Er ég íbúi í dingdongbling?

Ég held ég sé hreinlega ekki hægt – að minnsta kosti ef maður skoðar skilaboð veraldarinnar. Ég á áreiðanlega eftir að vakna upp einn daginn og hugsa: HVAÐ VAR ÉG AÐ HUGSA!

En þar sem ég er ekki komin þangað þá læðist nú að mér sá grunur að kannski sé veröldin á rangri leið…

Einhvern veginn er ég alltaf að detta um einhverjar maga-aðgerðasíður og fréttir. Hreinlega fell um og á þær. Það hljómar ótrúlega spennandi að missa 50 kg á einu ári – sem er svona eins og helmingi meira en ég missti fyrsta árið mitt. Og nóg sækist ég eftir að missa önnur tuttuguogfimm…

Ég á vinkonu sem fór í tískuaðgerðina fyrir magaminnkunarfárið – þá var fengist við þarmana auk annars… Og hún er hreint ekki gangandi sönnun þess að inngrip í meltingarveginn sé til bóta. Ég á líka dóttur sem á við erfiðleika í meltingarvegi – það hefur sannast æ og sí, sí og æ að okkur veitir ekkert af þessum meltingarvegi okkar. Og líklega eru fleiri sammála því úr heilbrigðisgeiranum. Því hlýtur hættan og ókostirnir við hitt – offituna að vera gríðarlegir. Meiri en ég get ímyndað mér.

Þegar maður les blogg og skoðar myndir þá er allt sem er á eftir stórkostlegt og allt sem var áður hræðilegt. Sumir eiga sér ástæður fyrir því að vera of þungir, áföll, ofbeldi, þunglyndi og sitthvað fleira hræðilegt og hviss bang bara með því að léttast þá hverfa öll þessi mein og lífið verður stórkostlegt. Áður var varla hægt að sjá bros á vanga en á eftir myndunum nær það allan hringinn.

Nú jæja – nýtt líf. Fyrir og eftir… Oj bara þetta var ég – en núna er ég hot! Ég fyrir aðgerð – ég var svo óhamingjusöm og þetta er ég eftir aðgerð svo hamingjusöm! Svona eru kvótin…

Og ég í fullkomnu bliss afneitunarinnar get bara ekki skilið að ALLT verði gott sem áður var slæmt… við að missa 50 kg eða svo. Kannski skil ég það þegar ég hef misst 25 í viðbót. Þá opnast kannski einhverjir heimar fyrir mér sem eru mér algjörlega luktir.

Kona lendir í ofbeldi sem barn, flýr á vit matar, losnar við kílóin og þessa ógnarinnar vanlíðan sem fylgir þeim með inngripi skurðlæknis og allt í einu skipta örin á sálinni engu máli. Hamingjan er algjör. Maður heyrir ekki einu sinni minnst á aukaverkanir, skort á upptöku ýmissa næringaefna og breytingar á lífsháttum. Það er bara hjóm eitt.

En svo kemur kona í Blaðið og segir farir sínar ekki alveg sléttar og hún er næstum úthrópuð fyrir að eiga sér ekki annan draum en borða heilan hamborgara í stað hálfs. Sem náttúrulega var aldrei málið hjá henni – heldur hitt að búa við stöðuga löngun í eitthvað sem þú getur ekki fengið og búa við vanlíðan liðinna ára er slítandi og þrúgandi hugarástand sem skurðlæknir fær litlu við gert.

