Bókasafnið og allt

Ætli ég sé að verða eitthvað líka sjálfri mér?

Er farin að hugsa um nám… (úff)

Bútasaum…

Fór á bókasafnið (er reyndar mjög ólíkt mér) og kom með heilan poka af alls konar uppskriftabókum, ræktaðu sjálfa þig bækur og guð má vita hvað fleira 😉

(nú er bara að skila aftur)

Fór og keypti aðra innisnúru – lifi greinilega svo annasömu lífi að ég kemst ekki yfir að þvo allan þvott í miðri viku og vantar því þurrkpláss.

Fékk mér Hörð Torfa og AstaZan, Build up og brennslutöflur. Það stóð ekkert á þeim um að ég mætti ekki taka þær á meðan ég væri á innöndunarlyfjum – en ég þarf að athuga það – ég má alls ekki taka þær sem fást í Styrk með þeim. Sjáum til

Hér kemur smá leirburður í kjölfar endalausra umræðna minna um að gefast upp og tiltal og hnuss Baldurs í kjölfarið ;-).

Í lífsins ólíku gæði
Inga er alveg heft
Þó fær hún varla bæði
Haldið þeim og sleppt

Nammi, ís og heilsurækt
Þykir henni nokkuð flott
Heilsuátak harla frægt
Er nú ekki orðið gott?

Magaaðgerð salla fín
Flíkur myndu lafa
Baldur litli undan hrín
endalausum vafa

,,Hertu þig nú stúlkukind
Ekki meira væl!
Í Toppsports heilsulind
Stattu þig með stæl!”

,,Melónur og jarðaber
Borða skalt um nótt
Hættu nú að vera sver
Og fáðu mittið mjótt.”
IE lok sept. 2007

Einu sinni sendi Baldur mér þessa og hlaut bloggið nafn sitt af henni í nokkurn tíma, Inga óhugsandi 😉

Ingveldur Eiríksdóttir er
eins og eplakaka úr sandi
agúrkum og engifer
já alveg óhugsandi

Tíhí það er stundum svoldið gaman hjá okkur 😉 en hann er samt eiginlega alveg komin með nóg af mér og alvöruleysi mínu…

En sjáum hvað stúlkan gerir næstu dægrin.

Af virðingu og alúð

…ætti ég að umgangast sjálfa mig. Og lífsstílsbreytinguna mína! Ég ætti að minnsta kosti að fara að taka þessu af einhverri alvöru – segir Baldur skvaldur…

Er ekki frá því að það sé rétt…

Held ég hafi slegið þessu öllu upp í kæruleysi og skellt ykkur öllum í meðvirkni, baðað mig upp úr sjálfsvorkunn og gert svo grín að öllu saman: þunglyndi, fótafúa og kílóum sem fara ekki.

Einbeitingin hefur í besta falli verið í lágmarki…

Jamm líklega er það þannig. Best að viðurkenna það.

Prentaði út matardagbók. Já og svo bjó ég til nýja líkamsræktarbók – ógó flotta skal ég skoho segja þér. Ekkert smá ;-). Og ég hef ekkert lést. ´

Sjálfsblekkingin er svo mikil að ég tel mig hafa sýnt aðgát í mataræði, svo ekki sé nú talað um það ofboð að vera búin að brenna 9000 hitaeiningum í þessari viku og annað eins í þeirri síðustu. En ég ætla ekki að gefast upp.

Ég geystist í Bónus og keypt alls konar hollustu og nú skulu vera útbúnar máltíðir upp á punkt og prik. Ég borða áreiðanlega of mikið magn af kjöti og svo þarf að fækka hitaeiningasprengjum enn frekar. Ég ætti að einbeita mér að því að hugsa ekki um mat. Hafa nóg að gera og borða grænmeti út í eitt og passa að fá ávexti til að passa upp á sykurinn.

Sigh… Hef einhvern tímann sagt þetta áður svei mér þá – en svona gengur þetta til.

