Month: júlí 2007
ÆTLI ÞAÐ SÉ EKKI HÆGT AÐ NÝTA HUNDAHÁR Í EITTHVAÐ?!?
Ég fór út að hjóla!!!
Ligga ligga lá!!!
Ég brenndi næstum 2500 kaloríum og hjólaði í 80 mín maður minn!!!
Og ég fékk bikar frá Polla þó ég hafi ekkert gert alla vikuna nema synt smá, tjaldað einum tjaldvagni og þessi hjólaferð!!!
Ég er að vísu við dauðans dyr núna vegna hósta og almennrar andnauðar en skítt með það.
Ég fékk bikar!!!
Og gat farið út og hreyft mig – það er orðin stund síðan ég gat það skal ég segja ykkur
Skórinn þessi heitir smart cookie – rétt eins og ég.
Ég ætla enn að halda mig við að Kimi vinni á morgun – og fari amk einu sinni framúr einhverjum á gasalega flottan hátt! Það gæti rignt á morgun og Kimi er awsome í rigningu. Þessi drengur hefur ekki vit á því að óttast nokkurn skapaðan hlut! Það eru nokkrar líkur á rigningu en það hefur varla gerst á Magny Cours og færi allt í voða ef af yrði því brautin er svo gríðarlega hál fyrir.
Fór í Borgarnesið í dag – yndislegur dagur. Hóstaði gríðarlega en held ég sé að lagast.
Í dag hef ég ekki fundið til svengdar en ég get samt hugsað mér að borða eitthvað en ætla að láta það vera. Fyrst ég þarf þess ekki þá þarf ég bara að venja mig af því. Ekki að ég sé búin að vera mikið í því að borða á milli mála.
En sem sagt – held ég finni mun á því að vera á lyfinu – sjáum hvað gerist á morgun.
Ykkar Inga