Mig langar bara að koma eftirfarandi á framfæri. Í hjartans einlægni. Ég hef átt gott líf en á því hafa verið ýmsar slaufur. Ég eignaðist langveikt barn, er kaos-isti varðandi margt, mat, heimilishald, peninga – sem svo aftur þýðir að ég þarf að súpa af því seyðið oftar en mér er ljúft. Ég á stóra og góða fjölskyldu sem aftur þýðir að það voru margir sem höfðu á mér skoðun og ég er alveg viss um að ellefta barn þá aldraðra foreldra var ekki sérlega kærkomin viðbót. Engu þeirra fannst neitt sérstakt til mín koma – ég var óþægileg viðbót við þá þegar of stóran systkinahóp. Ég var ekki knúsuð og kysst – ég þurfti miklu frekar að forða mér undan athugasemdum þeirra sem eldri voru. Ég er því, því merki brennd að sækja í viðurkenningu en þykjast þó ekkert vilja með hana gera. Ég er sjálfstæð en þrái umönnun. Ég veit hvað ég vil og hvert ég vil en finnst gott að fá leiðsögn og stuðning þó ég láti eins og það sé það síðasta sem ég vilji – allt til að forða því að líta þannig út að mér veiti ekki af hjálpinni. Ég óttast dóm annarra en gef samt ekkert fyrir hann. Ég þykist vita mínu viti en efast samt all along.

Ég varð feit því ég hætti að hreyfa mig og lenti í gríðarlegri óreglu með mat á Laugarvatni. Þegar ég fór á pilluna fitnaði ég um 30 kg. Þegar ég átti Ragnheiði var ég 137 kg og þegar ég átti Aðalstein var ég 144 kíló. Ég var líklega þyngst um þrítugt og svo mánuðina áður en ég fór til Baldurs.

Ég hef aldrei verið sérlega óánægð með líf mitt – maður sáir eins og maður uppsker. Mér leið frábærlega á Ljósafossi og þó það hafi eitt og annað gerst þar þá gengu úrlausnirnar ágætlega. Ég og krakkanir undum hag okkar hið besta og Páll kom heim í frí og var sæll í sveitinni. Ég elska að kenna, ég á alls konar áhugamál sem mér finnst frábær og ég sé ekki nokkra ástæðu til þess að vera að biðjast afsökunar á því að vera með hárvöxt í andliti eða vera alltof þung nú eða vera sú frenja sem ég er. Ég á frábæra vini og yndislega fjölsyldu sem gerir mig þó alveg vitlausa á köflum ;-).

Ég bara get ekki séð að fjöldi kílóa hafi mikil áhrif á þetta. Ég er svo sem ekki að láta mig langa til að gera hluti sem ég get ekki – Ragnheiður var fullkomið barn og ég vildi ekki að hún væri á neinn annan hátt. Ég hef aldrei æðrast yfir því hlutverki að annast hana – og ég óska henni góðrar heilsu og alls hins besta – en það þarf ekki að kvarta yfir neinu varðandi hana – öðru nær. Þetta voru einfaldlega spilin. Úr þeim þarf að spila.

Ég þarf að aga mig þannig að ég neiti mér um það sem mig langar í. Maður getur ekki og á ekki alltaf að fá allt sem mann langar í bara afþví maður getur veitt sér það. Ég þarf að aga mig í innkaupum, heimilshaldi, mataræði og hreyfingu. Sumt af þessu gengur ágætlega. Annað gengur verr. Sumt gengur fínt aðra stundina en verr þá næstu. Og ég verð stundum leið yfir því en ekki þyngdinni. Ég verð glöð þegar ég léttist því þá er ég að ná markmiði mínu. Ég er glöð þegar hreyfingaráætlunin mín stenst því þá er ég að ná markmiðum mínum. Betri heilsa, lipurð og endorfínið gerir manni jú gott.

Ég meina come on þó maður sé alltof alltof feitur þá á maður sér nú líf – fínt líf. Þó maður hafi verki vegna þess að maður sé of þungur þá vill maður samt vera laus við þá og vinna í þá áttina því ekki léttist maður nú á einum degi eða tveimur. Því verður maður að vinna í því að eiga sér gott líf hver sem þyngd manns er. Og það er vinna – ekki bara aðgerð. En ef aðgerðin getur orðið hvatinn til góðra verka í garði hvers og eins þá er hún að sjálfsögðu þess virði. En ég held að hamingjan búi ekki í vigtinni…

Ég held ég haldi mig því við hægt og not always svo hljótt aðferðina mína. Byggi upp vöðva, þrek og þor, efli aga minn og sjálfsstjórn og reyni að verða pínu betri manneskja með því að leggja rækt við sjálfa mig. Besti árangurinn er innra með mér, kílóin eru svo birtingarformið fyrir augu annarra.

