Frídagur verslunarmanna 2007

Maður heldur alltaf niðri í sér andanum þessar ferðahelgar orðið. Ég afber ekki þessi tilgangslausu og ástæðulausu bílslys sem vel væri hægt að koma í veg fyrir ef bara… En þetta BARA er ansi stórt á stundum. Þær eru margar hörmungurnar sem dynja á fjölskyldum þessa lands núna, morðmálið um daginn hefur áhrif á marga, börn, maka, foreldra, vini og ættingja. Það er sjaldnast bara hvítt og svart það sem leynist undir niðri fyrirsögnum blaðanna.

En nú… Ég stóð mig ekki vel í mataræðinu um helgina og er heldur reikul þykir mér. Það þýðir að ég ætti bara að fara að skrá hjá mér á ný – leggja áhersluna á að borða fyrri part dagsins og eta grænmeti. Það er nú aldeilis tíminn til þess núna. Ég má ekki missa niður stemmninguna. Ég þarf að losa mig við allnokkur grömm fyrir ágúst lok.

Nú er lokaspretturinn í því að mála húsið að hefjast – eða ljúka. Enn þarf þó að kaupa síðustu dósina af rauðri málningu 😉 (þær hafa verið nokkrar þessar síðustu) og eina af hvítri líka. Ég á enn eftir nokkrar hliðar á pallinum fyrir framan hús – það er nú meiri fjandinn hvað það eru margar hliðar á hverri spýtur og hverjum palli – púff. Auj sen fauj sen og svo bætist gólfið við líka ;-). Nú snýr þetta meira að Palla mínum. Hann þarf að klára vindskeiðin, þakkantinn og gaflana. Já og svo eru timuburhurðirnar eftir líka. Og allt þarf þetta að líta þokkalega út – sem það gerir nú vonandi. En amk er ógó fínt bakvið hús eftir að moltukassinn var færður og arfinn tekinn úr honum :-).

En nú verð ég líka að fara að taka til í þessu húsi mínu því þrátt fyrir fögur áform gerði ég ekkert slíkt um helgina. En nú kippi ég þessu bara í lag svo ég geti farið að láta mig hlakka til útilegunnar um helgina. Tjú tjú tralla la.

Færðu inn athugasemd