Það verður nú svei mér gaman að sjá hvernig heimferðin gengur hjá mér í dag. Hér fyrir utan flugstöðina finnst mér vera svarta þoka og skil ekki alveg hvernig mennirnir ætla sér að fljúga upp í gegnum þetta, framhjá fjöllum og tindum en þetta gera þeir nú upp á hvern dag – aðalvandamálið er víst að lenda…
Vélin okkar er held ég ekki lent – það var ein að taka á loft nú rétt áðan ….og hviss bang það var ein að lenda núna ;-). Þessir menn eru náttúrulega bara snillingar blessaðir.
Annars er það svo skrítið – að ég sem er næstum hrædd við allt er ekki hrædd að fljúga – ja amk ekki mjög.
Í næstu Færeyjarferð verður Gata skoðuð betur, gengið í Kirkjubæ í góðu tómi og farið til Vestmanna – þó ég verði að fara þangað gangandi því ég þarf að fara í siglinguna að klettunum háu og fínu.
Kannski kæmist ég það í rútu – ég er einhvern veginn ekki eins lofthrædd í rútu – fæ meira svona flugvélatilfinningu ef ég er í rútu. En ef allt um þrýtur labba ég bara í Vestmanna – 30 km eða svo. Hlýt að komast það á einum degi og gisti svo bara þar :-). Næsta sumar verð ég kannski 20 kg léttari (og ég segi kannski því ég er alveg að verða úrkula vonar í þessu léttingadæmi…. en auðvitað er það ekkert kannski að ég verði léttari en ég er núna – bara kannski ekki heilum 20 kílóum.(við skulum nú fyrst hugsa um kílóin sex sem EIGA að fara í sumar. )
Ég labbaði svolítið í gær og ég er bara ágæt í fótunum í dag og var ekkert slæm í þeim í nótt þannig að þetta er nú allt að koma vona ég. Það er gott að geta fengið á ný – átakalítil hreyfing þegar lappirnar eru í lagi. Og nú get ég líklega farið að synda aftur því lungun eru að verða hrein og fæturnir færir um að sprikla í vatninu.
Ég hlakka voða til að koma heim. Það er víst brjáluð blíða þar enn og húsið þarf að mála. Er svo ekki eins og ein útilega framundan?
Í loftið klukkan 13:00- við skulum nú sjá til hvernig það gengur hjá blessuðum Færeyingunum sem eru ekki sérlega góðir í flugáætlunum – en það er nú líklega meira þokunni að kenna en þeim ;-).