Þetta gengur heldur ekkert illa. Ég 18 mánaða hreyfingarafmælið verður ekki haldið á hápunkti léttings eða sjálfsstjórnar en ég hef heldur ekkert þyngst í 18 mánuði og ég er enn að. Þarf maður að biðja um meira.

Ég er bara ekki þar stödd að finnast allt sem að er í mínu lífi vera vegna þess að ég er of feit. Það að ég sé feit er hins vegar birtingarform þess sem að er – svona rétt eins og öskrin, pirringurinn og draslið í kringum mig. Á öllu þessu þarf að taka – það er ekki nóg að vera með fallegar gardínur og láta allt líta vel út – það þarf að vera innistæða fyrir því. Og það er ekki eins og ég sé frávita af óhamingju – öðru nær. Nokkuð sátt við mitt bara – en vildi vissulega gjarnan vera aðeins minna ekki hægt en ég er ;-).

Og já Baldur minn ég skal íhuga það og jafnvel láta mér detta það í hug að það sem að mér er í skrokknum sé vegna þess að ég er of þung… en það er ekki þar með sagt að þú eigir ekki að gera eitthvað í því líka!

Þú ert jú sjúkraþjálfarinn minn – já og íþróttamönnum er illt því þeir eru í íþróttum. Það er bara flottara að vera meiddur á hné vegna tuðru en vegna þess að vera of þungur – en bæði er samt áskapað!

Íþróttasnobb í þessu þjóðfélagi 😉

Úff þreytta Inga

Nú þegar maður er búinn að aðhafast margt er náttúrulega ekki nema von að maður sé uppgefinn ;-). Alveg er hún Inga litla dauðuppgefin núna.

Hún er búin að fara í tvo sundleikfimistíma og einu sinni í Styrk þessa vikuna og er á leið í blak á eftir. Það er kenngarþing núna en það verður bara að segjast að konan er alveg komin með upp í háls af kennaraþingum. Veran í KS fór einhvern veginn alveg með neistann…

En hvað um það – ég hef næg verkefni hér í skólanum og það er svo sem enginn svikinn af því að hafa mig í vinnu. Hver verður að lifa sínu lífi og standa undir sjálfum sér sem reynslan hefur kennt honum að best sé.

Ég hef komið vinnu við vefsíður í fastan farveg og vinn við þær http://www.gogg.is/ og http://www.ljosaborg.is/ tvo tíma á viku á fimmtudögum. Ég vona að það skili mér og þeim sem nota síðurnar ágætum árangri.

Í gær var ég að frá því kl sex til kl 20:30 en þá fór ég heim en var ekki sofnuð fyrir eftir miðnætti. Ég er því hálfsvefnvana. En ég er ekki svo mjög slæm í fótunum ;-). Og ég og Sigmar erum búin að gera stofuna ógó fína og það eru skoho farnar að rúlla hér stöðvar út og suður þannig að hverjum manni gæti sundlað af ánægju. Og ég er alsæl – alls konar verkefni í gangi og tómur draumur í gangi.

Það er mikið gott að vinna hérna. Aðstaðan alveg frábær þó húsnæðið sé lítið og vinnuaðstaðan – þessi sameiginlega með minnsta móti.

En nú ætla ég að fara að gera eitthvað gáfulegt. Skjáumst ;-).

Jibbí jibbí og ég veit ekki hvað og hvað!

