Þetta með olíuhreinsunarstöðina

Ég er algjörlega miður mín yfir þessum olíuhreinsunarstöðvarmálum! Og það í Dýrafirði! (Hlekkur). Fallegasta firði á Íslandi held ég – kannski ekki alveg marktæk þar sem þetta er jú fjörðurinn hennar mömmu og eldri systkina minna. Já og ég hef svo sem ekki séð alla firði á Íslandi ;-).

Ég held að við bara hreinlega verðum að verða sammála um það að Vestfjörðum spillum við ekki með stóriðju og ógeði. Ég bara skil ekki hvernig nokkrum manni getur dottið í hug að setja eitthvað svona ferlíki inn í þetta landslag sem er algjörlega einstak. Við eigum að nýta okkur Vestfirðina á annan hátt – í náttúruupplifun, gönguleiðir, sjónrænt augnakonfekt. Maður hreinlega verður annar maður eftir að hafa komið til Vestfjarða.

Ég veit heldur ekki alveg hverjir ættu að vinna í þessari stöð. Hvergi á Íslandi vinna fleiri innflytjendur og farandverkamenn í fiski – það er varla hægt að manna grundvallaratvinnuveginn þar og ég held að þau okkar sem hafa flutt frá Vestfjörðum geysist varla vestur til að vinna í þessum stórkostlegum heitum – jafnvel þó það séu eiginlega bara verkfræðingar og hátæknifólk sem á að vinna þar.

Ji minn eini – og svo segja sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum að það sé bara engin mengun hjá þessum söðvum (látum liggja á milli hluta þetta með sjónmengunina) en hér má þó sjá að ekki er allt í dandí (hlekkur)

1 athugasemd á “Þetta með olíuhreinsunarstöðina

Færðu inn athugasemd