ATSHJÚ

og svo aftur svoldið meira atshjú… Er heima að ná úr mér þessu kvefi. Það á sem sagt að gerast í dag Ég held það séu komnar að verða þrjár vikur – kannski bara tvær síðan ég varð kvefuð – ætli það geti ekki bara talist ágætt. Ég held að nefinu á mér geti alveg fundist það – en því gjörsamlega blöskrar meðferðin. …og er orðið hið rauðasta að nefinu hans Rúdólfs undanskildu.

Mér tókst að senda út blakpóstinn áðan – fínt að dunda sér í því búa til póstlistann og svona á milli þess sem maður snýtir sér. Híhí

Þórunn vina min lánaði mér svona bakka undir pillur- en ég tek MJÖÖÖÖÖÖG margar pillur – ótrúlega margar miðað við hvað ég er fullkomlega heilbrigð kona ;-). Uss fuss ég held ég fari að endurskoða þetta eitthvað Þetta er bara ekki í lagi:

Morgun

1 blóðþrýstingspilla

Omega 3 hylki

Ofnæmistöflu

Sýklalyf vegna sýkingar í öndunarvegi – vegna ofnæmis

AstaZan

Miður dagur

Meira Astazan
Reductil – fitubollupillurnar

Kvöld

Meiri ofnæmistöflu – tek bara eina á dag um leið og mér batnar aðeins
Brycanil
Norgesic og Voltaren svo ég verði nú ekki slæm í fótunum – tímabundinn kúr vona ég
Meira Astazan (þrjár á dag til að byrja með)
Sýklalyf við sýkingunni í öndunarveginum.

HALDIÐ ÞIÐ AÐ ÞAÐ SÉ!

Ég hlakka mjög mikið til að hætta að taka ofnæmislyfið – og svo verð ég nú ekki lengi enn á Norgesicinu – fer að sjá til hvort ég verði ekki bara góð án bólgueyðandi lyfja.

En sumt af þessu er nú svona náttúrulækninga eitthvað ;-). Innan tíðar tek ég bara þau lyf og svo blóðþrýstingstöfluna – hitt er bara eitthvað svona skuggalega tilfallandi.

En jámm nú ætla ég að leggja mig því ég þarf að láta mér batna og ég er orðin mjöööög þreytt og uppgefin.

2 athugasemdir á “ATSHJÚ

  1. Vona þú náir þessari kvefdrullu úr þér fljótt. Labbaði framhjá húsinu þínu um daginn, bara flott!!Ofsa gaman að hitta þig í nóatúni um daginn, kveðja Steinunn

    Líkar við

Færðu inn athugasemd