Göngugreining og púst


Jæja þá er mín nú svolítið á jafna sig á því að vera alltaf lasin. Enda nýbúin að halda upp á mánaðarafmæli þessarar ,,pestar“. Ég verð nú að viðurkenna það að mín vandræði eru ekki merkileg. Ég er ekki haldin banvænum sjúkdómi – nema náttúrulega þeim pakka að vera í áhættuhóp fyrir allt möguleg, krabbamein, hjartasjúkdóma, heilablóðfall, stoðkerfishrun, sykursýki og þunglyndi svona meðal annars. En ekkert af þessu hrjáir mig svo sem – sem betur fer.

Eitt líffæri öðrum fremur hefur verið hraustara hjá mér – í mínum huga amk og eru það lungun. Ég kem afbragðsvel út í einföldum prófunum en þegar ég lít til baka þá kannski hef ég alltaf verið óttalegur ofnæmispési og viðkvæm fyrir s.s. eins og ryki og kattahárum. Um þrítugt fór svo að bera á gróðurofnæmi og svo við og við ofnæmi fyrir kanínum og hnetum en það hefur svona meira komið og farið.

En það er nú svo að þó það sem að mér er sé bæði ómerkilegt og blessunarlega saklaust þykir mér það alveg vera nóg og á í fullu fangi með að spila úr því. Ég er alveg orðin minnislaus og úthaldið er lítið – þið vitið hvernig þetta er – það er eins og maður fatti hvað maður var lasinn þegar manni batnar. Og nú ætla ég að láta sem mér sé að batna. Ég fékk svo ægilega fín og dýr lyf á miðvikudaginn, var heima á fimmtudaginn og var bara þokkaleg í gær. Ekki góð en þokkaleg. Og miklu betri en ég hef verið.
Ég hef því ákveðið að vera ánæð með að hafa ekkert þyngst þessar hörmungarvikur og stefna bara fram á veginn. Nú eykst mér einbeiting og ég gat lést í fyrra og þá get ég alveg lést núna. Þarf bara að vera dugleg í hreyfingunni, víxla henni og ofgera mér ekki. Fækka svo bombertunum og þá léttist ég um þetta hálfa kíló á viku sem er svo æskilegt.
Ég lenti inn á síðum nokkura kvenna sem hafa farið í magaminnkun – og það er nú meira ofboðið. 50 kg á ári er ekki óalgengt. Ég varð svolítið öfundusjúk og hugsaði með mér að þetta væri nú svei mér stórkostlegur árangur. Ætti ég kannski að velta þessu fyrir mér?
Nei ég hætti ekki á það – ég sé hvernig þarmastytting fór með eina vinu mina og fyrst reductilið hjálpar mér ekki og ég er enn að borða vitlaust þá bara myndi ég gera það þó ég færi í aðgerð. Sem ég líka tel vera alltof mikil inngrip fyrir mig – þó ég sé svo miklu feitari – eða hafi verið en þessar fínu og flottu konur voru þegar þær fóru í aðgerðina.
Nú bít ég bara á jaxlinn – ánægð með að hafa haldið þyngdinni þrátt fyrir þessi veikindi – og horfi bara fram á veginn set mér markmið.
4 kg í september – ég hef enn 2 vikur – og víst er um að ég næ því ekki leikandi létt en ég verð að bíta á jaxlinn og hætt að vera með UNDANLÁTSSEMI.
Matardagbók í fyrramálið
Er annars einhver að hugsa um ball?
Ég fór í göngugreiningu í gær. Hægri fóturinn 1 cm styttri en hinn. Fæ innlegg. Er annars með fínt niðurstig en stuðningur undir ilina kæmi sér vel og það tilheyrir inllegginu þannig að ég er bara í góðum málum. Ekkert tábergssig – merkilega lítið sagði stráksi ;-). Það er sama hvar á það er litið það er ekkert að mér.
Er annars bara góð- fór í Styrk í dag og hreyfði mig smá. Var drusluleg og er langt frá því að vera komin með súrefnisupptökuna í lag.
En nóg um þetta allt. Nú fer ég áreiðanlega að verða skemmtileg og tala um tiltekt og eitthvað svona – ekki meira umræða um kvef. Ég lofa!

Dr Phil segir að ég þurfi að hafa refsingu yfir mér ef ég nái ekki markmiðum mínum. Einvherjar hugmyndir?

Færðu inn athugasemd