Ég er búin að vera lasin í ansi langan tíma. Þá er nú svo sem ekki endilega víst að maður sé í toppformi andlega – þeas þegar maður er svona mikill auli eins og ég. Og þá kannski ætti maður ekki að vera að taka ávkarðanir um hverju maður nennir og hverju ekki…
…það er svo sem ekki möguleiki að snúa við. En það er hægt að hægja og stoppa jafnvel – skoða útsýnið.
Ég er áreiðanlega bara að því núna. Læt mér batna – viðurkenni að ég næ ekki sex kílóunum. Sem þýðir að ég verð að gefa betur í þegar mér er batnað. Ég er ekki viss um að ég komist í vinnuna á morgun. Líklega væri gáfulegast að fara ekki miðað við ástandið á minni í dag.
En við skulum sjá til. AMK fer ég ekki í sundleikfimina í fyrramálið – ekki eins og öndunin gengur fyrir sig í augnablikinu.
Fer ég ekki bara að verða góð – stunda einhver áhugamál… Bútasauml lestur, nám jafnvel… Já eða taka til í húsinu HAha ha ha verður nú seint áhugamálið mitt.
Palli kemur alkominn á föstudaginn – svei mér þá hvað það verðu gaman að vera aftur tvö. Ég er eiginlega alveg komin með nóg af því að vera svona ein að stússast í öllu.
Leitaði að matreiðslubókum í Nóatúni – að sjálfsögðu engin til. Alltaf eins þetta helv… kaupfélag ;-).
