Góður gír

Ég er barasta í góðum gír. Ég fer að verða búin að finna taktinn í vinnunni – hvernig þetta leggst allt saman. Örlítið farin að þekkja börnin og stundaskrána.

Eftir að hafa íhugað að demba mér í það að hætta að vera líkamsræktartröll hef ég nú ákveðið að snúa mér heldur að því að hlú að skessunni ;-). Henni veitir ekkert af góðu atlæti greyinu.

Styrkur tvisvar í viku – sundleikimi tvisvar í viku að morgni og ein blakæfing – á fimmtudögum kl 17 eða 17:30 stelpur – eruð þið ekki game – Villa þú kemur með myndir af fyrstu hugmyndum að búningum.

Mér finnst eins og af mér sé létt stórum grjóthnullingi – svipuðum þeim og var fyrir hellinum hjá Jesú um árið held ég bara. Enda þurfti ekkert minna en kraftaverk til þess að færa hann til. Upprisin vonandi bara konan.

Ofnæmiskonan – aumingja ég – alltaf hnerrandi – aum í nefinu, þrútin augu og allt í volli – en í svona ógnarinnar góðum gír.

Sakna ykkar allra – Ásta Björk – hef hringt 8 miljón sinnum í heila viku – plís farðu að fá þér gsm síma – þetta var svo notalegt þessa daga sem þú hafðir hann alltaf við höndina (þarf endilega að finna minn ;-)). Vilborg – þú þarft að fá þér frí frá heimilinu og náminu og kemur því í heimsókn hið fyrsta til mín og Sigurlín þurfum við ekki að semja einhver leikkerfi?

Ég er búin að fá húsið – sundlaugina og ég veit ekki hvað og hvað. Nú völtum við yfir þetta blak stelpur. Mikið hlakka ég til. Sigurveig – þú gætir kannski bara komið á hjólastólnum – svona rétt á meðan þú ert að jafna þig eftir aðgerðina ;-).

Á laaaaaaaaaaaaangt í land með 6 kg frá því 12. júlí – lengra en í síðustu viku en það er ekkert að marka það mar – er ekki hægt að fá einhver þvagræsilyf og éta bara sveskjur út í eitt? Alltaf hægt að fiffa svona til híhíhí

Lofja

Færðu inn athugasemd