Don’t believe everything you think!

Það eru ákveðnar hugsanavillur í gangi hjá mér – já og svona ákveðin vafaatriði….

Einbeitingarleysi – afhverju?
Langar mig ekki í heilsbótina og kílóa-aflausnina? Jú ég verð að segja það. Vil að sjálfsögðu vera hraust – og good looking. Það væri áreiðanlega dásamlegt. Rétt að setja markið á það þá…

En leiðin að því að ná markmiðinu er einhvern veginn ekki mér að skapi. Stundum bara nenni ég þessu ekki. Þetta er ógnarinnar vesen og það er ekki einu sinni eins og kílóin hrynji af manni og heilsan sé alveg upp á glans. Heilsubótin lætur einhvern veginn bíða eftir sér….. Þó ég sé áreiðanlega ekki sama manneskjan og ég var. Áreiðanlega miklu betri – (ákveðins efa gætir þó í letrinu).

Trúi ég ekki að ég geti þetta?

Neibb – svo einfalt er það. Held að þetta sé glórulaust.

Þar er komin sú ruglaða hugmynd að Baldur eigi bara að gera þetta með mér og helst fyrir mig. Það er bara að ljúga að sjálfum sér að ætla öðrum að draga vagninn með mér. Enginn gerir þetta nema ég.

Einvera

Ég yrði ósköp glöð að hafa einhvern með mér í salnum. Gantast með og hlægja. Hvetja og berja mig áfram. Ipodinn getur verið einmanalegur félagi. Kannski hressir blakið upp á þá hlið…

Það er bara blekking að styðja sig við aðra. Það er bara blekking að horfast ekki í augu við það að ég léttist afskaplega hægt þessar vikurnar – og segja að þetta sé svo sem allt í fínum farvegi…

Ah kannski ekki….

Afsakanirnar hafa nú verið fínar síðar í vor: Skipsbrot í vinnunni, skipt um vinnustað, sýkingar í lungum og astmi (7 vikur af 13). Fótafúi dauðans. Sumarleyfi og ferðalög. Húsamálun…

En betur má ef duga skal – nú er að hrista af sér þessa berkjubólgu. Svona fyrst lappirnar eru ekki verri en þær eru…

Ég hef það nú bara ágætt og lifi fínu lífi. Ég set það á markmiðslistann minn að taka upp merkilega iðju þegar ég kem heim á kvöldin – ekki hlamma mér beint í sjónvarpsstólinn. Fara bara að snúa sér að handavinnu ha hu hummm?

Góða nótt

Ykkar Inga sem þrátt fyrir allt léttist örlítið þegar á heildina er litið og er virkilega að breyta um lífsstíl.

Hugsi hugsi hugs

Nú hafa stórmerkilegir hlutir gerst. Ég er farin að hugsa allskonar! Ég hef ekki hugsað neitt – bara upplifað í áreiðanlega tvö ár – ég bara hreinlega hugsaði aldrei neitt. Ég bara upplifði og var og gerði – og var svo alveg undrandi ef ég náði að viðra sömu skoðunina tvisvar – var svo ístöðulítil og ringluð að mér fannst eins og ég væri ófær um að hafa sannfæringu eða skoðanir sem héldust hinar sömu í viku eða lengur!

En nú er ég sem sagt farin að hugsa. Ég labbaði t.d. á eftir strák í Horninu í dag sem var svona eins og 12-13 ára. Hann var í svoooo stórum skóm að sérstaka eftirtekt vakti. Það flaug allt í einu í gegnum huga minn – hvað skyldu menn halda 100 ár héðan í frá sem sæu mynd af þessum furðufyrirbærum. Til hvers voru drengir í svona stórum skóm um hábjartan dag úti í búð? Þægilegt – varla því hann þurfti að lyfta fótunum verulega hærra en meðalgönguskór krefjast, ódýrir? nei nei nei nike körfuboltaskór eru skoho ekki það ódýrasta sem þú færð. Flott? Hmmmmm líklega… En skynsamlegt – aldrei!

Það er raunar margt skrítið sem við gerum. Göngum á göngubretti inni í illa lyktandi og ekki sérlega huggulegri líkamsrætarstöð í staðinn fyrir að fara út og berjast á móti vindinum og brenna mun meiru og fá þar að auk ferskt loft og birtu inn að beini. Svoldið skrítið verð ég að segja…

Ég sagði svo sem aldrei að ég væri að hugsa neitt gáfulegt ;-).

Ég stefni á vinnu á morgun þó ég sé nú ekki alveg eins og ég vildi vera – . En ég nenni þessu ekki lengur.

