Kílóin mín komin upp á vegg

Ágústa systir mín gaf mér tvær myndir um daginn – vor og haust. Kannski koma vetur og sumar síðar. Síðan gaf hún mér mikið af laufblöðum en hvert laufblað táknar eitt kg sem er farið. Úfærslan á því hvar laufblöðin lenda – á grein, á snúru, eða svona bara í lengju upp á vegg getur verið allavegana en í bili hef ég þetta svona því ég er svo sem bara ein að rolast hér og það er gaman að sjá þetta – það verður gaman að bæta næsta laufblaði við – vonandi koma þau tvö núna nokkuð fljótt á næstunni.

Sex fyrir september lok kannski ha hu hummm! Annars er á ekkert að stóla í því þó maður standi sig í mataræðinu því þau fara ekki bara þegar manni hentar.

En í dag var góður dagur og verður það allt til loka þó ég finni nú til svengdar – eða amk matarþarfar eftir heilmikið át þó í kvöldmatnum. Ég á léttjógúrt og appelsínu til að taka á því – og þá eru komnir tveir afbragðsgóðir dagar í mataræðinu. Einn dag í einu og svo er bara að standa sig.
p.s. í nokkrum kommúnum í Færeyjum er sendin fjara og þangað er grindhval smalað inn og hann er drepinn – og það er uppi fótur og fit. Og það er blóðbað. Ég er sko all for it að fólk og lönd haldi sínum sérkennum og nýti náttúruauðlindir og allt – og Færeyingar mega drepa grind alveg eins og þeir vilja. Ég hef meira að segja fregnir af því að dýrin eru drepin fljótt og örugglega – ekki hoggin hægri vinstri á meðan þau eru á lífi. En samt – mér finnst þetta allasvakalegt ég verð bara að segja það. Sjá myndir (hlekkur).

Færðu inn athugasemd