Ef ég væri þunglynd þá væri í oflæti núna. Maníu. En ég held ég sé ekkert þunglynd. Ekki meira en hverjum manni er hollt ;-). Ég held að ég sé að endurheimta líf mitt svei mér þá. Það hefur bara verið á hold í 5 vikur svei mér þá. Og my life is good. Jamm
Jæja þar sem notkun á pústi og meira pústi, pencilíni og slímlosandi drykk, hefur skilað ágætum árangri þá fór nú mín í sundleikfimi í morgun. En eitt af einkennum þess að vera með þennan astma og lungnaógeð er að ég get sofið ótrúlega lengi frameftir. Ég var svo glöð í sumar man ég að ég gat bara sofið í 18 tíma svona með litlum hléum – alveg þangað til ég fattaði að ég væri náttúrulega bara fárveik! En sem sagt (manískt ástand veldur því að ég á erfitt með að halda þræði) þar sem ég hef ekki treyst mér í sundleikfimi – réttilega if I might add! … þá já – nákvæmlega hef ég ekki farið í hana þann hálfa mánuð sem hún hefur staðið! Og mér hefur liðið eins og skrópusjúklingi. Bar meira að segja Sigurlín um að koma því til skila að ég væri virkilega og raunverulega afskaplega lasin ;-).

Og var skemmtileg í sundleikfimi eða hvað! Alltof margar kerlur og það allt saman en það var nú bara allt í lagi. Ég brenndi skoho 1000 kal og náði fínum púlsi OG ALLT. Geðveikt. Ógó skemmtilegt. Og mér hefur liðið eins og Randaflugu á sterum í allan dag! Hviss bang. Nema ég var held ég kannski ekki mjög æst – en svona víruð myndi ég segja…
Gerði allt mögulegt í vinnunni. Afskaplega gáfulegt allt saman náttúrulega – og veit meira að segja hvað ég ætla að gera á morgun ;-). Fór svo í nudd – því mín er orðin svo meðvitið að hún tók eftir því að höfuðverkur og stirður háls er farinn að gera vart við sig á ný – og þá er nú gott að gera eitthvað í því – áður en vandræði hljótast af. Því ég er svooooo heppin að eiga marga marga tíma frá TR til þess að hugsa vel um mig og láta hlúa að mér og ALLT.
Ég opinberaði í þeim nuddtíma – þeir eru nefnilega svolítil ormahreinsun um leið – Baldur er svona eitthvað að skipta sér af og reyna að fá mig til að vera eins og manneskja en ekki himipigimpi :-), já sem sagt opinberaði það að hjá mér er sko allt í fínu með mataræðið.
Ég borða reglulega og oft fyrri partinn og allt alveg dásamlega gáfulegt. Kem svo heim og borða líka voðalega gáfulegt reglulega og fínt. En…. á hverjum degi þá fæ ég meir eitthvað mjög sérkennilegt. Í nótt þá t.d. sat ég hér við eldhúsborðið og borðaði 1 kalda pylsu (finnst þær sko sjúklega góðar- ekki stríða mér) og eitthvað fleira sem ég nú eiginlega bara man ekki hvað var – það var EKKI gáfulegt I promis you…. Já BANANI Reyndi nú að fá mér peru en hún var svo óþroskuð. Sko það er nefnilega svo leiðinlegt með þennan hósta að maður verður svo þurr í hálsinum og það er svo vont bragð í munninum af astmapústinu og þá er svooo freistandi að fá sér eitthvað svona til að mýkja hálsinn….

Sigh…

Og UNDANLÁTSSEMIN er nú alltaf söm við sig hjá mér. Nú ef ég er ekki að borða á næturnar þá kannski fæ ég mér franskar! Eða kex og undanrennu – og mér finnst kex ekki einu sinni gott. Nú eða einhver önnur sérkennileg heit – snakk kannski. Úffiti púff! En Baldur þetta ljós hefur nú ráð undir rifi hverju. Nú er ég sem sagt búin að brytja niður snyrtilega og fínt vatnsmelónu og setja á disk ásamt jarðaberjum og setja í ísskápinn og þetta á ég sem sagt að fá mér þegar ég missi vitið. Sniðugt ekki satt – bara ready inni í ísskáp. Enga pulsu eða neitt svoleiðis í nótt – onei. Híhí!
Nú svo er vinnudagur á morgun – í lengri kantinum en engin hreyfing. Á miðvikudag er sundleikfimi og vonandi blak á fimmtudag þó það sé kennaraþing…. ætla að heyra í stelpunum með það. AMK væri hægt að spila badminton ef við erum fáar.