Af mataræði er það að frétt að ég borða of mikið af vínberjum og bláberjum… Borða engan sykur – nada. Borða líklega um 500 gr af grænmeti á dag. Borða of mikið af fitu. Drekk of lítið vatn og of mikið Light. Hreyfi mig ekki nóg en það kemur nú í næstu viku – það er skoho klárt.

Búin að stofna blaklið – já þetta áttum við Sigurlín eftir! Æfingar á fimmtudögum kl 17:00 Enn er pláss fyrir liðsauka reikna ég fastlega með ;-). Þetta verður vonandi voða skemmtilegt. Það gerir bara hver eins og hann getur ;-).

Nefdropar jummi jumm

Þeir eru í alvöru talað meira ógeðið! En þeir virðast hjálpa smá – eða eru það sýklalyfin? Brycanilið? Já eða jafnvel ofnæmistaflan? eða Vick kremið?Ég væri svo sem ekki hissa þó EITTHVAÐ af þessu virkaði – á endanum. Held mér sé að batna sem sagt 😉 Gat hugsað mér að setja í vélina í morgun – hugsaði um það vel og lengi og ákvað að leggja mig svolítið fyrst.

En ég er viss um að vélin eigi eftir að vera ísett – daga :-). Svo hef ég ákveðið að fara að safna mér peningum. Mig nefnilega vantar ýmislegt skoho:

Þurrkara
Lazy boy
Nýtt rúm

Held ég reyni að fá mér þurrkara fyrst af öllu…

Er sem sagt heima að borða Bentasil með hunangi og lakkrís – er svo ægilega heppin að Aðalsteini finnst það vont svo það eru nokkrar líkur á því að mér takist að hanga á því! Ég verð orðin stálslegin á morgun miðað við hvað ég er miklu hressari í dag en í gær.

Palli kemur líklega alkominn heim frá Færeyjum eftir viku – það verður nú svei mér mikill munur. Er hann ekki bara búinn að vera í Færeyjum allan tímann sem lífsstílsbreyting Ingveldar hefur staðið yfir… Nei líklega fór hann bara síðasta sumar – en svona allt að því.

Stundaskrá lífsins míns er óðum að taka á sig mynd – og mikið léttir mér við það! Þá veit ég kannski hvort ég er að koma eða fara.

Og ég veit að ég fer í Styrk á morgun híhí – og að það er föstudagur. Þeir eru uppáhaldsdagarnir mínir.

ATSHJÚ

og svo aftur svoldið meira atshjú… Er heima að ná úr mér þessu kvefi. Það á sem sagt að gerast í dag Ég held það séu komnar að verða þrjár vikur – kannski bara tvær síðan ég varð kvefuð – ætli það geti ekki bara talist ágætt. Ég held að nefinu á mér geti alveg fundist það – en því gjörsamlega blöskrar meðferðin. …og er orðið hið rauðasta að nefinu hans Rúdólfs undanskildu.

Mér tókst að senda út blakpóstinn áðan – fínt að dunda sér í því búa til póstlistann og svona á milli þess sem maður snýtir sér. Híhí

Þórunn vina min lánaði mér svona bakka undir pillur- en ég tek MJÖÖÖÖÖÖG margar pillur – ótrúlega margar miðað við hvað ég er fullkomlega heilbrigð kona ;-). Uss fuss ég held ég fari að endurskoða þetta eitthvað Þetta er bara ekki í lagi:

Morgun

1 blóðþrýstingspilla

Omega 3 hylki

Ofnæmistöflu

Sýklalyf vegna sýkingar í öndunarvegi – vegna ofnæmis

AstaZan

Miður dagur

Meira Astazan
Reductil – fitubollupillurnar

Kvöld

Meiri ofnæmistöflu – tek bara eina á dag um leið og mér batnar aðeins
Brycanil
Norgesic og Voltaren svo ég verði nú ekki slæm í fótunum – tímabundinn kúr vona ég
Meira Astazan (þrjár á dag til að byrja með)
Sýklalyf við sýkingunni í öndunarveginum.

HALDIÐ ÞIÐ AÐ ÞAÐ SÉ!

Ég hlakka mjög mikið til að hætta að taka ofnæmislyfið – og svo verð ég nú ekki lengi enn á Norgesicinu – fer að sjá til hvort ég verði ekki bara góð án bólgueyðandi lyfja.

En sumt af þessu er nú svona náttúrulækninga eitthvað ;-). Innan tíðar tek ég bara þau lyf og svo blóðþrýstingstöfluna – hitt er bara eitthvað svona skuggalega tilfallandi.

En jámm nú ætla ég að leggja mig því ég þarf að láta mér batna og ég er orðin mjöööög þreytt og uppgefin.

