Máli máli máli

Jæja þá er mín nú barasta búin að mála með 3 lítrum af viðarvörn í dag – rauðri að lit eins og sjá má á örmum mínum 😀

Ég er líka búin að fara í ræktina, elda, borða gáfulega, taka til og ALLT!

Og gott ef þesssi pallur fer ekki að verða fullmálaður. Nú skil ég mjög vel afhverju fólk notar viðarvörn en ekki ÞEKJANDI viðarvörn á palla – svona oftast nær – þetta er hrein bilun að ætla sér að þekja allt og tala nú ekki um þegar skipt erum lit. Sigh þetta er margra daga vinna að mála þennan pall. Ekki minna mál en mála alla glugga hússins hugsa ég.

Ég hef rökstuddan grun um að ég sé að léttast (skrítið þar sem allt mataræði er í topplagi og hreyfingin inni sem aldrei fyrr – það skyldi þó ekki vera tengsl þarna á milli?). Opinber tala kemur samt ekki fyrr en á miðvikudag og ég stefni á að halda þessari tölu sem birtist i´dag – hún var í lægri kantinum viðurkenni það því ég er búin að vera með þvílíka magakveisu undanfarið en sjáum til.

Ég er farin að taka fitubollupilluna um miðjan daginn og ég held það sé að virka – ég er ekki eins upptekin af mat á kvöldin en það kemur fleira til. Ég borða mjög lítið brauð, ég borða tvær stórar máltíðir á dag – ég borða um leið og ég vakna og ég fæ mér grænmeti á kvöldin og reyni að muna eftir 4 ávöxtum á dag – þeir minnka sykurþörfina. Sykurinn vegur upp einhverja þörf í meira og meira einhvern veginn en ég held að pillan vegi þungt líka.

Við skulum síðan sjá hvernig mér gengur að halda kúrs. Það er svo sem ekki annað í boði en gera það – en ég ætti að léttast örlítið hraðar en ég gerði með því að vera á reductilinu og halda vel utan um mataræðið. Ég veit það er fáránlegt og allt það en nú ætla ég að taka stóran skurk og losa mig við þessi 6 kg sem sett voru á dagskrá í upphafi sumars. Það er ekki óraunhæft með pillunni og verulegu átaki í mataræðinu.

Sjáum til á miðvikudaginn hver hin opinberlega tala er. Allt umfram 500 gr er bónus.

En nú ætla ég að fara að slappa af – er hálf uppgefin af þessari málningarvinnu – þetta er heilmikið púl að vinna svona uppfyrir sig alltaf hreint.

Over and out

Inga sem er að léttast því hún ætlar sér það!

Færðu inn athugasemd