En ég tók massa mikla þyngd í salnum í dag – er að þyngja töluvert. Það er mjög skemmtilegt. Og það var ekki bara gaman í blaki í gær – það var gjörsamlega klikkað – nú mættu loksins 7 og það er mun miklu einfaldara að spila 3 og 4 en 2 og 3 ;-). Svo liðsheildin skiptir mála í þessu sem öðru. Ógó skemmtilegt. Það eru laus pláss stelpur -fimmtudagur kl 17. Ég get náttúrulega ekki neitt en það er allt í lagi. Maður verður þá bara betri :D.

Jæja gullin mín – við skjáumst. Ég ætla að fara að horfa á sjónvarp og kannski föndra smá en ég efast nú um það – er svooooldið þreytt í fótunum mínum sveru sem mjókka ekki neitt.

Og Baldur þverneitar enn að vera bendlaður við þetta verkefni nema ég fari að vera alvarleg…
Guðbjörg sagði það sama við mig í blakinu í gær – ég ætti ekki að hlægja eða láta aðra hlægja því það skemmdi fyrir. Sem sagt ætti að vera alvarlega for a change…

Já og ég fór til spákonu í gær… Það var nú svei mér fyndið.

Hún sá menntun – vildi að ég færi í Bifröst og svo fannst henni að ég ætti að fara að huga að heilsunni… Það væri komið að því

Híhíhí – kannski hef ég ekkert gert – eigi hreinlega eftir að byrja af alvöru í því að hugsa um heilsuna… Jamm það væri eftir öðru!

Ofnæmi hvað er nú það ;-)

Ég fór til ofnæmislæknis í gær. Ég er ekki með ofnæmi fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Hann sagði aftur á móti að ég væri augljóslega með viðkæm lungu og það svo aftur gæti orsakað það að maður færi yfir ákveðinn þröskuld og yrði þá harla næmur á ýmsa þætti sem alla jafna myndi bara kalla fram nettan pirring. Ryk væri t.d. algengur hvati þess að fólk yrði ofurnæmt fyrir t.d. frjókornum og hundahári þó það myndi ekki mælast með ofnæmi fyrir því.

Ég sýndi þó svörun á hundahár og katta og kemur mér ekki á óvart en ég þarf að láta blóð úr mér renna í rannsóknartilgangi og fá úr þessu skorið með lungun og svo vildi hann að ég færi til lungnalæknis. Hann þráspurði mig um viðkvæmni í lungum í ættinni og ég þrætti hundrað sinnum fyrir það og mundi ekki eftir neinum nema aumingja Gústu en svo í gærkveldi mundi ég nú eftir afa minum Jóni ekki var hann nú með björguleg lungu blessaður. En nú er ég farin að taka pústin mín reglulega og mér líður strax betur í lungunum sem er harla gott. Svo þarf ég bara að vera eins dugleg að viðra og ryksuga heima eins og í sumar og þá hættir Bjartur minn að pirra mig vænti ég.

Það er allt í voða og vitleysu með soninn minn og ég er alveg að gefast upp. Ég veit ekki hvernig ég á að hjálpa þessum dásamlega dreng til að finna sjálfan sig. Allt sem ég geri virðist fara í hina áttina og virka á verri veg. En það má ekki gefast upp. En mikið óskaplega finnst mér þetta erfitt.

Ég er að fara á blakæfingu, er fín í fótunum – með aðeins eymsli í hjánum og stífleika í mjöðmunum. Ég hef gengið með upphækunarpúða undir hælnum nú í rúma viku og ég finn ekki neinn mun til hins verra – sumir verða verri í bakinu en ég vagga bara minna ;).

