Ég hef verið að hugsa… Það er svo sem ekki til neins að vera að berja á sér. Lífið er bara alls konar og það verður ekki við allt ráðið – málið er að reyna að gera það besta úr öllu saman.
Sumarið fór í að jafna sig eftir veturinn – vinda ofan af sér og ná sér af þessari lungnasýkingu sem ég fékk og ofnæminu. Ég gerði heilmargt þó ekkert af því hafi kannski verið sérlega tilkomumikið nema kannsi það að mála húsið – það er nú allnokkuð ;-). Og það er líka heilmikið að ná svolítið áttum og vinna úr öllu því sem er í kollinum á mér.
Ég hef komist að því að þegar Palli er heima á ég MJÖG erfitt með að halda kúrs svo ekki sé meira sagt. Það þarf að stússast þetta eða hitt og rythminn fer úr einbúalífinu sem ég er vön. Bara það hvar íþróttafötin lenda getur reynst mér um megn. Þessu verður að breyta því hann fer vísast að vinna hér heima bráðum og þá þýðir ekki að leyfa sér að láta þetta fara svona.
Ég hef líka fattað það að ég var virkilega slæm í fótunum en ég er miklu betri núna. Nú get ég fengið raunverulegan samanburð gera æfingarnar mér gott eða verð ég verri því nú er ég farin að æfa eftir vetrarprógramminu á ný.
Ég er líka búin að fatta að ég léttist ekki nema ég hreyfi mig mikið. Dútl heldur mér kannski í sömu þyngd en með góðu mataræði þarf að koma til hreyfing líka. Og það heilmikil í mínu tilfelli. Brennslan mín virðist ekki vera sérlega hröð satt að segja.
Ég er ekki viss um hvað fitubollupillurnar eru að gera fyrir mig – ég ætla ekki að gefast upp á þeim strax – því undanfarið hef ég verið að borða miklu meira seinni partinn en fyrri partinn og það gengur náttúrulega ekki. Það þarf að koma góð geymsluaðstaða fyrir matvæli þarna í Ljósuborg og ég verð að vera dugleg að versla mér inn ávexti, grænmeti og slíkt til að eiga þar svo ég borði kl 7 – 10 – 13 – 15 – 18 – og grænmeti á kvöldin. Jafnt og þétt yfir daginn skilar mér því að ég er ekki með þessa ógnarinnar nasltilfinningu á kvöldin.
Ætli æfingadagarnir mínir verði ekki sunnudagur, þriðjudagur og föstudagur í Styrk og svo sé ég til hvenær sundleikfimin er – vonandi verður hún á sömu dögum og í fyrra. Þá færi ég á miðvikudögum og föstudögum kannski…. Já eins og í fyrra bara. Ég er viss um að hún gerði mér gott – minnkar líka álagið á liðina en er hörkupúl.
Eins er sundlaugin til staðar en það pirrar mig svolítið að ég skuli ekki bara brenna alveg grilljón á svona eins og 20 mín en það er alveg lágmark að synda í 40 mín og þá er ég að brenna eins í 25 mín á stigvélinni eða skíðunum. En allt er þetta gott í bland.
Svo þarf ég líka að huga vel að því að vinna ekki lengi alla daga vikunnar í skólanum heldur ætla mér hóf í vinnunni. það verður líka nám í vetur áfram.
Það þýðir ekki að slaka á klónni – sumarið er alltaf svolítill rugl tími en mér gekk ágætlega að halda mínu – þyngdist ekki, léttist heldur. Ætla að halda áfram að léttast en til þess þarf aðstaðan á Ljósuborg að batna varðandi matvælageymslu. Borða fyrripartinn en minna seinni partinn – það er lykillinn og svo slepp ég líklega ekki við að hreyfa mig enda hef ég svo sem aldrei viljað það – bara fundist það á köflum of erfitt þegar lappirnar hafa látið eins og þær væru úr einhverju ofurnæmu efni og ég fann alls staðar til í þeim. En það er nú vonandi að lagast.
Sem sagt stefnum á framtíðina – léttari á sál og líkama. Það er hið eina sem er í boði þó einhver boðaföll gangi yfir mann við og við.
Ykkar Inga sem gengur bara hreint ekki svo vel að ná settum markmiðum.

Hæ skvísa.>Það eru alltaf einhverjar beygjur á leiðinni. En það er allt í lagi ef að maður veit hvert leiðinni er haldið. Og eins og þú hefur saðið þig þá veist þú alveg hvert þú ert að fara og stendur þig frábærlega í því!!!!>Ég fór í sundlaugina á Borg í gær og labbaði í kringum skólann þinn og var að vona að þú værir þar 😦 en enginn var þar. Kem bara einhvern tíma aftur.>Það er gott að þú sért að vinna með góðu fólki en þín er sárt saknað í þinni gömlu vinnu og við Vilborg verðum duglegar að segja þér það á næstunni.>Baráttu kveðja Sigurlín
Líkar viðLíkar við
Heyrðu mig nú Sigurlín – ertu komin með æfingaprógramm fyrir blakið? Eigum við ekki að fara að byrja ;-). Ég hringi í þig dúllan mín og takk fyrir allt.
Líkar viðLíkar við
Jamm Sigurlín er þjálfarinn búinn að setja upp prógramm :o)>>Mér skilst að við séum með þokkalegt lið eða hvað??>>Kv. tilvonandi blakdrotting og fyrrverandi brúsagella
Líkar viðLíkar við
Ha ha ha maður hættir aldrei að vera Brúsagella – hefur ekki heyrt að það er nauðsynlegt í fjarnámi að stunda líkamsrækt – þegar þú verður búin að fá nóg í skít og skein deildinni þá lítur þú á það sem forréttindi að fá að koma með í ræktina. Ertu búin að sjá prógrammið hjá Sigurlín vóhó!!!
Líkar viðLíkar við