Úff þreytta Inga

Nú þegar maður er búinn að aðhafast margt er náttúrulega ekki nema von að maður sé uppgefinn ;-). Alveg er hún Inga litla dauðuppgefin núna.

Hún er búin að fara í tvo sundleikfimistíma og einu sinni í Styrk þessa vikuna og er á leið í blak á eftir. Það er kenngarþing núna en það verður bara að segjast að konan er alveg komin með upp í háls af kennaraþingum. Veran í KS fór einhvern veginn alveg með neistann…

En hvað um það – ég hef næg verkefni hér í skólanum og það er svo sem enginn svikinn af því að hafa mig í vinnu. Hver verður að lifa sínu lífi og standa undir sjálfum sér sem reynslan hefur kennt honum að best sé.

Ég hef komið vinnu við vefsíður í fastan farveg og vinn við þær http://www.gogg.is/ og http://www.ljosaborg.is/ tvo tíma á viku á fimmtudögum. Ég vona að það skili mér og þeim sem nota síðurnar ágætum árangri.

Í gær var ég að frá því kl sex til kl 20:30 en þá fór ég heim en var ekki sofnuð fyrir eftir miðnætti. Ég er því hálfsvefnvana. En ég er ekki svo mjög slæm í fótunum ;-). Og ég og Sigmar erum búin að gera stofuna ógó fína og það eru skoho farnar að rúlla hér stöðvar út og suður þannig að hverjum manni gæti sundlað af ánægju. Og ég er alsæl – alls konar verkefni í gangi og tómur draumur í gangi.

Það er mikið gott að vinna hérna. Aðstaðan alveg frábær þó húsnæðið sé lítið og vinnuaðstaðan – þessi sameiginlega með minnsta móti.

En nú ætla ég að fara að gera eitthvað gáfulegt. Skjáumst ;-).

Færðu inn athugasemd