Sitt úr hverri áttinni

Ekkert skil ég í því hvað veröldin getur verið flókin og ringlandi ;). Ég náði í Pál á föstudag og við brunuðum í partýhelgi til Dísu í frábæru veðri og góðum hóp. Afskaplega gott veður, hlýtt og fallegt í Borgarfirði, bæði fólk og veður. Við komum svo heim í gær og voila – komin með ofnæmi -þannig að Bjartur litli á hér einhverja sök að máli – ætla að borða svolítið af ofnæmislyfjum á ný og sjá hvort augnakláði, máttleysi, hósti og slím láti ekki undan síga.

Aðalsteinn vaknaði á miðri heimleiðinni og stundi upp svefndrukkinn – hefði ég ekki bara átt að verða eftir í Borgarfirði? Mér fannst það svolítið seint athugað í miðjum göngunum en jú vissulega íhugunarefni. Hann fékk síðan óvænt far uppeftir í gær aftur og er að vinna í partýbílnum vænti ég. Þessum sem kostaði 15 þús en er með græjum í fyrir 100 þús 😉

Og við erum skoho byrjuð að mála – maðurinn minn og allt! Gaman að eiga mann sem málar – frábært. Hann er svolítið að tuða blessaður en hann væri svo sem ekki neitt neitt nema hann tuði blessaður ;-). Við erum líklega eins með það.
Nú ég fór í blóðþrýstingstékk í dag – Reductilið hefur hækkað hann svolítið og mér finnst efrimörkin vera há – en Gylfa fannst 82 – 142 ekki vera svo slæmt – ég hef nú samt aldrei verið svona há í efri mörkunum… En ekkert til að hafa áhyggjur af og súrefnismettunin 100% – frekar fín lungu verð ég nú að segja – þannig að blóðið skilar sínu vel.

Ég hef ekkert verið að hreyfa mig nema svona bara í tilverunni – kannski fer ég að hjóla í kvöld en klárlega fer ég í Styrk á morgun – ég er öll að stirðna og hlakka bara svolítið til að fara þó mér finnst alltaf erfitt að stoppa í heila viku. Kannski ekki rétt að segja alltaf – held það sé í 3 skiptið sem það gerist. En jæja…

Ég veit ekkert hvernig mataræðið gekk um helgina – mér fannst ég alltaf vera að borða og ég hef borðað heilmikið í dag finnst mér en allt sæmilega hollt nema ég er að borða of mikið brauðmeti finnst mér. Um helgina neitaði ég mér um áfenga drykki og sælgæti hef ég ekki borðað í á þriðju viku – ekki bragðað það en horft því meira ;-). Já og ég hef áreiðanlega borðað næstum matskeið af smjöri í dag – með harðfisk og flatkökum og kryddbrauði. Ég fer á vigtina á morgun en ég vænti ekki stórra afreka þar – vonandi held ég þessum tveimur sem fóru síðast og allt í plús þar er gott því ég er að verða svolítið þembd – sá tími mánaðarins og það allt saman.

Það verður sem sagt málað, borðað lítið en hollt og líkamsræktast á næstu dögum og svo kannski útilega á kyrrlátan stað um helgina. Verið góð elskurnar – og er ekki bara sól á morgun?

Færðu inn athugasemd