Góður gír

Ég er barasta í góðum gír. Ég fer að verða búin að finna taktinn í vinnunni – hvernig þetta leggst allt saman. Örlítið farin að þekkja börnin og stundaskrána.

Eftir að hafa íhugað að demba mér í það að hætta að vera líkamsræktartröll hef ég nú ákveðið að snúa mér heldur að því að hlú að skessunni ;-). Henni veitir ekkert af góðu atlæti greyinu.

Styrkur tvisvar í viku – sundleikimi tvisvar í viku að morgni og ein blakæfing – á fimmtudögum kl 17 eða 17:30 stelpur – eruð þið ekki game – Villa þú kemur með myndir af fyrstu hugmyndum að búningum.

Mér finnst eins og af mér sé létt stórum grjóthnullingi – svipuðum þeim og var fyrir hellinum hjá Jesú um árið held ég bara. Enda þurfti ekkert minna en kraftaverk til þess að færa hann til. Upprisin vonandi bara konan.

Ofnæmiskonan – aumingja ég – alltaf hnerrandi – aum í nefinu, þrútin augu og allt í volli – en í svona ógnarinnar góðum gír.

Sakna ykkar allra – Ásta Björk – hef hringt 8 miljón sinnum í heila viku – plís farðu að fá þér gsm síma – þetta var svo notalegt þessa daga sem þú hafðir hann alltaf við höndina (þarf endilega að finna minn ;-)). Vilborg – þú þarft að fá þér frí frá heimilinu og náminu og kemur því í heimsókn hið fyrsta til mín og Sigurlín þurfum við ekki að semja einhver leikkerfi?

Ég er búin að fá húsið – sundlaugina og ég veit ekki hvað og hvað. Nú völtum við yfir þetta blak stelpur. Mikið hlakka ég til. Sigurveig – þú gætir kannski bara komið á hjólastólnum – svona rétt á meðan þú ert að jafna þig eftir aðgerðina ;-).

Á laaaaaaaaaaaaangt í land með 6 kg frá því 12. júlí – lengra en í síðustu viku en það er ekkert að marka það mar – er ekki hægt að fá einhver þvagræsilyf og éta bara sveskjur út í eitt? Alltaf hægt að fiffa svona til híhíhí

Lofja

Híhí – gamla heimasíðan mín

Einu sinni tók ég fjarnámskeið í vefsíðugerð- eða jafnvel heimasíðugerð eins og það hét þá. Þá gerði ég þessa síðu [hlekkur]- og í þá daga var ekkert smá smart að geta skannað inn myndir. Gæðin voru kannski ekki alltaf alveg brilljant. Æ mér finnst alltaf svolítið vænt um hana þessa.

Já og ég fór út að hjóla í kvöld…

Að minnsta kosti þó það…

Markmið eru til þess að stefna að þeim

…ekki endilega til þess að ná þeim… Það var mér sagt – af góðum manni. Engin hreyfing í dag. Bara matur, meiri matur og svo svoldið meiri matur.

Jamm….

Mig langar helst til að vola svolítið bara…

Kannski í koddann minn á eftir.







Ef ég borða ekkert á morgun nema grænmeti og drekk lítið af vatni ætli ég gæti þá ennþá bara vantað 1,3 kg upp á markmiðin með kílóin sex? Það er nú stóra spurningin því ég hef ekki farið á vigt svoldið lengi sko… Ja eða í viku…

Raunhæft er – er heppin ef ég stend í stað miðað við hreyfingu vikunnar. Þá eru 4 dagar eftir til að ná af sér rúmu kíló – hugmyndir einhver?

Afmææli

Mér var boðið í afmæli í kvöld – tvö meira að segja en ég komst nú bara í annað. Það var til Daða – nú eru vinir manns að verða sextugir. Daði í ár og Þórunn á næsta ári! Ég verð bráðum sextug. Ekkert að óttast þar – lítur bara vel út með þessi tvö að minnsta kosti :-).

Þetta var fín veisla – það besta var við hana að ég fór út og hitti fólk. En það geri ég ekki oft orðið. Það er orðið mjög langt síðan ég heimsótti einhvern – fór til Sigurlínar um daginn í blakumræður og svo man ég varla eftir fleiri heimsóknum…

Það kemur svo sem enginn til mín heldur – og ekki eru það margir sem hringja. Ég er líklega óttalegur einmenningur… Minna má svo sem gagn gera…

En ég hitti nú fólk í vinnunni – maður er bara alltaf svo mikið að vinna að maður talar ekki mikið um landsins gagn og nauðsynjar svo sem….

