Lífið er hreint ekki beinn og breiður vegur

Já já – ég stend alveg í stað á vigtinni og heldur verra en það – enda var síðasta vika hreint ekki góð og svo er bara brauð og kökur í skólanum. Fuss og svei – já og svolítið mikið áfengi um síðustu helgi. Nóg til að eyðileggja heila viku segja þær í danska kúrnum. En sem sagt – allt í voða.

Mig langar ekkert að vera í líkamsrækt – er búin að fá alveg nóg af því. það fer mikill tími í það og svo er ég hálf lurkum lamin – vöðvar aumar og svoleiðis nokkuð. Væri ekki bara gott að vera laus við það nú þegar ég loksins er ekki að drepast í hnjánum og löppunum þó aumar séu!?! Ja hérna.

Ég fór þó hundfúl í Styrk í dag því ég finn að bloggið veitir mér aðhald og þið öll sem ég þekki. Ég get varla skitið upp á bak í beinni ;-).

Ég komst því miður ekki í bæinn í veislu til Hlínar þó ég hafi ætlað en ég varð að sinna Aðalsteini með svolítið þegar ég kom úr Styrk. Ég er hrædd um að ég hafi gleymt klippitíma í dag líka. Sigh…

Og það er æði margt í svolitlu rugli líka sem vonandi rætist nú úr bráðum…

En ha ha ha – það er FRÁBÆRT í vinnunni og þar eru tómir snillingar sem vinna með manni. Alveg yndislegt fólk sem ég hlakka svo til að vinna með í vetur. En þessi nýi skóli er í meira lagi lítill – hann er ÖRSMÁR. Hef aldrei kynnst öðru eins af nýju húsnæði – ég bara sver það. Og vinnuaðstaðan – hún er í meira lagi sérkennileg líka. Hvar á Inga að föndra??? Það hefur ekki enn komið í ljós.

2 athugasemdir á “Lífið er hreint ekki beinn og breiður vegur

  1. Nei Inga mín ekki skíta upp á bak! :o) Jamm ég skil þig með helv…. líkamsræktina en þú ert líkamsræktarhetjan mín og mátt ekki klikka!!!! ;o)Gott að heyra að samstarfsfólk þitt í sveitinni eru snillingar. Já það þarf smá svæði fyrir föndur Ingveldar hahaha…….love it!Jiiiii… hvað ég á eftir að sakna enskusmiðjunnar og þín.Sjáumst vonandi fljótlegaVilla

    Líkar við

  2. Hæ, takk fyrir comentið á minni síðu, þú verður að drífa þig í Styrk, svona svo ég hafi einhvern til að keppa við, það er í mætingum.. í kílóum nei ekki alveg til í það ennþá.. á víst nóg með að koma mér í göngustuð 🙂

    Líkar við

Færðu inn athugasemd