoldið. Fór til læknis og voila óbragðið í munninum, skánin og ógeðið auk þessarar ágætu hálsbólgu er náttúrulega blessaðir kokkarnir. Er að fá sýklalyf til að drepa þá og ÞÁ hlýtur mér barasta að batna – um annað er ekki að ræða. Er amk að lagast í lungunum – en hálsbólgan bætir það upp 😉

Sem sagt ekki í vinnunni í dag. Hlýt að komast á morgun – tek alltaf svo vel við pensilíni. En annars á maður ekki að vera að hósta kokkum yfir börn og samstarfsfólk. Það er ábyrgðarhluti.

Ég er að verða svoldið þreytt á þessu.

Aumingja litla sprungna nefið mitt á mjög bágt. Á það er komin stór blaðra og því er svo illt. Það er ekki sérlega fallegt – og það er ekki sérlega lítið. Æ æ

Mikið verð ég fegin þegar ég loksins fer að geta farið í sund og líkamsrækt – já svo má fara illa með mann að maður bara þráir að fara í spriklið 😀

Er búin að vera góð í mataræðinu – reyni að elda og vera gáfuleg gengur mesta furða miðað við hvað ég vorkenni mér mikið. Það er svoldið leiðinlegt að vera svo mikill fíkill að maður missir ekki matarlystina í veikindum einu sinni…

Ragnheiður er hjá mér og Þórunn kom í gær – það hefur alveg bjargað því að ég verði ekki vitlaus. Mikið sem væri auðvelt að leiðast tilveran…

Sú stutta seig

…hún er nú barasta heima í bóli sínu! Þetta er held ég megi segjast lengsta veikindafrí mitt í vinnu ever. Nú er ég skoho á sjötta degi í kvefinu mínu – hefði náttúrulega ekki átt að fara í vinnuna á föstudaginn. Eftir samtöl við Dísu og Þórunni – þar sem ég heyrði lítið vegna hósta og þær enn minna – sannfærðu þær mig um að ég væri ekki vinnufær þó 12 tímar myndu líða þaðan í frá. Það kom líka á daginn í nótt – og enn er ég að. En hlýt ég nú ekki að vera að lagast ha hu humm.

Nú stóru fréttirnar eru þær að ég ætla barasta að hætta að taka þetta Reductil strax. Ég get þá bara byrjað á því aftur ef ég verð vitlaus úr hungri alla daga. Ég ætla að fá mér brennslupillur í staðinn. Jamm…

Baldur hefur hvort sem alltaf sagt að ég þyrfti þær líklega frekar en hitt. Ég þarf svo BARA að taka á því hvað ég borða og hvenær. Það er ekki mikið sem þarf að lagfæra þar – það þarf BARA að setja þetta allt í fastar skorður: Innkaup, eldamennsku og nesti.

Ég hef viðurkennt getuleysi mitt til þess arna og að því viðbættu að Palli er að koma heim – sem kemur til með að breyta lífsmynstrinu töluvert höfum við hjónin ákveðið að fara saman í vigtun til dönsku vigtarráðgjafanna – og sækja fundi hjá þeim. Þetta er nokkuð stór áfangi hjá mér þó lítill sé – ákvörðunin þeas, því ég hef aldrei viljað eða treyst mér í að gera þetta.

En felst ekki lausnin alltaf í algjörri uppgjöf? Ég er fær um eitt og annað en síðustu vikur og mánuði hefur þetta ekki verið að gera sig hjá mér. Þetta ár hefur bara verið mjög tilþrifalítið. Þó það sé sigur í sjálfur sér að vera alltaf að gera eitthvað- hreyfa sig, hugsa um mataræði og vinna í sjálfum sér. Því það hef ég svo sannarlega verið að gera.

Með því að fara bæði þá verðum við ábyrgari gagnvart hvort öðru og hvorugt okkar er á einhverju sérprógrammi – saman þarf að reka heimilið á þennan hátt og við verðum samábyrg í því. Ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun. Svo er bara að kýla á það og mæta ;-). Ef ég verð sæmileg á morgun þá langar mig að fara – kannski ætti ég samt að fara með Palla í næstu viku… Já líklega er það bara betra – sameinaðir stöndum við 😉

Líklega er naflastrengurinn að slitna á milli mín og sjúkraþjálfarans míns. Ég get varla með nokkru móti fundið fyrir vöðvabólgu eða verk í hálsi og herðum og vegna þeirra hófst jú meðferðin. Ef ég svo fer í vigtaraðhald til þeirra dönsku fer sá hlekkur út hjá okkur.

