Klipping


Klipping varð nú eitthvað öðruvísi en ég ætlaði…
Huhummm – Ég er alltaf jafn undrandi á því að ég skuli ekki líta út eins og módel…

Steinhissa!

Og sundum svoldið leið.

Ég er byrjuð að mála húsið.

Nýr dagur

Ég er að fara í klippingu í dag – afskaplega langþráð. Það er mánuður síðan ég átti að fara – en af einhverjum ótrúlega ástæðum hef ég ekki náð því. Ekkert er ljótara en úr sér vaxinn ,,stutt“klipptur kollur.

Ég er að hugsa um að fá mér svona klippingu. Til að byrja með þarf ég að hafa hana svolítið styttri hægra megin en hér er sýnt.
Svo er ég að hugsa um að hafa þetta allavegana á litinn. Svoldið mikið ljóst bara… Ljósar strípur með…súkkulaðibrúnu. Gylltar strípur frekar en ljósar… og ekki tröllastrípur nei nei.
Ég er skárri í lungunum og hóstinn hefur stórkostlega látið undan síg – það er frábært að taka sýklalyf sjaldan þá svínvirka þau þegar maður fer á þau! Nú er bara að sjá hvernig púlsinn er í dag

Ég er í skralli

…I kid you not!

Ok maður getur sko verið glaður yfir því að fara út að hjóla og það allt saman en boy oh boy sit ég í súpunni. Annars held ég svo sem að ég hafi verið í henni áður.

En nú ætla ég að gefa það opinberlega út að ég sé veik og þurfi að jafna mig. Þannig er það nú bara. Ofnæmið mitt fína er sko komið í lungun og ég hósta upp úr mér þvílikum hroða að ég ætla ekki að orða það meira. Ég get skölt um í nokkrar mínútur og svo verð ég bara að fara að sofa aftur.

Til þess að bæta gráu ofan á svart þá hækka ofnæmislyf púlsinn og nýja fitubollulyfið mitt hækkar púls og blóðþrýsting. Ég veit ekki hvort ofnæmislyf hækka blóðþrýsting. En kannski sýking geri það og ég er skoho með svoleiðis í öndunarveginum.

En sem sagt fíni blóðþrýstingurinn minn er 100-120 núna – aldrei verið svona hár held ég og púlsinn er eins og í hræddri mús. Ef ég stend upp og fer á klóssettið fer hann upp í 145 sem er meira en mér hefur nokkurn tímann tekist að ná honum í pöllunum hvað þá annars staðar. í nótt var hann að meðaltali 92 – þannig að litla hjartað mitt er svo önnum kafið af öllum þessum lyfjahroða sem ég er að dæla í mig að ég get ekki annað en vorkennt því!

Ég var búin að gíra mig upp í að fara í Styrk og brenna í nokkrar mínútur en ég sá að í dag er dagurinn sem Ingveldur á bara að taka það rólega! Losa sig við slímið og hóstann, (komin á sýklalyf) og hvíla mig bara svolítið. Hundahárin verða bara að vera hér enn um sinn.

Annars er annað svona í hæfilega vondum farvegi líka – það gengur ekki allt eftir uppskriftinni í lífinu- það er óþarfi að láta eins og það sé sjálfsagt mál.

Víhí

Ég fór út að hjóla!!!

Ligga ligga lá!!!

Ég brenndi næstum 2500 kaloríum og hjólaði í 80 mín maður minn!!!

Og ég fékk bikar frá Polla þó ég hafi ekkert gert alla vikuna nema synt smá, tjaldað einum tjaldvagni og þessi hjólaferð!!!

Ég er að vísu við dauðans dyr núna vegna hósta og almennrar andnauðar en skítt með það.

Ég fékk bikar!!!

Og gat farið út og hreyft mig – það er orðin stund síðan ég gat það skal ég segja ykkur

Skórinn þessi heitir smart cookie – rétt eins og ég.



Og Kimi vann!
Og ég fékk fleiri stig en Baldur í liðsstjóranum!

Hósti hósti hóst

Það liggur við að ég haldi að ég sé með kvef frekar en ofnæmi – en hvort heldur sem er þá er ég að lagast þó ég hósti alveg jafn mikið og sé alveg jafn stífluð þá er ég ekki eins svakalega slöpp – bara svoldið slöpp. Og mér líður ekki eins og það sé að fara að blæða úr lungunum á mér þegar ég hósta. Þannig að þetta er nú allt á réttri leið.

Ragnheiður gaf mér svona skó á föstudaginn í tilefni sumarsins. Hann er ótrúlega sumarlegur og skemmtilegur. Mér líður eins og ég sé þarna á milli – undir hælnum og golíat sé í skónum. Mér líður eins og kramminni bjöllu með brakið úr World Trade center ofan á sér. Sigh….

En svo er það nú blessuð Formúlan. Þar sem ég hef skoðun á úrslitunum þá líður mér herfilega. Herping í maganum, svitna í lófunum og allt. Bara af því að ég vil að Kimi gangi vel í þessari keppni. ÉG vildi nú líka að Mika gengi vel þegar ég fór á Magny Cours hér um árið en hann sat nú alveg pikkfastur á ráslínu fyrir því! Ég held ég ætti að hætta að hafa skoðanir á þessum málum bara og vera alveg sama. Það er miklu þægilegra og átakaminna.

Ég finn ekki fyrir nokkurri svengd og finnst tilhugsunin um mat frekar óþægileg. Það þýðir að ég gríp eitthvað til að setja upp í mig sem er afleitt. Ég verð að huga mjög vel að eldamennsku og því hvað er til hér – næringaríkt og hollt, fljótlegt og þægilegt um leið.
En kannski er þetta bara ímyndun og þetta lyf á ekki að kikka inn svona fljótt. Sama hvort er – áhrifin eru ágæt. En ég finn að ég þarf að hafa mjög mikið eftirlit með sjálfri mér. Ég ætla að vanda mig sérlega mikið að halda matardagbókina núna. Skrá þetta vel niðu.

F1 á morgun og allt…

Ég ætla enn að halda mig við að Kimi vinni á morgun – og fari amk einu sinni framúr einhverjum á gasalega flottan hátt! Það gæti rignt á morgun og Kimi er awsome í rigningu. Þessi drengur hefur ekki vit á því að óttast nokkurn skapaðan hlut! Það eru nokkrar líkur á rigningu en það hefur varla gerst á Magny Cours og færi allt í voða ef af yrði því brautin er svo gríðarlega hál fyrir.

Fór í Borgarnesið í dag – yndislegur dagur. Hóstaði gríðarlega en held ég sé að lagast.

Í dag hef ég ekki fundið til svengdar en ég get samt hugsað mér að borða eitthvað en ætla að láta það vera. Fyrst ég þarf þess ekki þá þarf ég bara að venja mig af því. Ekki að ég sé búin að vera mikið í því að borða á milli mála.

En sem sagt – held ég finni mun á því að vera á lyfinu – sjáum hvað gerist á morgun.

Ykkar Inga


<img src="http://banners.wunderground.com/weathersticker/infobox_metric/language/www/global/stations/07260.gif" border=0
>