Pælið í því – já eða ekki ;-)

5 dl spellt – gjarnan fínt og gróft til helminga
1og hálfur dl þurrristað kókosmjöl
2 rifnar gulrætur
ein og hálf teskeið vínsteinslyftiduft
1 tsk kanill
fjórðungur til hálf tsk himalaya eða sjávarsalt
hrísgrjónamjólk eða önnur mjólk
1 msk möluð hörfræ má líka nota 1 egg
fjórðungur úr dl af kaldpressaðri kókosolíu
einn og hálfur agave síróp

holy moly hvar hef ég verið. Vitið þið hvað kemur út úr þessu ef þessu er blandað saman eftir ákveðnum reglum, vafið og bakað – Blóma múffur!

Gulrætur hef ég séð – og ég hef svo sem séð spelt, en aldrei vitað hvort það væri gróft eða fínt. Jú og kókosmjöl hef ég nú líka handleikið og vitað um kókosólíu í nokkurn tíma… og hörfræ en annað – annað er mér bara algjörlega ókunnugt!

Sem náttúrulega þýðir að ég á ýmislegt eftir að læra. Verð ég ekki bara að standa vel og lengi fyrir framan vörurnar frá Sollu í Bónus og fara svo í Heilsubúðina ef ekki vill betur?

Maður verður að segja bless við ólifnaðinn og hætta að hugsa um allt sem manni finnst svo gott og maður getur ekki verið án! Híhí ekki málið að buna þessu út úr sér!

Ok ég hef verið ógeðslega lasin og verið að skipta um vinnu og allt og því ætla ég bara að vera fegin að ég hafi ekki þyngst. Nú þarf ég bara að hætta allri UNDANLÁTSSEMI.

Við Palli gerðum svoldið frábært um helgina. Við fengum leigðan bústað og vorum í sólarhring í algjörri afslöppun – ekkert nema að hvíla sig já og hósta ;-). Frábært. Ég er alveg endurnærð.

Ætla sko ho að gera þetta aftur sem fyrst. Geggjað að komast aðeins upp úr hjólförunum.

Nú og svo fór ég í Styrk en ég treysti mér ekki í sundleikfimi í morgun (dj verður erfitt að vakna maður!!!). Ég fann fyrir hnjánum í dag og fékk rosalegan krampa frá mjöðm og niður í hnéð að framan eftir brennsluna – fyrir utan að aumingja lungun mín voru alveg í spreng. En ekki eins rosalegt og á föstudaginn. Ég hélt ég myndi drepa mig. Úff ætla að passa mig aðeins meira í framtíðinni ;-).

Sem sagt vínsteinslyftiduft (hvernig getur 1 tsk af lyftidufti í 8 bolla af hveiti verið nóg til að hafa slæm áhrif á mann – vá hvað þetta er eitrað efni mar!!!). er málið. – já eða ekki. Þetta er náttúrulega ekki hægt þetta heilsufár – come on. En væri ekki bara gott að fljóta með og verða vínsteinslyftidufts aðdáandi númer eitt!

Lof jú – farin að fara yfir heimanám blessaðra barnanna en ég kom með hana heim svo ég gæti nú farið í styrk áður en framhaldsskólasprengjan kæmi.

Ég er bara svoldið ánægð með mig í dag. Þetta er allt á réttri leið!

Þegar ég sló in vínsteinslyftiduft kom m.a. mynd af Bart Simpson en líka þessi frábæra uppskrift að Döðlutertu – vel þess virði að fara að hugsa um eitthvað annað en karamellur og kókosbollur ;-). Á þessari síður eru líka alls konar aðrar uppskriftir oh yeah

Færðu inn athugasemd