Eftir stendur þá æfingaprógramm og e.t.v. einhver eftirfylgni í því við og við. Kannski bregðumst við svo við fótaverkjum þegar þeir koma upp. Mér finnst það svolítið leiðinlegt að hitta hann ekki reglulega eins og ég gerði alveg fram í júní. Ég er alveg viss um að ég hefði aldrei haldið þetta út án stuðnings hans – og er ekki enn viss um að ég geri það. Kannski þarf ég líka ekkert að líta á að það verði án hans. Hann er svo sem ekki að fara neitt – tilbúinn að aðstoða hvenær sem ég skræki…

En með ákveðinni fjarlægð þarf maður að skilgreina sig upp á nýtt. Það hefur svo sem ekki gefið góða raun að hitta hann ekki vikulega í nudd og samtalstímum – því auðvitað er spjallað á meðna þjálfunin fer fram. Ég hef ekki staðið mig með neinum glæsibrag en kannski er það nú vegna annars en baldursleysis ;-). Og svo er nú ekki eins og hann hafi yfirgefið mig – öðru nær. Alltaf boðinn og búinn að hjálpa.

Þetta er jú mitt líf – mín markmið – mitt val. Svo sem ekki flókið að skilja það. Ég held samt að í svona verkefni – ferð á Olympiuleika þurfi fararstjóra og þjálfara – ferðafélagar myndu líka koma sér vel. Að minnsta kosti er mér farið að finnast nóg um einsemdina í þessu öllu saman.

En það mátti svo sem búast við því – þetta er ekki einnar nætur ferðalag. Þetta eru ekku 5 kíló eða sex vikna fitubrennslunámskeið. Það var svo sem ljóst í upphafi að það þyrfti úthald. Nú er bara spurningin hvort ég hafi nóg af því.

Það er líka breyting á þegar ég hitti Sigurlín, Olgu, Dísu, Vilborgu og Ástu Björk svona sjaldan – það er svolítill handleggur að skipta um vinnustað -maður dettur út úr ansi góðum félagsskap – þó annar komi inn. En við erum búnar að vera lengi samar þessar kerlur!!! Að ónefndum Sædísi og Gunnhildi já og fleiri góðum úr Sunnulæk. Stundum skil ég ekkert í því að hafa hætt…

Ég hefði kannski bara átt að verða ritarinn hennar Ástu Bjarkar…

Það er náttúrulega hægt að …

…líta á þetta frá annarri hlið.

Ég er búin að vera lasin í ansi langan tíma. Þá er nú svo sem ekki endilega víst að maður sé í toppformi andlega – þeas þegar maður er svona mikill auli eins og ég. Og þá kannski ætti maður ekki að vera að taka ávkarðanir um hverju maður nennir og hverju ekki…

…það er svo sem ekki möguleiki að snúa við. En það er hægt að hægja og stoppa jafnvel – skoða útsýnið.

Ég er áreiðanlega bara að því núna. Læt mér batna – viðurkenni að ég næ ekki sex kílóunum. Sem þýðir að ég verð að gefa betur í þegar mér er batnað. Ég er ekki viss um að ég komist í vinnuna á morgun. Líklega væri gáfulegast að fara ekki miðað við ástandið á minni í dag.

En við skulum sjá til. AMK fer ég ekki í sundleikfimina í fyrramálið – ekki eins og öndunin gengur fyrir sig í augnablikinu.

Fer ég ekki bara að verða góð – stunda einhver áhugamál… Bútasauml lestur, nám jafnvel… Já eða taka til í húsinu HAha ha ha verður nú seint áhugamálið mitt.

Palli kemur alkominn á föstudaginn – svei mér þá hvað það verðu gaman að vera aftur tvö. Ég er eiginlega alveg komin með nóg af því að vera svona ein að stússast í öllu.

Leitaði að matreiðslubókum í Nóatúni – að sjálfsögðu engin til. Alltaf eins þetta helv… kaupfélag ;-).

Á núlli

…algjörlega.

Fullkomlega…

Lýsi yfir algjöru ráðaleysi við að ráða við undirritaða. Held að allir ættu að gefast upp á verkefninu. Ég yrði að minnst kosti ekki hissa.

Sigh…

Stjörnuspáin mín er svona á mogganum. Kannski maður hugi að því í kvöld bara?

Stjörnuspá
Hrútur: Að vera hamingjusamur er fyrirbyggjandi meðal. Það skiptir meiru en að sofa nóg og borða rétta grænmetið. Vertu hamingjusamur!

Er annars með hósta dauðans – komin með harðsperrur og sárindi um allt bak og í kviðvöðvana. Það kemur skemmtilegt blóðbragð og andadrátturinn með skemmtilegum hryglum… Held það sé ljóst að ég hafi EKKI átt að fara í vinnuna í gær – veit ekki hvort Styrkur gerði gott eða illt – líklega bara gott. Fór svo í bæinn í dag því ég er að gefast upp á tilverunni og langaði að eyða degi með Ragnheiði minni. Vísast á ég eftir að súpa seyðið af því í nótt líka en hey – það var rosa gaman 😉 á milli hóstakastanna híhí

Ekki hafa annars neinar áhyggjur það er alveg í lagi með mig. Þetta er bara hundleiðinlegt.