En jæja – sannarlega góður dagur að baki –
ykkar Inga víraða
p.s. Palli mældi mig í gær. 1 sm farinn eða svo síðan í vor ;-). Held það sé rétt að fara að gera eitthvað í sínum málum sem sagt.

Framúrakstur Mika á Spa hér um árið

Spa er algjörlega uppáhaldsbrautin mín í Formúlu 1. Ekki skemmir fyrir að þar fór hann Mika minn framúr eins (hlekkur)og fáir hafa gert. (hlekkur). Menn reyndur nú að gera lítið úr því á sínum tíma – sérstaklega þeir sem héldu með Schumi og Ferrari en það er nú samt svo að næstum áratug síðar man maður þetta eins og gerst hefði í gær.

Já og svo var ég náttúrulega í útsendingu ;-).

Spa er eins og kappakstursbraut á að vera – landslagið frábært, hæðir, skógur og beygjur sem hvergi finnast annars staðar – og það er skoho hægt að taka fram úr þar.

Og ég hafði rétt fyrir mér að Kimi væri awwwwsome á Spa náði pólnum og allt. Svo veit maður ekkert hver vinnur – það er náttúrulega önnur saga.

En amk er ég fegin því ég gaf tips í gær og úff púff – hljómaði svoldið ákveðin í því að þykjast vita hvernig gengi hjá honum um helgina.

Tíhíhí

Göngugreining og púst


Jæja þá er mín nú svolítið á jafna sig á því að vera alltaf lasin. Enda nýbúin að halda upp á mánaðarafmæli þessarar ,,pestar“. Ég verð nú að viðurkenna það að mín vandræði eru ekki merkileg. Ég er ekki haldin banvænum sjúkdómi – nema náttúrulega þeim pakka að vera í áhættuhóp fyrir allt möguleg, krabbamein, hjartasjúkdóma, heilablóðfall, stoðkerfishrun, sykursýki og þunglyndi svona meðal annars. En ekkert af þessu hrjáir mig svo sem – sem betur fer.

Eitt líffæri öðrum fremur hefur verið hraustara hjá mér – í mínum huga amk og eru það lungun. Ég kem afbragðsvel út í einföldum prófunum en þegar ég lít til baka þá kannski hef ég alltaf verið óttalegur ofnæmispési og viðkvæm fyrir s.s. eins og ryki og kattahárum. Um þrítugt fór svo að bera á gróðurofnæmi og svo við og við ofnæmi fyrir kanínum og hnetum en það hefur svona meira komið og farið.

