Nú þar sem kexið var svona ógeðslegt þá ákvað mín að fara í sund og synda svolítið. Hélt það væri kannski ekki úr vegi líka að reyna að mýkja vöðvana sem höfðu tekið svona vel á, á föstudaginn ;-). Það var nú meira yndið að ná því að fá harðsperrur – fæ rosasjaldan svoleiðis – miklu oftar að ég verði þreytt í fótunum. Sem sagt maður þarf að halda á spöðunum og verða ekki of værukær.
Ég hef nú vísast ekki náð að brenna blessuðu kexinu en vonandi helmingnum af því rúmlega. Ég nefnilega gleymdi Polla heima og nennti ómögulega að klæða mig til að ná í hann ;-). Enda er ég búin að ná markmiðum vikunnar og rúmlega það. Að baki er nefniilega fyrsta vikan í langan langan tíma sem hreyfingaáformin eru í höfn og í botni í senn.
Okkur var svo boðið í mat í gærkveldi og þetta varð hinn yndælasti dagur. Ég er alveg á útopnu í því að hvíla mig og svei mér ef mér veitir bara nokkuð af því – vonandi næ ég því vegna þess að mér er að batna.
Í dag ætla ég að athuga gardínur, bútasöm og almennt heimilisdrasl. Mæta svo úthvíld í fjörið í næstu viku.
