Er ekki frá því að það sé rétt…
Held ég hafi slegið þessu öllu upp í kæruleysi og skellt ykkur öllum í meðvirkni, baðað mig upp úr sjálfsvorkunn og gert svo grín að öllu saman: þunglyndi, fótafúa og kílóum sem fara ekki.
Einbeitingin hefur í besta falli verið í lágmarki…
Jamm líklega er það þannig. Best að viðurkenna það.
Prentaði út matardagbók. Já og svo bjó ég til nýja líkamsræktarbók – ógó flotta skal ég skoho segja þér. Ekkert smá ;-). Og ég hef ekkert lést. ´
Sjálfsblekkingin er svo mikil að ég tel mig hafa sýnt aðgát í mataræði, svo ekki sé nú talað um það ofboð að vera búin að brenna 9000 hitaeiningum í þessari viku og annað eins í þeirri síðustu. En ég ætla ekki að gefast upp.
Ég geystist í Bónus og keypt alls konar hollustu og nú skulu vera útbúnar máltíðir upp á punkt og prik. Ég borða áreiðanlega of mikið magn af kjöti og svo þarf að fækka hitaeiningasprengjum enn frekar. Ég ætti að einbeita mér að því að hugsa ekki um mat. Hafa nóg að gera og borða grænmeti út í eitt og passa að fá ávexti til að passa upp á sykurinn.
Sigh… Hef einhvern tímann sagt þetta áður svei mér þá – en svona gengur þetta til.
En ég tók massa mikla þyngd í salnum í dag – er að þyngja töluvert. Það er mjög skemmtilegt. Og það var ekki bara gaman í blaki í gær – það var gjörsamlega klikkað – nú mættu loksins 7 og það er mun miklu einfaldara að spila 3 og 4 en 2 og 3 ;-). Svo liðsheildin skiptir mála í þessu sem öðru. Ógó skemmtilegt. Það eru laus pláss stelpur -fimmtudagur kl 17. Ég get náttúrulega ekki neitt en það er allt í lagi. Maður verður þá bara betri :D.
Jæja gullin mín – við skjáumst. Ég ætla að fara að horfa á sjónvarp og kannski föndra smá en ég efast nú um það – er svooooldið þreytt í fótunum mínum sveru sem mjókka ekki neitt.
Og Baldur þverneitar enn að vera bendlaður við þetta verkefni nema ég fari að vera alvarleg…
Guðbjörg sagði það sama við mig í blakinu í gær – ég ætti ekki að hlægja eða láta aðra hlægja því það skemmdi fyrir. Sem sagt ætti að vera alvarlega for a change…
Já og ég fór til spákonu í gær… Það var nú svei mér fyndið.
Hún sá menntun – vildi að ég færi í Bifröst og svo fannst henni að ég ætti að fara að huga að heilsunni… Það væri komið að því
Híhíhí – kannski hef ég ekkert gert – eigi hreinlega eftir að byrja af alvöru í því að hugsa um heilsuna… Jamm það væri eftir öðru!
