Bókasafnið og allt

Ætli ég sé að verða eitthvað líka sjálfri mér?

Er farin að hugsa um nám… (úff)

Bútasaum…

Fór á bókasafnið (er reyndar mjög ólíkt mér) og kom með heilan poka af alls konar uppskriftabókum, ræktaðu sjálfa þig bækur og guð má vita hvað fleira 😉

(nú er bara að skila aftur)

Fór og keypti aðra innisnúru – lifi greinilega svo annasömu lífi að ég kemst ekki yfir að þvo allan þvott í miðri viku og vantar því þurrkpláss.

Fékk mér Hörð Torfa og AstaZan, Build up og brennslutöflur. Það stóð ekkert á þeim um að ég mætti ekki taka þær á meðan ég væri á innöndunarlyfjum – en ég þarf að athuga það – ég má alls ekki taka þær sem fást í Styrk með þeim. Sjáum til

Hér kemur smá leirburður í kjölfar endalausra umræðna minna um að gefast upp og tiltal og hnuss Baldurs í kjölfarið ;-).

Í lífsins ólíku gæði
Inga er alveg heft
Þó fær hún varla bæði
Haldið þeim og sleppt

Nammi, ís og heilsurækt
Þykir henni nokkuð flott
Heilsuátak harla frægt
Er nú ekki orðið gott?

Magaaðgerð salla fín
Flíkur myndu lafa
Baldur litli undan hrín
endalausum vafa

,,Hertu þig nú stúlkukind
Ekki meira væl!
Í Toppsports heilsulind
Stattu þig með stæl!”

,,Melónur og jarðaber
Borða skalt um nótt
Hættu nú að vera sver
Og fáðu mittið mjótt.”
IE lok sept. 2007

Einu sinni sendi Baldur mér þessa og hlaut bloggið nafn sitt af henni í nokkurn tíma, Inga óhugsandi 😉

Ingveldur Eiríksdóttir er
eins og eplakaka úr sandi
agúrkum og engifer
já alveg óhugsandi

Tíhí það er stundum svoldið gaman hjá okkur 😉 en hann er samt eiginlega alveg komin með nóg af mér og alvöruleysi mínu…

En sjáum hvað stúlkan gerir næstu dægrin.

Færðu inn athugasemd