Úff voða mikið að gera ;-)

Komið þið sæl og blessuð – mín eitthvað farin að heyskjast (hm eða heiskjast…) á því að blogga? Var ekki einhvern tímann kenningin að ef ég myndi vera löt að blogga þá væri lífsstílsbreytingin eitthvað að daprast ;-). Það er nú bara svo að það er mikið að gera svona í skólabyrjun – já já líka í litlum skóla! Það er nefnilega ekki svo að það sé ekkert að gera þó nemendurnir séu fáir – öðru nær. Maður bara nær vonandi að sinna öllum aðeins betur.

Fyrsti skóladagurinn var í dag – og hann rann ljúft, þetta eru yndisleg börn og full áhuga á dönsku, Geisla og hverju því sem við nefndum :-). Það er verið að klára skólalóðina. Fyrir utan stofuna mína er yndislegur trjálundur, stétt beint á móti suðri þar sem vonandi verða bekkir og stólar svo við getum nýtt okkur hana til fullnustu. Við erum með einn kennara sem er snillingur í úti og grenndarkennslu sem liggur ekki á hugmyndunum sínum. Fullt af möguleikum á vettvangsferðum – mörg börn búa á hreinum og í hreinum gullnámum. Og fjöldinn þannig að ekkert mál er bara að leggja í hann…

Ég á nú svolítið eftir að undirbúa kennsluna samt – já og læra svolitla dönsku – er til dæmis hægt að skrifa Jeg vil gjerne være… er til orð sem er være í dönsku? Þetta er náttúrulega ekki forsvaranlegt en maður verður að gera hvað maður getur – nýta sér vel þau gögn sem maður hefur og aðstoð frá Ástu Björk og fleirum. … Sorry ÁSta mín – þú bara verður ;-). Best væri ef þú værir með símann á þér eða á kveikt á msn -inu á meðan dönskutímar eru!

Ég veit ekkert hvort ég er á pari, undir eða yfir varðandi mataræði, hef ekkert farið í Styrk – kaloríur sem Polli hefur talið eru bara rétt um 1000 en þurfa að vera 8000 – og ef ég verð eins slöpp á morgun og núna þá fer ég nú ekki mikið í ræktina á morgun! Sigh… Er nefnilega að kafna úr ofnæmiskvefi og virðist vera komin með í lungun aftur… en nú er ég komin með lyfin svo ég vona að þetta lagist – annars er það bara sýklalyfin á ný. Allt því að þakka að ég rak nefið inn í Sunnulæk. Hef heiftarlegt ofnæmi fyrir iðnaðarryki.

Jamm sem sagt… amk verð ég að fara og vigta mig á morgun – sjá hvort eitthvað saxast á þessi 1, 3 kg (nú eða bæst við) sem ég þarf að losna við fyrir mánaðarmótin. Ég verð líka að koma mér upp einhverri skynsamlegri stefnu í mataræði á Borg. Hafa með mér grænmeti og slíkt því það vantar oft í mötuneyti fyrir börn. Eins má ég ekki vera að borða þetta brauð alltaf. ég verð að hafa með mér skyr og jógúrt og ávexti. Ég held ég kaupi mér matarkassa sem ég fylli á sunnudögum eða eitthvað. Já það gæti gengið ef ég væri skipulögð kona…

Færðu inn athugasemd