Það er ekkert smá flókið að fara í ræktina. Útbúnaður í útilegu er leikur einn miðað við þetta:
Eiga hrein nærföt, íþróttaföt, sokka fyrir utan fötin sem maður fer í að morgni náttúrulega
Vera með hlaðinn ipodinn – og passa að hann sé í töskunni en ekki enn í hleðslu og sinci við tölvuna!
Muna eftir Polla – báðum hlutum hans, úrinu og púlsmælinum!
Pening fyrir prótindrykk ef mann langar nú í slíkt
úps – muna eftir skónum
Handklæði – hrein og þurr og ekki færri en tvö
Svo þarf sundbolurinn nú að vera með því það er aldrei að vita nema maður skelli sér aðeins í pottana – já eða syndi bara í staðinn fyrir ræktina – hver veit hvað manni dettur í hug?
Vatnsbrúsinn má heldur ekki hafa farið neitt á flakk
Og muna eftir að kaupa sjampó – í ekki mjög stórri flösku þegar hitt gamla klárast!
Svo verður nú snyrtitaskan að vera með – og þá má maður ekki hafa nappað maskaranum upp úr henni eða dagkreminu – ónei þá er maður nú í vondum málum því þó það sé ekki oft sem ég setji á mig maskara er það þess mikilvægara þegar það dettur í mig ;-).
Svo verður maður að vera búinn að borða eitthvað sem fer vel í maga.
Þetta allt saman er nú bara á stundum meira en óreiðupésinn Ingveldur ræður við. En oftast gengur þetta nú ágætlega en boy oh boy þetta er ótrúlega mikið veeeeeeesen.
Hef verið í ægilega góðum málum í mataræðinu alla helgina – fór og hjólaði í gærkveldi Votmúlahringinn og ætlaði svo að stytta mér leið heim í gegnum göngustígakerfi Selfoss en það varð nú bara hálfu erfiðari ferð en ég hefði farið Langholtið ;-). En það var ágæt tilbreyting. Ég er fín í fótunum, smellur svolítið í hnjánum eða öllu heldur létt klemming á einhverju og eins og slegið sé á þaninn gítarstreng í hnésbótinni öðru megin en ég finn að teygjuæfingarnar hjálpa – ég þarf bara að huga sérstaklega vel að þeim nú á næstunni.
En nú þarf ég að fara að huga að íþróttatöskunni, Polla, Ipodinum og já öllu hinu….
