Þetta er nú búið að vera svolítið sætt sumar. Ekki alveg eins og ég ætlaði að hafa það því ég hélt einhvern veginn að það yrði lengra. En svo er það bara pínu sutt greyið.
Ég var veik langt fram eftir sumri og gat mig varla hreyft. Ég kúrði yfir tölvunni, bloggaði og skoðaði vefsvæði sveitarfélaga. Hugsaði um hvað það væri skrítið að ég væri að hætta í Sunnulæk og fannst enn skrítnara að ég væri að fara á Ljósuborg. Ryksugaði og viðraði, þreif og ryksugaði svolítið meira eftir því sem kraftar leyfðu. Það voru ekki stórkostleg tilþrifin.
Nú þegar ég reis upp úr ofnæminu tók ég mér málningarpensil í hönd og málaði pallinn og svona smá í viðbót – við og við og oggupons. Passaði mig nú vel á því að ofreyna mig ekki. Reyndi að koma mataræðinu í gott horf, hreyfa mig smávegis – svona eins og hné og vöðvar almennt leyfðu – en líka svolítið að reyna að finna taktinn í þessu öllu saman svo ég gæti nú gengið með sæmilegu móti. Ég hef ekki farið oft í Styrk í sumar. Ég hef ekki náð markmiðum Polla í 4 vikur hugsa ég – en ég lít svo á að málningarvinnan bæti það nú upp og svo hef ég svolítið labbað án þess að taka Polla með. Ég ætla ekki að reyna við markmið hans í þessari viku heldur – en í næstu viku byrja ég af fullum krafti.
Palli kom heim um 20. júlí og þá byrjaði nú nýr kafli – það er alltaf allt svo ruglingslegt þegar karlarnir koma heim eftir langa fjarveru. Ég var eins og á korktappa á rúmsjó að reyna að halda minn sjó – borða og hreyfa mig reglulega, blogga, hugsa um þvottinn og húsið og útilegur og …. mála! Þetta var voða erfitt svo ég bara hætti að reyna við skipulagði hreyfingu heldur málaði í 8 – 10 tíma á dag. Reyndi hvað ég gat við mataræðið en þrifin urðu tilþrifaminni. Föndrið og dútlið hvarf algjörlega. Vefsíðutékk og pælingar hurfu algjörlega úr huga mér. Maður ræður ekki við nema ákveðið get ég sagt ykkur.
Nú er kannski 5 – 8 tíma vinna eftir í húsinu og frágangi og það verður vel þegar þetta er búið. – Ja alveg þangað til þakið verður tekið – það gerist kannski í september – það væri amk afskaplega ákjósanlegt.
Nú ætla ég að ganga frá dótinu mínu í þessu húsi – var að flytja á milli herbergja og svona. Ég á svolítið mikið dót… Og þó ég ætli að koma mér fyrir hjá Ragnheiði sýnist mér vera ákveðnir annmarkar á því – HIRSLUR!
Hef svolitlar áhyggjur af mataræði helgarinnar … vona að ég hafi ekki þyngst. Það verður blómkál og soðnar gulrætur í dag – svo mikið er víst.
Sigh….
En við skulum sjá hvað gerist í dag.

Innilegar, innilega, innilega til hamingju með kílóin 3,5! Þú mátt vita að fylgst er með af miklum spenningi hvort markmið ágústmánaðar næst!>>Það var gaman að koma og sjá fallega rauða húsið þitt – það er bara eins og þú sért komin í nýtt hús – gaman gaman!>>Gangi þér vel með mataræðið í dag, skrifaðu hjá þér og stattu þig í gulrótunum.>>Með baráttukveðju, Ásta Björk
Líkar viðLíkar við
Híhí – já markmið ágústsmánaðar – sigh…. Ekkert annað í myndinni en að ná þeim. Maður verður bara að vera einbeittur og svoleiðis ;-). híhí Á nú samt alveg eftir að ná mér af því að þú verðir ekki hjá mér….awwwwwwww en verst var nú hvað það var mikið drasl og dót þegar þú komst… En það er rosa fínt í stofunni núna og Bjartur bara ekki pissað þar lengi!
Líkar viðLíkar við
Stattu þig stelpa:-) Eins og ég hef sagt marg oft, ef það er einhver sem getur þetta þá ert það ÞÚ!!!!>Vera jákævður og einbeittur þá kemur þetta.>Ég er nú ekki ennþá búin að átta mig á að þið(báðar) verðið ekki með mér næsta vetur:-( O my god >>Kveðja Sigurlín
Líkar viðLíkar við
Heyrðu frú kennari í nýjum skóla – á hvaða netfangi er hægt að ná á þig? Muna að skrifa ástu sinni á hotmail eða radisa. Fann soldið sem þú VERÐUR að nota í vetur, eins og sniðið að þinni frábæru kennslu.>>bæjó spæjó>ÁBB
Líkar viðLíkar við
Netfangið mitt er ingveldur@gogg.is – nú eða bara simnet netfangið sem er ingveld@simnet.is. Líklega verður gogginn virkari í vetur samt ;-). Ég hlakka mjög til að sjá hvað þú ert með frú kennsluráðgjafi. All help appricated ;-). Sigurlín -afhverju komstu ekki með mér. Ég var næstum búin að hringja í þig um daginn og segja þér að við gætum verið samferða uppeftir þá daga sem sundleikfimin verður hjá mér – sigh. Ég held ég geti ekki verið án til ykkar!!!!
Líkar viðLíkar við