Nú fer líf mitt áreiðanlega að færast í sant lag! Ég er komin í vinnuna árla á laugardagsmorgni. Þetta hlýtur allt að vera að koma ;-). Svo er bara að sjá hvort ég geri eitthvað gáfulegt. Það væri náttúrulega alveg idealt skoho!
Nú þar sem viðfangsefni mitt er að hugsa um UNDANLÁTSSEMI og viðbrögð mín við minni eigin þá keypti ég mér ekki hnetustykki en ég fékk mér snakkflögur og vínber í morgunmat. Ég verð því að bíða með að eta þar til nokkuð er liðið á morguninn því í þessum eina bolla af flögum var töluvert af hitaeiningum sigh….
En sem sagt það eru viðbrögð við undanlátsseminni sem gilda fyrst henni var beitt in the first place….
Gott að Kimi meiddi sig ekki í aðdraganda Ascari beygunnar á Monza þegar bíllinn hans bilaði með þeim afleiðingum að hann tættist utanaf honum en jamm sem sagt – gott að Kimi minn er heill.
Framhaldssagan um Pál heldur áfram – hann kemur áreiðanlega ekki fyrr en um miðjan dag eða þaðan af síðar. Áhafnir þurfa víst að hvíla sig eitthvað eftir næturbrölt frá s.s. eins og Egilsstöðum en þangað fóru vélar frá Danmörku sem áttu að lenda í Vogum. Já þokan er ekkert grín.