Vonandi næ ég að brenna vel í blakinu á eftir – væri gaman að komast í 8000 kal þessa vikuna. Ég hef staðið mig vel í mataræðinu síðustu daga utan tvær pulsur í nótt en gærkveldið var nú ekkert venjulega erfitt þannig að ég átti þær skilið (aftur ekki stríða mér á því að borða kaldar pulsur um hánótt) Er náttúrulega ákveðin klikkun en hey that is me 😉

En nú er ég rokin að galla mig upp – ef ég verð ekki úti hér á leiðinni yfir.

Frá Ingu sem gengur eitt og annað í haginn en annað síður.

p.s Ragnheiður er alsæl í Englandi, litla gullið mitt.

Eitt og annað og aðallega ekki neitt

Ég fór á bíó í gær. Sem er vel að merkja nokkuð sem ber til tíðinda í mínu lífi en við Páll fórum á Veðramót í gærkveldi – kl 22:10 og hún hefur áreiðanlega ekki byrjað fyrir en 22:30. Ég vildi endilega drífa mig því ég var næsta viss um að annars myndi ég ekki fara – það er svolítið minn stíll.

Þessa mynd vil ég hins vegar fyrir alla muni sjá. Bæði hefur hún fengið góða dóma og eins er Duna ein af aðalmanneskjunum í minni bernsku – sem sýnir hvað smásamvera getur gert mikið fyrir mann – endist manni ævina.

Duna kom á Þingvöll og var hjá okkur veturpart og fram á sumar ef ég man rétt. Tíminn er annars óræður en árið var áreiðanlega á bilinu 72 – 74. Ég man nú ekki hvort ég var mikið með henni en amk man ég að hún gaf mér brúnan flauelisanorakk sem ég var í árum saman og grét fögrum tárum þegar ekki var hægt að bjarga honum frekar með hekluðum bótum. Ég man líka eftir því hvað hún var ræðin og skemmtileg og að hún reykti pípu og hún átti þennan makalausa föður sem ég fór mjög ung bókstaflega að dýrka.

Einu sinni kom Halldór í heimsókn til okkar í rauða húsið á Selfossi. Ég sat allan tímann í trans og hlustaði á manninn. Ég hefði ekki orðið upprifnari og hrifnari þó ég hefði séð Gandhi.

Mér var einu sinni boðið í viku að Laxnesi og ég gleymi aldrei þeim tíma. Dúkkusafninu hans Halldór – ég fékk meira að segja eina dúkku úr því, flísunum í anddyrinu og stiganum upp á loft. Sundlauginni og kyrrðinni. Ég sat stundum inni hjá honum og las. Það var virkilega gefandi dvöl man ég þó ég hafi ekki verið há í loftinu. Duna hefur áreiðanlega staðið fyrir því heimboði. Sigga systir hennar sendi mér jólakost og á því var mynd af Auði og í dag passa ég mig á því að lesa allar bækurnar hennar Auðar. Það er því ekki nema von að Duna sé mér hugleikin – margt sem tengist henni. En mest og best man ég hvað hún var mér óendanlega góð og hvað hún nennti að tala við mig og ganga með mér. Mér fannst svo mikið til mín koma þegar ég var með henni – hún lét mér líða eins og ég væri svoldið merkileg manneskja ;-).

Annars er það að frétta af Ingveldi að hún heldur kúrs nokkuð vel. Hætt að borða í mötuneytinu og fær sér bara skyr.is og hrökkbrauð og eitthvað svona. Það er of fitandi matur í mötuneytinu fyrir svona kerlingu eins og mig. Ég hef aukið grænmetisskammtinn en hann var áreiðanlega orðinn sérkennilega lítill þó ég borði alltaf eitthvað grænmeti á degi hverjum.

vonandi skilar þetta og hreyfing 5 sinnum í vku mér því að ég fari að léttast á ný.

Ég fór til ofnæmislæknis í dag og ég er ekki með ofnæmi fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Nema hvað ég syndi svörun við katta og hundahárum – nokkuð sem ég finn nú bara á eigin skinni.

