Sumar og sól, hundahár og bjór

…ja ekki bjór – bara breezer ;-).

Það er náttúrulega enn og aftur svona ægilega gott veður og Ingveldur er smám saman að komast undan svarta skýinu sem hún átti heima undir í vor og sumar.

Ofnæmið helst niðri með telfastinu með tilheyrandi púlsævintýrum ;-). Ég er að taka til, þvo þvotta, kemba Bjarti, hlusta á Abba og grennast. Því ég hef ákveðið það. Veit ekki alveg hvernig Breezerinn fittar inn í það en maður verður nú að live a little. Hlýt að eiga inni fyrir honum því ég var ótrúlega dugleg í Styrk áðan.

Ég finn svolítið fyrir hnénu – Baldur heldur að þetta geti verið liðþófinn og eða vatn að hrekkja mig. Ég læt bara liðþófann gróa – og hana nú. Spara mig svolítið bara. Hann kenndi mér líka nýjar teygjuæfingar sem virðast koma ótrúlega vel út. Gamlar konur geta gert þær er mér sagt 😉 þannig að ég er hætt að kveinka mér undan því hvað þær eru flóknar ;-). Híhí

Ég er sko að taka til með mjög mörgum hléum og stoppum og veseni. Ég hlakka svo til þegar Palli kemur heim að ég ælta ekki að segja ykkur það. Bæði hundleiðist mér svona einni í öllu stússinu og svo eru ákveðin verkefni sem mig dreymir um að við förum í:

  • Mála húsið
  • Koma garðinu í einhvers konar stand
  • Fara í mörg ferðalög og heimsóknir
  • Fullnýta fríið þannig að maður mæti svellkaldur í vinnu á ný

Þá veistu það Palli minn 😉 Þetta eru væntingarnar. Klórum við okkur ekki fram úr þessu híhí

Jæja ég er farin að brenna svolitlu í tiltekt – vinna upp á móti Breezernum blessuðum.

Ykkar Inga óhugsandi

Færðu inn athugasemd