Jæja elskurnar – nú er ég komin í siðmenninguna á ný – ekki að ég hafi verið sérlega fjarri henni undanfarið. Bara látið sem svo sé.
Á þriðjudaginn ákváðum við Palli að láta rigninguna ekki hafa áhrif á okkur og ákváðum að demba okkur á tjaldstæðið á Borg og byrja hina árlegu fjölskylduútilegu mína snemma. Það var spáð svo fínni rigningu á miðvikudag að það var hreinlega gráupplagt að tjalda vagninum og láta rigninguna um að hreinsa hann af rykinu sem hefur safnast á hann í sumar. Og ekki er hægt að mála í rgningu! Hildur systir kom svo á miðvikudagskvöld og við vorum eins og blóm í eggi þessa daga. Það var yndislegt veður og maður náði ótrúlega vel að slappa af og dunda sér. Ég er samt alltaf að verða meira og meira hissa á því hve dægrin liða hratt.
Á föstudag fóru svo ,,krakkarnir“ að tínast á svæðið og á laugardagsmorgun fór ég kl 7 að baka pönnukökur fyrir Grímsævintýri og á laugardag vann ég við að afhenda vinninga á tombólu – það var nú meira atið. Það er rosalegasta hreyfing sem ég hef lent í – ég hugsa að þetta hafi jafnast á við heilan fótboltaleik ég segi það satt. Lappirnar á mér voru nú ekki beisnar fyrir og ég er alveg hissa á að þær hangi á mér enn. ´Þær eru búnar að vera mér til tómra vandræða undanfarið. Verkir í hælum, kálfum, hnjám og aftan í lærum – mjaðmir og já nefndu það bara!
Ég hef ekki farið í Styrk að neinu ráði í tvær vikur og lítið verið í skipulegri hreyfingu – húsamálun verið látin duga. Það hefur sem sagt ekki hjálpað mikið að fara ekki í Styrk. En á morgun byrja ég á ný – Palli fer til Færeyja á morgun eða miðvikudag og við klárum húsið á morgun. Ég ætla líka aðeins að líta í vinnuna – undirbúa fyrirlestur og vefsíðurnar. Sigh… Það þýðir ekki að sýta sumarið – það var gott en er liðið. Ja amk sumarfríið :-).
Ég hef ekki lést neitt liðna viku – enda allt í hæfilegri vitleysu og helgin ákvað ég bara að yrði vitlaus – vín, svolítið nammi og svolleiðis – án þess að missa mig þó alveg. Á morgun verður síðan grænmeti og gríðarlega merkilegt mataræði. Mikið grænmeti og fiskur. Það þarf að losna við þrjú kg á næstu þremur vikur. Það er vel hægt – með hreyfingu og réttu mataræði. Nú set ég undir mig hausinn. Eruð þið með góðar hugmyndir að verðlaunum fyrir nýjan tug í þyngdinni? Það verður gaman þegar ég hef misst 30 kg – það er rosalega mikið. Og það er sutt í það Inga litla. Ég ætla að ná því fyrir september lok. Jamm og hana nú!!!!!
Ef hnén á mér eru ónýt þá verð ég þess heldur að léttast hratt og vel – það munar um hvert kg að bera.
Jæja elskurnar – vona að þið hafið haft það gott. Ég hef haft það mjög gott – þó það sé ekki allt í 10 á ánægjuvoginn.
Ykkar útilegu Inga

Þú ert hreint út sagt ótrúleg mín gamla vinkona. 30 kg, BARA frábært hjá þér.>Gaman að fylgjast með þér skutla.>K.kv Haddý Jóna
Líkar viðLíkar við
Ja sko – það eru ekki komin 30 – það verður bráðum ;-). Best að láta sér 26 eða 27 kg duga þangað til öll 30 eru farin. Ég var að frétta að þú hefðir verið að kaupa þér hús og hund og alles! Til hamingju með það – ég læt heyra í mér fljótlega – ég er nefnilega með svolítið í pokahorninu ;-). Sjáumst bráðum, þín Inga
Líkar viðLíkar við
Sæl Ingveldur ég hef verið að lesa af og til síðuna þína og þú ert alveg hörkudugleg:) En mig langar svo að benda þér á AstaZan það eru töflur og gera svo mikið fyrir mann og sérstaklega bólgur í líkamanum:)http://celsus.is/astazan.php og þolið mitt hefur aukist svo um munar, kíktu endilega á þennan link;)>KV Guðrún S lesandi
Líkar viðLíkar við
Sæl Guðrún og takk fyrir að lesa. Þakka þér fyrir að benda mér á þetta. Ég man að ég hafði klippt auglýsingu um þetta efni einu sinni – held þegar Eggert var búinn að hjóla þessi ósköp. En svo náttúrulega gleymdi ég öllu saman. Nú kaupi ég mér þetta – ekki veitir af að minnka þessar bólgur allar og vesen sem maður er að dröslast með. Kveðja IE
Líkar viðLíkar við