Ofnæmi hvað er nú það ;-)

Ég fór til ofnæmislæknis í gær. Ég er ekki með ofnæmi fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Hann sagði aftur á móti að ég væri augljóslega með viðkæm lungu og það svo aftur gæti orsakað það að maður færi yfir ákveðinn þröskuld og yrði þá harla næmur á ýmsa þætti sem alla jafna myndi bara kalla fram nettan pirring. Ryk væri t.d. algengur hvati þess að fólk yrði ofurnæmt fyrir t.d. frjókornum og hundahári þó það myndi ekki mælast með ofnæmi fyrir því.

Ég sýndi þó svörun á hundahár og katta og kemur mér ekki á óvart en ég þarf að láta blóð úr mér renna í rannsóknartilgangi og fá úr þessu skorið með lungun og svo vildi hann að ég færi til lungnalæknis. Hann þráspurði mig um viðkvæmni í lungum í ættinni og ég þrætti hundrað sinnum fyrir það og mundi ekki eftir neinum nema aumingja Gústu en svo í gærkveldi mundi ég nú eftir afa minum Jóni ekki var hann nú með björguleg lungu blessaður. En nú er ég farin að taka pústin mín reglulega og mér líður strax betur í lungunum sem er harla gott. Svo þarf ég bara að vera eins dugleg að viðra og ryksuga heima eins og í sumar og þá hættir Bjartur minn að pirra mig vænti ég.

Það er allt í voða og vitleysu með soninn minn og ég er alveg að gefast upp. Ég veit ekki hvernig ég á að hjálpa þessum dásamlega dreng til að finna sjálfan sig. Allt sem ég geri virðist fara í hina áttina og virka á verri veg. En það má ekki gefast upp. En mikið óskaplega finnst mér þetta erfitt.

Ég er að fara á blakæfingu, er fín í fótunum – með aðeins eymsli í hjánum og stífleika í mjöðmunum. Ég hef gengið með upphækunarpúða undir hælnum nú í rúma viku og ég finn ekki neinn mun til hins verra – sumir verða verri í bakinu en ég vagga bara minna ;).

Vonandi næ ég að brenna vel í blakinu á eftir – væri gaman að komast í 8000 kal þessa vikuna. Ég hef staðið mig vel í mataræðinu síðustu daga utan tvær pulsur í nótt en gærkveldið var nú ekkert venjulega erfitt þannig að ég átti þær skilið (aftur ekki stríða mér á því að borða kaldar pulsur um hánótt) Er náttúrulega ákveðin klikkun en hey that is me 😉

En nú er ég rokin að galla mig upp – ef ég verð ekki úti hér á leiðinni yfir.

Frá Ingu sem gengur eitt og annað í haginn en annað síður.

p.s Ragnheiður er alsæl í Englandi, litla gullið mitt.

Færðu inn athugasemd