Ég er búin að borða óþarflega mikið af snakki undanfarinn sólarhring þykir mér… Átti aldrei að verða svo mikið en einhvern veginn brast allt – ég hef enga sjálfstjórn. Engan sjálfsaga. Endist ekki í neitt verkefni til langs tíma. Og trust me – lífsstílsbreyting er til langs tíma – og viðhalda lífsstílnum er svo náttúrulega eilífðarverkefni…

Ég er bara eitthvað svo uppgefin á því að ég skuli ekki gera allt – alltaf.

Einhvern veginn þarf maður að fækka samviskubitunum í lífinu. Ég veit um nokkur sem eru alveg að fara með mig. Eitt af þeim er að fara ekki með hundinn út að labba.

En nú fer ég að lúra, lúri lúri lúr

Aumingja nefið á mér

Ég held að nef hafi ekki verið til þess gerð að nudda þau híhíhí

Mitt er amk alveg að detta af vegna þess verknaðar. Það er rautt, þrútið og illa útlítandi greyið. Dæmigert ofnæmiskvef hjá minni hrjáir það – er samt að skána í lungunum eftir að ég fór á fullan skammt af ofnæmispillunum. Við skulum sjá hvort þetta sé ekki allt að lagast – verður bið á því að ég fari í þennan Sunnulækjarskóla samt… Rykmettaðan og ofnæmisvaldandi risabygging. Enda þarf ég ekkert að fara þangað. Ekki frekar en ég vil…

Ég var eitthvað að skoða mig um á toppsport.is – gá hvort það væru margir tímar hjá þeim kl 17 á mánudaginn – en þá á ég víst að vera þar að vigta mig… Með honum Baldri… Finnst það ekki góður tími – stundum svoldið mikið að gera um það leyti… Jamm, en það eru engir tímar byrjaðir. En sem sagt þar sem ég svipaðist um á síðunni þá rak ég augun í að Styrkur heitir sem sagt Toppsport heilsulind og ég bara gat eiginlega ekki annað en farið að hlæja ég segi það satt.

Heilsulind er í mínum huga staður þar sem maður sækir andlega næringu um leið og sú líkamlega ræður ríkjum, lind er vísun í rólegheit, uppsprettu einhvers góðs – fallegur staður sem veitir manni vellíðan vegna þess.

Ekki eitthvað sem mér dettur í hug í Toppsporti – onei. Klósettið er með brotna dyraumgjörð, læsingin ónýt og læst með loku – límslettur á gólfinu í búningsherberginu sem eru orðnar svartar af óhreinindum – ekki eins og sá sem eigi Toppsport eigi heilt hreingerningafyrirtæki MOPPUNA. Sem mér finnst reyndar hæpin meðmæli því það verður seint sagt um toppsport að þar sé vel þrifið. Tækin oft löðrandi í ryki og mold. Gólfin ómáluð, vantar gólflista, maður verður að horfa á bíóauglýsingar daginn út og inn, sjónvarpsskjáir en enginn búnaður til þess að heyra hvað er sagt – gjarnan 1-3 tæki bilið, lhandóðin eins og þau hafi lenti í skipsskaða, engin loftræsting – og ég gæti vísast haldi áfram nokkuð enn…

Það er ekki sérstakur glæsibragur yfir þessari líkamsræktarstöð – það væri synd að segja það. Ekki svona eins og í aulýsingunum. Það er heldur ódýrara að vera í Toppsporti en t.d. Worldclass – munar um 2000 á mánuði á mánaðarpassa en murinn er eitthvað minni í árskortum. Með Worldclass miðum er frítt í Laugardalslaugina. Svoldill munur á ajðstöðu líka. En ég ákvað að láta þetta ekki pirra mig – hér á Selfossi er ekki annað í boði varðandi tækjasalinn. Það er ósköp gott að koma þarna inn, Helga Dögg, Erla, Kristín , Ingibjörg og sjúkraþjálfararnir eru öll ágætisfólk sem gaman og gott er að hitta og gera veruna þarna notalega. En staðurinn hefur ekki sérstaklega mikinn sjarma svona hönnunarlega séð. En mér finnst bara orðið vænt um hann – vildi bara að það væri aðeins meiri alúð lögð í umgjörðina…

En það er nú ekki ástæðan fyrir því hvað ég hef lítið litið þangað inn. En eftir mánudag í næstu viku hlýt ég að vera orðin hressari og hafa meiri tíma. Ég hef verið í svo miklum útréttingum síðustu viku að það er ekki að marka það – fyrsta skólavikan þar að auki.

Maður verður bara að spila með – og rísa svo upp eftir atvikum. Það er víst ekkert annað í boði