Hugsi hugsi hugs

Nú hafa stórmerkilegir hlutir gerst. Ég er farin að hugsa allskonar! Ég hef ekki hugsað neitt – bara upplifað í áreiðanlega tvö ár – ég bara hreinlega hugsaði aldrei neitt. Ég bara upplifði og var og gerði – og var svo alveg undrandi ef ég náði að viðra sömu skoðunina tvisvar – var svo ístöðulítil og ringluð að mér fannst eins og ég væri ófær um að hafa sannfæringu eða skoðanir sem héldust hinar sömu í viku eða lengur!

En nú er ég sem sagt farin að hugsa. Ég labbaði t.d. á eftir strák í Horninu í dag sem var svona eins og 12-13 ára. Hann var í svoooo stórum skóm að sérstaka eftirtekt vakti. Það flaug allt í einu í gegnum huga minn – hvað skyldu menn halda 100 ár héðan í frá sem sæu mynd af þessum furðufyrirbærum. Til hvers voru drengir í svona stórum skóm um hábjartan dag úti í búð? Þægilegt – varla því hann þurfti að lyfta fótunum verulega hærra en meðalgönguskór krefjast, ódýrir? nei nei nei nike körfuboltaskór eru skoho ekki það ódýrasta sem þú færð. Flott? Hmmmmm líklega… En skynsamlegt – aldrei!

Það er raunar margt skrítið sem við gerum. Göngum á göngubretti inni í illa lyktandi og ekki sérlega huggulegri líkamsrætarstöð í staðinn fyrir að fara út og berjast á móti vindinum og brenna mun meiru og fá þar að auk ferskt loft og birtu inn að beini. Svoldið skrítið verð ég að segja…

Ég sagði svo sem aldrei að ég væri að hugsa neitt gáfulegt ;-).

Ég stefni á vinnu á morgun þó ég sé nú ekki alveg eins og ég vildi vera – . En ég nenni þessu ekki lengur.

Af mataræði er það að frétt að ég borða of mikið af vínberjum og bláberjum… Borða engan sykur – nada. Borða líklega um 500 gr af grænmeti á dag. Borða of mikið af fitu. Drekk of lítið vatn og of mikið Light. Hreyfi mig ekki nóg en það kemur nú í næstu viku – það er skoho klárt.

Búin að stofna blaklið – já þetta áttum við Sigurlín eftir! Æfingar á fimmtudögum kl 17:00 Enn er pláss fyrir liðsauka reikna ég fastlega með ;-). Þetta verður vonandi voða skemmtilegt. Það gerir bara hver eins og hann getur ;-).

2 athugasemdir á “Hugsi hugsi hugs

  1. Hvaða rugl er þetta kona!! Hugsar ekki neitt…. hefur þú ekki lesið í gegnum bloggið þitt nýlega?? Ég veit ekki betur en að hausinn á þér sé stundum alveg við það að springa vegna hugsana-hamagangs! Þó að maður sé ekki að finna upp hjólið á hverjum degi þá má svona mikið-þenkjandi-kona segja svona!!!Haltu bara áfram að hugsa jákvæðar hugsanir og smælaðu framan í heiminn.Annars er ég flutt aftur á klakann og gisti m.a.s. í Grímsnesinu góða í seilingarfjarlægð frá Borg fyrir stuttu. Spilaði golf á Kiðjabergsvellinum og naut íslenskrar náttúru eins og hún gerist best. knús og kreistErla Íslendingur

    Líkar við

  2. Ég hef reyndar oft velt því fyrir mér hversu heimskulegt það er að hanga inni í líkamsræktarstöðvum þegar maður gæti labbað beint út um dyrnar heima hjá sér og fengið nánast sömu hreyfingu með því að taka hálftíma labbitúr/skokk og eins og þú segir, fengið þar að auki ferskt loft og sólarljós eða birtu. Fyrir utan tímann sem það tekur aðkoma sér í líkamsræktarstöðina, skipta um föt og það allt.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd