Inga létta

híhí – amk létt á geði. Sólbrennd og steikt. Búin að mála langhliðarnar á húsinu – með hjálp Þórunnar kláraðist sú nyrðri. Nú þarf bara stiga og klára þar sem ég næ ekki ;-). Er svo lofthrædd þvori því ekki sjálf. Nú og þegar það er búið þarf að fara eina umferð á gluggana amk og svo taka gaflana. Vil ekki taka þann sem snýr að götunni fyrr en það er bara hægt að klára hann – ljót að láta hann gapa skellóttan við allri umferð. En nú fer Palli að koma heim og þá náttúrulega verður þetta bara æði allt saman.

Náttúrulega aðeins komin með í hálsinn aftur – svoldið erfitt að mála svona mikið 😉 og þessi háls minn er ekki upp á marga fiska. Baldur er líka að fara í þriggja vikna frí og ég fæ áreiðanlega einhverja kvíðaverki og hörmungarhyggjuverki við tilhugsunina eina saman þó svo ég hafi ekkert verið í nuddi síðustu vikurnar eða sérstakri sjúkraþjálfun – ja nema hann leit nú svolítið á hnéð og gaf mér góð ráð sem virðast ætla að virka vel.

Mataræði gengur vel -pillan virðist virka nema ég sé bara svona fjandi einbeitt því ég er ekki mikið að hugsa um mat á kvöldin – og fæ mér bara blómkál eða gúrku. Og er alsæl með það.

2 athugasemdir á “Inga létta

  1. Jæja nú ætla ég að prófa hvort ég get commenterað en um langan tíma hefur mér ekki tekist það. Alltaf gefist upp. Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið mjög þolinmóð. Inga takk fyrir síðast og til hamingju með flottan lit á húsinu.

    Líkar við

  2. Þú hefur bara gert einhverjar gloríur dúllan mín – þetta er sko svo flott og fínt hjá þér að það getur ekki verið að þú hafir átt í einhvern tíma erfitt með þetta. Kveðja og Takk Inga pinga pikkaló

    Líkar við

Færðu inn athugasemd