Enginn Borgarfjörður í dag

…það er svo sannarlega ekki alltaf á allt kosið og vegna þess fer ég ekki í Borgarfjörðinn í dag – það eru smá blikur á lofti með helgina en við skulum vona það besta.

Ég fór hins vegar í Styrk í dag og spriklaði þar vel og lengi og hef það nú skjalfest og undirritað að ég hef lést um 2 kg síðan 11. 07 og það er velásættanlegt – 😉 Hef staðið í stað ógnarinnar lengi og ég var alveg að verða vitlaus á sjálfri mér – varð svo vitlaus á mér og síðan hef ég bara staðið mig vel ;-). Það þarf að taka vel á í sumar og ná markmiðunum sem voru sett – það hefur verið slegið slöku við og Baldur segist ekki leggja nafn sitt við þessa bloggsíðu meir né verkefnið lífsstílsbreyting Ingveldar nema ég fari að gera það sem hann segir ;-). jÉg hafði þrjá og hálfan mánuði til að losna við sex kílóin en nú er hann kominn niður í einn og hálfan en ég er líka búin að missa 2 kg híhíhí – sem er algjört afbragð mikið er ég fegin og ekki er verra að þessi tala hefur komið tvisvar í röð – kíkti sko aðeins á mánudaginn en það var alveg óopinbert. Híhí

Var að sópa út hundahárum úr stofunni og þar var mjög mikið af svoleiðis en nú er kominn gestur!

Færðu inn athugasemd