Nú nú hugsið þið náttúrulega – hvað er nú hægt að flækja eina Færeyjarferð og breyta henni í væl og vork – enn ein ástæðuna til að vera löt!
Einu sinni ætlaði vinkona mín, hún Gerður til Færeyja. Hún beið lengi lengi á flugvellinum en það fékkst svo að lokum staðfest að fluginu seinkaði svo hún fór heim. ….og svo nokkrum sinnum enn út á flugvöll. Og hún meira að segja komst upp í flugvélina í einni feriðnni, lagði af stað og flaug til Færeyja. En aldrei lenti hún þar og ég held hún eigi enn eftir að ná þeim merka áfanga því vélinni var snúið við – vegna þoku. Þetta ferðalag sem átti að enda í Færeyjum en gerði ekki – tók heila helgi.
En það er ekki alltaf auðvelt að átta sig á áætlun véla til Færeyja frá Íslandi. Bæði virðist sú leið nú vera svona heldur aukreitis hjá Atlantic airways og einnig er flugstöðin hér á Íslandi náttúrulega eiginlega ekki fær um að taka á móti millilandaflugi og oft setur það líka strik í reikninginn – en mest áhrif hefur þokan – þokan – þokan færeyska.
Við Páll fengum eiginlega engan botn í það hvenær vélin ætti að fara á föstudaginn til Færeyja – það voru allavega tímasetningar á netinu og fæstar pössuðu við hina útgefnu áætlun. Palli hvatti mig til að vera dugleg að hringja og fylgjast með þessu. Nú og eftir því sem ég komst næst kæmi vél frá Færeyjum rúmlega sex til Íslands en það er tími sem ég kannast vel við því ég sæki Palla svo oft í það flug. Ég lagði því saman tvo og tvo og taldi líklega að vélin færi svo til Færeyja aftur – með mig um borð. Var því komin í bæinn rúmlega sex til að tékka mig inn – svona eins og ég gerði síðast og hafði séð fólk gera þegar ég var að ná í Palla enda höfðu starfsstúlkur á vellinum sagt mér að vélin færi hálf átta – já eða hálf níu um kvöldið. Ég fékk þó þær upplýsingar að hún færi ekki fyrr en hálf eitt eftir miðnætti.
Ég fór því til Ása og beið þar í góðu yfirlæti og fylgdist með síbreytilegum brottfarartímum á netinu – hálf tvö hálf eitt þrjú – já nefndu það bara. Ása fannst þetta nú undarlegt – það mætti ekki fljúga á næturnar yfir íbúðabyggðina við völlinn…
En niður á flugvöll fór ég kl hálf eitt – komst að því að Atlantic hefði ekki fengið undanþágu til að lenda vél frá Grænlandi og taka sig á loft með okkur um borð og því yrðum við að tékka okkur inn í RVK en fara svo til Keflavíkur og fljúga þaðan. Við færum í loftið tvö hálf þrjú.
Nú það er nú alltaf gaman að koma til Keflavíkur og í Leifsstöð svo sem – nema hvað það var ungt fólk í rútunni sem var svo pirrað á þessu öllu saman að ég varð næstum eins neikvæð og þau – en ákvað að það tæki því nú ekki.
Vélin fór í loftið hálf þrjú, við lentum fjögur – fimm að færeyskum tíma eftir yndislegt flug, ég tók bussen til Havn og leigubíl þaðan til Palla. Eftir fimm tíma svefn nóttina áður hafði mér tekist að vaka algjörlega sleitulaust í heilan sólarhring og verið á ferðinni í 14 tíma. Ekki slæmt – svoldið eins og að fljúga til Kína bara híhíhí.
Í morgun þegar ég vaknaði leið mér eins og ég hefði lent undir valtara, vörubíl, búkollu og loftsteini … en sofnaði sem betur fór aftur ;-).
Kimi missti pólinn til Hamilton – og ég sem er að reyna að vinna Palla og Baldur í liðsstjóraleiknum – ég með Kimi og þeir með hamma – sigh. Kimi verður bara að taka þetta á morgun – það er ekki um neitt annað að ræða. Vís til þess svo sem. Hvor þeirra sem er reyndar.
hmmm það er einhver að reykja úti og það kemur allt hér inn… auj…
Ég verð síðan ein að paufast hér því Palli er að fara að spila við Færeyjarmeistarann í Bridge í nokkra klukkutíma. Ég finn mér eitthvað til dundurs á meðan.
En sem sagt komin til Færeyja, er að slappa af, ferðalög fyrirhuguð á morgun – og gersamlega brjáluð blíða hér á þeim hektörum sem Þórshöfn tekur yfir – sem segir EKKERT um veðrið handan við næsta hól! Ekki kannski mikil sól en funhiti.
En nú er nóg komið af bulli.
Kveðja Inga og Grettir Færeyjarvinir.

Fyndið að þú skyldir setja Færeyjasöguna mína á bloggið hjá þér núna – ég var einmitt loksins á laugardaginn að sjá sýninguna sem var tilefni þeirrar ferðar!>>Hafðu það gott í Færeyjum ljúfan mín – já og bara allsstaðar þar sem þú ert!
Líkar viðLíkar við