Læknirinn sagði hins vegar að miðað við sögu mína þá virtist þetta vera eins og ég held. Það er einhver viðkvæmni í lungunum -astmi sem svo gýs upp við eitthvað áreiti svo sem eins og rykið í Sunnulæk í vor og sumar. Við það fer líkaminn yfir ákveðinn þröskuld og aðrir þættir í umhverfinu fara að angra mann s.s. eins og gróður og hundurinn ;-).

Hann vill hins vegar senda mig í ítarlega blóðrannsókn og best þætti honum að ég færi til lungnalæknis því það virðist vera eitthvað undirliggjandi sem er að hrekkja mig. Ég skil ekkert hvað það er en ég er alveg sammála honum því mér logsvíður í lungun og er hreint ekki með sjálfri mér – en ég get líka verið duglegri að taka Brykanilið og hitt þarna steradótið sem ég gleymi alltaf ;-). Nú ætla ég að vera dugleg að taka það reglulega og svo gæti ég farið á fyrirbyggjandi ofnæmislyf sem ætti að hjálpa mér á meðan ég er að komast yfir þetta.

Sem sagt sem fyrr er ekkert að Ingveldi sem betur fer ;-). Það er sama í hvaða próf ég fer – það er blessunarlega alltaf staðfesting á því að í raun er ég heilbrigðasta fitubolla á Íslandi.s

En nú ætla ég að vera dugleg að hugsa um mataræðið.

Grænmeti, ekkert brauð, mikið af skyri og fá sykurinn úr ávöxtum.

Hreinsa vel og reglulega til heima hjá mér, ryksuga á hverjum degi og skipta oft um á rúmunum ef Bjartu skyldi nú skjótast þangað og velta sér og nudda ;-).

Pönnukökur

Kex í gær -pönnukökur í dag… Mig langaði svo í eitthvað sætt og fannst kannski að ég ætti ekki að kaupa mér nammi – þó ég væri alveg til í að hafa nammidag í dag… Nú það er í sjálfu sér í lagi nema hvað ég borðaði áreiðanlega 8 –já eða 10…

Hjóla á eftir? Það gæti leyst eitthvað af orkunni úr læðingi. Ég verð að ná árangri í þessum verkum mínum, nú er komið nóg af kyrrstöðu. Nú er komið nóg og því ætti ég að fara að hjóla á eftir – ég bara verð að fara að léttast sjálfsvirðingar minnar vegna. Maður getur ekki verið að setja sér markmið og ALDREI náð þeim – ja eða breytt þeim eftir behag …

Er búin að gaufa í dag og ekki leiðst það nokkurn hlut ;-). Hélt ég myndi byrja að föndra en ég fór nú ekkert í það. Það gerist hvað úr hverju.

Sundleikfimi og Styrkur á morgun. Allt í góðu bara ha hu hummmm

Viðbragðsáætlun

Nú þar sem kexið var svona ógeðslegt þá ákvað mín að fara í sund og synda svolítið. Hélt það væri kannski ekki úr vegi líka að reyna að mýkja vöðvana sem höfðu tekið svona vel á, á föstudaginn ;-). Það var nú meira yndið að ná því að fá harðsperrur – fæ rosasjaldan svoleiðis – miklu oftar að ég verði þreytt í fótunum. Sem sagt maður þarf að halda á spöðunum og verða ekki of værukær.

Ég hef nú vísast ekki náð að brenna blessuðu kexinu en vonandi helmingnum af því rúmlega. Ég nefnilega gleymdi Polla heima og nennti ómögulega að klæða mig til að ná í hann ;-). Enda er ég búin að ná markmiðum vikunnar og rúmlega það. Að baki er nefniilega fyrsta vikan í langan langan tíma sem hreyfingaáformin eru í höfn og í botni í senn.

Okkur var svo boðið í mat í gærkveldi og þetta varð hinn yndælasti dagur. Ég er alveg á útopnu í því að hvíla mig og svei mér ef mér veitir bara nokkuð af því – vonandi næ ég því vegna þess að mér er að batna.

