Ég held að nef hafi ekki verið til þess gerð að nudda þau híhíhí
Mitt er amk alveg að detta af vegna þess verknaðar. Það er rautt, þrútið og illa útlítandi greyið. Dæmigert ofnæmiskvef hjá minni hrjáir það – er samt að skána í lungunum eftir að ég fór á fullan skammt af ofnæmispillunum. Við skulum sjá hvort þetta sé ekki allt að lagast – verður bið á því að ég fari í þennan Sunnulækjarskóla samt… Rykmettaðan og ofnæmisvaldandi risabygging. Enda þarf ég ekkert að fara þangað. Ekki frekar en ég vil…
Ég var eitthvað að skoða mig um á toppsport.is – gá hvort það væru margir tímar hjá þeim kl 17 á mánudaginn – en þá á ég víst að vera þar að vigta mig… Með honum Baldri… Finnst það ekki góður tími – stundum svoldið mikið að gera um það leyti… Jamm, en það eru engir tímar byrjaðir. En sem sagt þar sem ég svipaðist um á síðunni þá rak ég augun í að Styrkur heitir sem sagt Toppsport heilsulind og ég bara gat eiginlega ekki annað en farið að hlæja ég segi það satt.
Heilsulind er í mínum huga staður þar sem maður sækir andlega næringu um leið og sú líkamlega ræður ríkjum, lind er vísun í rólegheit, uppsprettu einhvers góðs – fallegur staður sem veitir manni vellíðan vegna þess.
Ekki eitthvað sem mér dettur í hug í Toppsporti – onei. Klósettið er með brotna dyraumgjörð, læsingin ónýt og læst með loku – límslettur á gólfinu í búningsherberginu sem eru orðnar svartar af óhreinindum – ekki eins og sá sem eigi Toppsport eigi heilt hreingerningafyrirtæki MOPPUNA. Sem mér finnst reyndar hæpin meðmæli því það verður seint sagt um toppsport að þar sé vel þrifið. Tækin oft löðrandi í ryki og mold. Gólfin ómáluð, vantar gólflista, maður verður að horfa á bíóauglýsingar daginn út og inn, sjónvarpsskjáir en enginn búnaður til þess að heyra hvað er sagt – gjarnan 1-3 tæki bilið, lhandóðin eins og þau hafi lenti í skipsskaða, engin loftræsting – og ég gæti vísast haldi áfram nokkuð enn…
Það er ekki sérstakur glæsibragur yfir þessari líkamsræktarstöð – það væri synd að segja það. Ekki svona eins og í aulýsingunum. Það er heldur ódýrara að vera í Toppsporti en t.d. Worldclass – munar um 2000 á mánuði á mánaðarpassa en murinn er eitthvað minni í árskortum. Með Worldclass miðum er frítt í Laugardalslaugina. Svoldill munur á ajðstöðu líka. En ég ákvað að láta þetta ekki pirra mig – hér á Selfossi er ekki annað í boði varðandi tækjasalinn. Það er ósköp gott að koma þarna inn, Helga Dögg, Erla, Kristín , Ingibjörg og sjúkraþjálfararnir eru öll ágætisfólk sem gaman og gott er að hitta og gera veruna þarna notalega. En staðurinn hefur ekki sérstaklega mikinn sjarma svona hönnunarlega séð. En mér finnst bara orðið vænt um hann – vildi bara að það væri aðeins meiri alúð lögð í umgjörðina…
En það er nú ekki ástæðan fyrir því hvað ég hef lítið litið þangað inn. En eftir mánudag í næstu viku hlýt ég að vera orðin hressari og hafa meiri tíma. Ég hef verið í svo miklum útréttingum síðustu viku að það er ekki að marka það – fyrsta skólavikan þar að auki.
Maður verður bara að spila með – og rísa svo upp eftir atvikum. Það er víst ekkert annað í boði