En það er nú svo að þó það sem að mér er sé bæði ómerkilegt og blessunarlega saklaust þykir mér það alveg vera nóg og á í fullu fangi með að spila úr því. Ég er alveg orðin minnislaus og úthaldið er lítið – þið vitið hvernig þetta er – það er eins og maður fatti hvað maður var lasinn þegar manni batnar. Og nú ætla ég að láta sem mér sé að batna. Ég fékk svo ægilega fín og dýr lyf á miðvikudaginn, var heima á fimmtudaginn og var bara þokkaleg í gær. Ekki góð en þokkaleg. Og miklu betri en ég hef verið.
Ég hef því ákveðið að vera ánæð með að hafa ekkert þyngst þessar hörmungarvikur og stefna bara fram á veginn. Nú eykst mér einbeiting og ég gat lést í fyrra og þá get ég alveg lést núna. Þarf bara að vera dugleg í hreyfingunni, víxla henni og ofgera mér ekki. Fækka svo bombertunum og þá léttist ég um þetta hálfa kíló á viku sem er svo æskilegt.
Ég lenti inn á síðum nokkura kvenna sem hafa farið í magaminnkun – og það er nú meira ofboðið. 50 kg á ári er ekki óalgengt. Ég varð svolítið öfundusjúk og hugsaði með mér að þetta væri nú svei mér stórkostlegur árangur. Ætti ég kannski að velta þessu fyrir mér?
Nei ég hætti ekki á það – ég sé hvernig þarmastytting fór með eina vinu mina og fyrst reductilið hjálpar mér ekki og ég er enn að borða vitlaust þá bara myndi ég gera það þó ég færi í aðgerð. Sem ég líka tel vera alltof mikil inngrip fyrir mig – þó ég sé svo miklu feitari – eða hafi verið en þessar fínu og flottu konur voru þegar þær fóru í aðgerðina.
Nú bít ég bara á jaxlinn – ánægð með að hafa haldið þyngdinni þrátt fyrir þessi veikindi – og horfi bara fram á veginn set mér markmið.
4 kg í september – ég hef enn 2 vikur – og víst er um að ég næ því ekki leikandi létt en ég verð að bíta á jaxlinn og hætt að vera með UNDANLÁTSSEMI.
Matardagbók í fyrramálið
Er annars einhver að hugsa um ball?
Ég fór í göngugreiningu í gær. Hægri fóturinn 1 cm styttri en hinn. Fæ innlegg. Er annars með fínt niðurstig en stuðningur undir ilina kæmi sér vel og það tilheyrir inllegginu þannig að ég er bara í góðum málum. Ekkert tábergssig – merkilega lítið sagði stráksi ;-). Það er sama hvar á það er litið það er ekkert að mér.
Er annars bara góð- fór í Styrk í dag og hreyfði mig smá. Var drusluleg og er langt frá því að vera komin með súrefnisupptökuna í lag.
En nóg um þetta allt. Nú fer ég áreiðanlega að verða skemmtileg og tala um tiltekt og eitthvað svona – ekki meira umræða um kvef. Ég lofa!

Dr Phil segir að ég þurfi að hafa refsingu yfir mér ef ég nái ekki markmiðum mínum. Einvherjar hugmyndir?

Pælið í því – já eða ekki ;-)

5 dl spellt – gjarnan fínt og gróft til helminga
1og hálfur dl þurrristað kókosmjöl
2 rifnar gulrætur
ein og hálf teskeið vínsteinslyftiduft
1 tsk kanill
fjórðungur til hálf tsk himalaya eða sjávarsalt
hrísgrjónamjólk eða önnur mjólk
1 msk möluð hörfræ má líka nota 1 egg
fjórðungur úr dl af kaldpressaðri kókosolíu
einn og hálfur agave síróp

holy moly hvar hef ég verið. Vitið þið hvað kemur út úr þessu ef þessu er blandað saman eftir ákveðnum reglum, vafið og bakað – Blóma múffur!

Gulrætur hef ég séð – og ég hef svo sem séð spelt, en aldrei vitað hvort það væri gróft eða fínt. Jú og kókosmjöl hef ég nú líka handleikið og vitað um kókosólíu í nokkurn tíma… og hörfræ en annað – annað er mér bara algjörlega ókunnugt!

Sem náttúrulega þýðir að ég á ýmislegt eftir að læra. Verð ég ekki bara að standa vel og lengi fyrir framan vörurnar frá Sollu í Bónus og fara svo í Heilsubúðina ef ekki vill betur?

Maður verður að segja bless við ólifnaðinn og hætta að hugsa um allt sem manni finnst svo gott og maður getur ekki verið án! Híhí ekki málið að buna þessu út úr sér!