Í dag ætla ég að athuga gardínur, bútasöm og almennt heimilisdrasl. Mæta svo úthvíld í fjörið í næstu viku.

Kex – verkfæri djöfulsins

Haldið þið að það séu ekki 81 kaloría í einu HOMEBLEST KEXI!!!!!!!1

Christ eins gott ég borða þetta ekki oft. Og ég hef innbyrgt 450 kal af þessum fjanda – fimm kex-kökur. OHMYGOD

Ég hefði nú viljað eitthvað djúsiara en það!

Ég borða aldrei kex framar! Það er spreðsla á hitaeiningum. Og ég ætla að reyna að gá að hitaeiningum ÁÐUR en ég borða þær!

Helgarfrí og Ragnheiður á ferð og flugi

Oh my god litla barnið mitt er á flugi yfir Atlantshafinu á leið til Totnes í málaskóla (hlekkur). Alein – nema Jósep er með henni. Telst hann með? Lílega verður hann að gera það þar sem þau hafa verið saman í ár og hún hefur varið verulega miklu meiri tíma með honum en mér undanfarið… Ekki veit ég hvað þessi börn eru að gera með að verða fullorðin – en mér finnst það nú samt bara notalegt. Hvert stig hefur sinn sjarma – ja nema kannski unglingsárin með unglingaveikinni… Á eiginlega alveg eftir að sjá sjarmann við þau…
Híhíhí…
En annars er ég í helgarfríi. Ég þarf ekkert að vinna – ég þarf ekki að hafa samviskubit yfir því að þurfa að vinna og nenna því ekki. Ég þarf ekkert að fara, ekkert að gera og ég er alveg ringluð yfir þessu! Mánudagurinn fullundirbúinn – það er snilldin við stöðvarnar, það rennur allt svo ljúft og krakkarnir stjórna för að miklu leyti sjálf. Mér finnst ég vera komin til himna að vera komin með stöðvar aftur. Þvílík snilld ;-).

Ég er slæm í hálsinum, eða svona einhvers staðar þarna. Ætla til læknis á mánudag því annað hvort er ég með bólgna kirtla eða með ofnæmi. Já eða eitthvað ,-) Læknirinn finnur út úr því vænti ég. Vil svona síður verða veik aftur. Hef nú lokið pencilín skammtinum og vont að vera ekki orðin alveg góð.
Ég er með harðsperrur, ég tók svo vel á í efri hluta æfingunum í gær – var með meiri þyngd en áður og ég finn sko fyrir því í brjóstvöðvunum (rakst á þessa síðu um styrktaræfingar– svoldið flott finnst mér hlekkur), biceps og axlarvöðvinum. Svo spilar blaki áreiðanlega þarna inní líka. Nú er rétt að hefja gagngerar endurbætur á sjálfum sér. Borða fyrirpartinn og vera eins og manneskja á kvöldin og næturnar. Alltaf. Ég hef fulla trú á mér núna ég finn að mér líður svo miklu betur þegar ég get verið á fullu í æfingunum. Ég svo sem hef alltaf vitað að það væri mín leið. Auðveldara með að aga mig þeim megin og bregðast við einhverju áti með því að skella mér stuttan sprett á hjólinu eða í lauginni. En til þess þarf að halda fótum góðum, ekki vera með lungnakvef né ofsaþreytu. Híhí

Ég ætla að fara að setja upp saumaaðstöðu í stofunni. Páll er búinn að samþykkja það. Finnst nú alltaf borðstofan notalegust í það en nú ætla ég að prófa stofuna. Fín aðstaða til að hlaða þessu dóti öllu í kringum sig. Það verður sem sagt byrjað snemma að föndra þetta haustið. Næstum á réttum tíma bara.

Ég tók meira að segja til í gær þannig að dagurinn í dag gæti bara verið með ótrúlegum rólegheitum – þó enn séu nú verkefni í tiltektageiranum ;-).