Svolítið merkilegt að segja ENN sól – en ég er búin að fatta það að hún veldur mér áhyggjum. Það að það sé sól og hlýtt þýðir að ég ætti að vera að:
Klára að mála pallinn amk
Slá
hreinsa meðfram húsinu
taka til í blómabeðunum
Kantskera
Fá gröfu og hreinsa bakvið hús
En ég á ekki sláttuvél né orf – sem er mjög asnalegt þegar maður Á garð. Ég get ekki slegið því ég er með svo mikið ofnæmi! Sama ástæða er fyrir því að ég hreinsa ekki meðfram húsinu. Beðin eru svo ruslaraleg að ég get ekki kantskorið þau og ég get ekki stússast í beðunum útaf ofnæminu.
Alllt veldur þetta mér óskaplegum kvíða og samviskubiti. Get eiginlega ekki orðið á heilli mér tekið.
Ég sem ætlaði að taka til í Ragnheiðarherbergi og koma mér eitthvað fyrir þar. Jafnvel líta á Aðalsteinsherbergi. Taka til í nokkrum skúffum í viðbót og fara svo í sund.
En ég held ég fari út á pall að mála…
Ég get ekki haft þetta svona hjá mér…
Argh pargh
13:50
Sem sagt fór út og kláraði þá málningu sem ég átti – nú á bara eftir að fara létta umferð á innanverðum pallinum – og það bara á tæpum helmingnum. Maður er svo lengi að mála þennan pall. Allt í einhverjum þverspýtum og skúmaskotum ;-). Miklu fljótlegra að mála sjálft húsið. En sem sagt samviskan mun hreinni. Nú get ég bráðum farið að raða á pallinn og dást að honum því hann verður barasta tilbúinn innan skamms :-). Gamall og lúinn en flottur rauður :-).
Voða gott að losna við svolítið af samviskubitinu – er með nóg af svoleiðis.
Er búin að borða eins og lítið ljós í dag – er að hugsa um að gefa mér límmiða fyrir hvern dag sem gengur vel 🙂 Þegar ég verð komin með sjö þá fæ ég að kaupa mér … skó í gluggann!
Ég fæ límmiða ef ég:
Borða ekkert nammi
Engan ís
Hef fitu í lágmarki
Borða morgunmat fyrir 11 að morgni (ja nema ég sé bara sofandi).
Borða á 2 – 3 tíma fresti fram til 19 á kvöldin
1 ávöxt á kvöldin og svo grænmeti þar fyrir utan
3 ávexti þar að auki daglega
500 gr grænmeti hið minnsta
Jamm líst vel á þetta 🙂
Um næstu helgi verður svolítið erfitt því þá er svoldið mikið partý! Voða margar hitaeiningar í víni en maður verður nú líka að vera til :-).
