Kvöldmatartíminn nálgast, laugardagskvöld og jafnvel eitthvað gott í sjónvarpinu. Ummm þá langar mann í eitthvað gott. Hvað gæti ég nú fengið mér í búðinni sem samræmist því að ég sé að léttast…
Af einhverjum undarlegri en djúpstæðri visku setti ég saman innkaupalista í huganum. Ég átti kjúkling í kæli – ég myndi nú bara borða hann… með gúrkum og tómötum jafnvel… En eftir stendur að mig langar í eitthvað GOTT!
Hugurinn reikar um sælgætistegundir veraldarinnar – alveg óvart og snakk kom jafnvel við sögu líka- en nei kona sem ætlar sér að léttast fær sér ekki svoleiðis. Fyrir utan hina nýfundnu fíkn í sykur sem á að kæfa og bæla og steindrepa – hún verður ekki kveðin niður með því að borða nammi þó í litlu magni væri.
Frosin jarðarber – ummmm stundum eru þau svo góð í munni
Popp – poppað heima í smá olíu… verst að eiga ekki kókosolíu
hmmmm
Coke lite…
Jamm læt þetta duga – jarðarberin fyrir sykurinn og poppið til að maula með myndinni og drekka lite með. Flott….
Og litli fíkillinn fór út í búð og við blasti DUMLE sem er nýjasta fárið og æðið og gottið sem honum finnst svo ómótsæðilegt. Og það var líka nammi þarna til vinstri á tilboði sigh…
Hendin var næstum lögð af stað eftir dumle- en nei ekkert svona. En þurrkaðir bananar – já og smá hnetur? Nei of orkuríkt ekkert svoleiðis.
Áfram með þig – farðu bara í frystinn beint…
En á leiðinni þangað rak ég augun í nýbakað franskbrauð og oh my god það er svo gott… En nei þú veist ef þú kaupir það þá áttu bara eftir að borða það eintómt og vera búin með það undir morgun! Ekkert svoleiðis Ahhhh þarna er Hrókur, ummmm og litlu rauðu ostarnir. Ég horfði löngunarfullu augnaráði á ostahilluna. En nei – passar ekki við markmið sumarsins og dagsins!
Heldur voru nú axlirnar farnar að síga, ósköp má maður nú lítið… En kannski bara smá…?!? Mér tókst að standast freistingarnar. Var komin að hillunni með popppinu – og þar var svona ostaídýfa – hún er nú ekki svo slæm og Tortilla er betra en venjulegt snakk –
Hmmm stendur nú ekkert um kal á þessari ídýfu…. en það eru 470 kal í 100 gr af þessu Tortilla snakki – það er nú bara eins og í öðru – Sigh verð að láta mér duga poppið…
Útundan vinstra auganum stendur íshillan… Svei mér gaman að fá sér ís – alltaf góður í hita þessi ís – ég snéri hratt til vinstri, greip lite með mér og var komin í röðina fyrr en varir!
svei mér mikið nammi við þessa afgreiðslukassa: Nissa, Rjómatoffí, Lakkrís, Tópas, Dumle, kókósbolla, Maltester… já nefndu það bara. Ummmm hvað ég væri til í eins og eitt nissa – það er ekkert venjuleg gott. Þetta með hnetunum og rúsínunum er algjört æði! Ætti ég að fá mér eitt?
NEI!!!! Borgaði og hálf hljóp út.
Dró djúpt andann og reyndi að dást að dugnaði mínum og einurð en aldrei hefur mér tekist að langa í eins margt fitandi í einni búðarferð og þessari. Og þess vegna hef ég aldrei staðist eins margar freistingar og þar og þá – og það er nú plús fyrir litlu fitubolluna sem ætlar að léttast!
Nú ætla ég að fara að taka upp hannyrðir þegar ég á dauða stund og finnst að ég ætti að vera að narta í eitthvað. Annars er það næstum full vinna að finna til fæðu 5 sinnum á dag.
Fimm sykurlausir dagar komnir. Fimm dagar komnir þar sem mér tókst það sem ég ætlaði mér. Árangurinn hlýtur að verða sá að ég léttist. Annars þarf ég bara að gera enn betur. Get enn minnkað fituna hugsa ég þó ég noti lítið af henni eða finnist hún góð nema í forði osta.

ohhh dugleg stelpa, veit sko alveg hvað þetta er erfitt, en ég fell yfir alltaf.>>Svo nú er kallinn bara sendur út í búð að versla :o)>>kveðja Steinunn
Líkar viðLíkar við
Well done 😉>>kk Erla
Líkar viðLíkar við