Helgarfrí og Ragnheiður á ferð og flugi

Oh my god litla barnið mitt er á flugi yfir Atlantshafinu á leið til Totnes í málaskóla (hlekkur). Alein – nema Jósep er með henni. Telst hann með? Lílega verður hann að gera það þar sem þau hafa verið saman í ár og hún hefur varið verulega miklu meiri tíma með honum en mér undanfarið… Ekki veit ég hvað þessi börn eru að gera með að verða fullorðin – en mér finnst það nú samt bara notalegt. Hvert stig hefur sinn sjarma – ja nema kannski unglingsárin með unglingaveikinni… Á eiginlega alveg eftir að sjá sjarmann við þau…
Híhíhí…
En annars er ég í helgarfríi. Ég þarf ekkert að vinna – ég þarf ekki að hafa samviskubit yfir því að þurfa að vinna og nenna því ekki. Ég þarf ekkert að fara, ekkert að gera og ég er alveg ringluð yfir þessu! Mánudagurinn fullundirbúinn – það er snilldin við stöðvarnar, það rennur allt svo ljúft og krakkarnir stjórna för að miklu leyti sjálf. Mér finnst ég vera komin til himna að vera komin með stöðvar aftur. Þvílík snilld ;-).

Ég er slæm í hálsinum, eða svona einhvers staðar þarna. Ætla til læknis á mánudag því annað hvort er ég með bólgna kirtla eða með ofnæmi. Já eða eitthvað ,-) Læknirinn finnur út úr því vænti ég. Vil svona síður verða veik aftur. Hef nú lokið pencilín skammtinum og vont að vera ekki orðin alveg góð.
Ég er með harðsperrur, ég tók svo vel á í efri hluta æfingunum í gær – var með meiri þyngd en áður og ég finn sko fyrir því í brjóstvöðvunum (rakst á þessa síðu um styrktaræfingar– svoldið flott finnst mér hlekkur), biceps og axlarvöðvinum. Svo spilar blaki áreiðanlega þarna inní líka. Nú er rétt að hefja gagngerar endurbætur á sjálfum sér. Borða fyrirpartinn og vera eins og manneskja á kvöldin og næturnar. Alltaf. Ég hef fulla trú á mér núna ég finn að mér líður svo miklu betur þegar ég get verið á fullu í æfingunum. Ég svo sem hef alltaf vitað að það væri mín leið. Auðveldara með að aga mig þeim megin og bregðast við einhverju áti með því að skella mér stuttan sprett á hjólinu eða í lauginni. En til þess þarf að halda fótum góðum, ekki vera með lungnakvef né ofsaþreytu. Híhí

Ég ætla að fara að setja upp saumaaðstöðu í stofunni. Páll er búinn að samþykkja það. Finnst nú alltaf borðstofan notalegust í það en nú ætla ég að prófa stofuna. Fín aðstaða til að hlaða þessu dóti öllu í kringum sig. Það verður sem sagt byrjað snemma að föndra þetta haustið. Næstum á réttum tíma bara.

Ég tók meira að segja til í gær þannig að dagurinn í dag gæti bara verið með ótrúlegum rólegheitum – þó enn séu nú verkefni í tiltektageiranum ;-).

Færðu inn athugasemd