Ok ég hef verið ógeðslega lasin og verið að skipta um vinnu og allt og því ætla ég bara að vera fegin að ég hafi ekki þyngst. Nú þarf ég bara að hætta allri UNDANLÁTSSEMI.

Við Palli gerðum svoldið frábært um helgina. Við fengum leigðan bústað og vorum í sólarhring í algjörri afslöppun – ekkert nema að hvíla sig já og hósta ;-). Frábært. Ég er alveg endurnærð.

Ætla sko ho að gera þetta aftur sem fyrst. Geggjað að komast aðeins upp úr hjólförunum.

Nú og svo fór ég í Styrk en ég treysti mér ekki í sundleikfimi í morgun (dj verður erfitt að vakna maður!!!). Ég fann fyrir hnjánum í dag og fékk rosalegan krampa frá mjöðm og niður í hnéð að framan eftir brennsluna – fyrir utan að aumingja lungun mín voru alveg í spreng. En ekki eins rosalegt og á föstudaginn. Ég hélt ég myndi drepa mig. Úff ætla að passa mig aðeins meira í framtíðinni ;-).

Sem sagt vínsteinslyftiduft (hvernig getur 1 tsk af lyftidufti í 8 bolla af hveiti verið nóg til að hafa slæm áhrif á mann – vá hvað þetta er eitrað efni mar!!!). er málið. – já eða ekki. Þetta er náttúrulega ekki hægt þetta heilsufár – come on. En væri ekki bara gott að fljóta með og verða vínsteinslyftidufts aðdáandi númer eitt!

Lof jú – farin að fara yfir heimanám blessaðra barnanna en ég kom með hana heim svo ég gæti nú farið í styrk áður en framhaldsskólasprengjan kæmi.

Ég er bara svoldið ánægð með mig í dag. Þetta er allt á réttri leið!

Þegar ég sló in vínsteinslyftiduft kom m.a. mynd af Bart Simpson en líka þessi frábæra uppskrift að Döðlutertu – vel þess virði að fara að hugsa um eitthvað annað en karamellur og kókosbollur ;-). Á þessari síður eru líka alls konar aðrar uppskriftir oh yeah

ahhhhhhhhh vinna

Nú fer líf mitt áreiðanlega að færast í sant lag! Ég er komin í vinnuna árla á laugardagsmorgni. Þetta hlýtur allt að vera að koma ;-). Svo er bara að sjá hvort ég geri eitthvað gáfulegt. Það væri náttúrulega alveg idealt skoho!

Nú þar sem viðfangsefni mitt er að hugsa um UNDANLÁTSSEMI og viðbrögð mín við minni eigin þá keypti ég mér ekki hnetustykki en ég fékk mér snakkflögur og vínber í morgunmat. Ég verð því að bíða með að eta þar til nokkuð er liðið á morguninn því í þessum eina bolla af flögum var töluvert af hitaeiningum sigh….

En sem sagt það eru viðbrögð við undanlátsseminni sem gilda fyrst henni var beitt in the first place….

Gott að Kimi meiddi sig ekki í aðdraganda Ascari beygunnar á Monza þegar bíllinn hans bilaði með þeim afleiðingum að hann tættist utanaf honum en jamm sem sagt – gott að Kimi minn er heill.

Framhaldssagan um Pál heldur áfram – hann kemur áreiðanlega ekki fyrr en um miðjan dag eða þaðan af síðar. Áhafnir þurfa víst að hvíla sig eitthvað eftir næturbrölt frá s.s. eins og Egilsstöðum en þangað fóru vélar frá Danmörku sem áttu að lenda í Vogum. Já þokan er ekkert grín.

OH MY GOD

Það eru fluttar inn öskrandi unglingsstúlkur í ,,bílskúrinn“ við hliðina!
Nú fer sálarfriður minn endalega, það litla sem þó var eftir af honum!!!!!
Ég vildi að það mætti ekki búa til íbúðir til útleigu í bílskúrum sem eru 4 m frá svefniherbergisglugganum MÍNUM