Við erum enn að mála þetta blessaða hús híhí – sem betur fór vissi ég ekkert að maður væri svona lengi að mála þetta blessaða hús. Maður er kannski heldur ekkert svo lengi að því ef maður væri að mála í sama lit en við erum að breyta litlnum á vindskeiðunum og þakkanntinum líka – og svo eru pallarnir drjúgir maður minn. En þetta er ægilega skemmtilegt.
Nú er allt vitlaust hjá McLaren í Formúlunni, njósnir og Alonso og Hamilton í stríði. Ætli eitt og eitt fyllerí hjá Kimi sé ekki bara umvafið rósrauðum bjarma hjá þeim Dennist og Whitmarsh í minningunni. Híhí…. Það er ekki auðvelt að vera á sigurbraut alltaf hreint.
Palli er í Miðengi að jafna sig eftir nóttina og gærkveldið eftir sönginn vænti ég – ja nema vagninn sé fokinn á haf úr :-).
En nú er ræsing….
