Barasta kominn mánudagur!

Sko maður er bara alveg hættur að blogga – svona er sumarið. Nóg að gera. Málað og farið í útilegu í Þjórsárdal og svo meira að segja verið í matarátaki -þó það sé náttúrulega bannorð 😉 en ég er nú bara samt að huga sérstaklega að því og veitir ekki af ;-))). Maður má nátturlega ekki láta Baldur segja sig úr samneyti við mann og þessa síðu. Yrði náttúrulega bömmer.

Smá myndir frá síðustu dögum:

Bjartur kann pínulítið að vera í útilegu – svona smá smá smá – en hann var eiginlega alveg beygður og bugaður þegar hann kom heim og skottið hans hefur ekki hringast síðan :-(.

Við fórum í útilegu í Þjórsárdal – frábært tjaldsvæði upp á gamla mátann, rjóður og slíkt. Við fórum í göngu hjá Stöng – þorði ekki heim að bænum því það er var hátt niður stigann af göngubrúnni öðru megin – og of margt fólk til að ég þyrði að æfa mig. Ég verð að fara að gera eitthvað í þessari lofthræðslu – ég meina það. Við fundum bláber og átum þau sem Bjartur velti sér ekki uppúr og trampaði á ;-).

Það er svolítð leiðinlegt með þennan tjaldvagn víst – það þarf að raða í skúffurnar og hafa þær á ákveðinn sérlundaðan hátt a la Ingveldur. Palli var búinn að eyða löngum tíma í að endurraða öllu svo steikti laukurinn kæminst aftur ofaní skúffuna og þetta var að hafast þegar hviss búmm – karfan datt úr og ballið byrjaði alveg upp á nýtt. Aumingja Palli var ekki glaður með skúffuna né sérvisku eiginkonunnar. Gréta systir var farin að vorkenna bróður sínum en fékk ekki að hjálpa til Menn verða nú að spjara sig á basic tjaldvagnsaðstæðum þótti frúnni hans!!!

Nú svo er málað og málað í Heimahaganum – eða það er að segja á föstudag alveg þangað til hann fór að hellirigna. Við eigum um tvo daga eftir hugsa ég – og svo annað eins í garðinum. Já eða eins og heilst sumar jafnvel. Þetta er náttúrulega alveg til skammar en það er ekki við allt ráðið… En nú er ég orðin betri af ofnæminu og fer að verða garðfær. Enda ekki seinna vænna.

Palli er nú svolítið stoltur af þessu öllu saman! Hver veit nema garðáhuginn vakni með ört lækkandi sól!

Blóðrautt gæti verið réttnefni á litinn – en hann heitir drottningar-rauður eins og vera ber!

Færðu inn athugasemd