Föstudagur út úr kú


… en fyrst ber þó að geta að fangarnir á Hrauninu stóðu sig vel í morgun – ég á afskaplega hreinan bíl – en eins og flestum er kunnugt um legg ég ekki mikið á mig í þrifum á bifreiðum. Held reyndar að tjara og drulla myndi vörn gegn ýmsum veðrunarþáttum og haldi bílnum sem nýjum. Það hefur amk ekki brugðist mér því allir bílar sem ég hef átt og selt hafa alltaf fengið mjög fína einkunnir fyrir lakkið ;-). Híhí

En það er helst að frétta að hér er allt í vitleysu hjá mér. Ég er að fara til Færeyja og ég hélt að ég myndi fara um miðjan dag en það er nú ekki aldeilis heldur verð ég á ferðinni seint í kvöld. Ég er svo viðkvæm fyrir tilfærslum að þetta þýðir að ég gæti farið í styrk ef ég vildi… en þar sem ég hafi fellt það út af dagskránni ræð ég ekki meira en svo við tilhugsunina! Og þá er ég nú komin í svolítið sérkennilegan fasa…
En kannski er gott að hvíla sig bara svolítið svo ég geti gengið um helgina í Færeyjum og skoðað mig um þar by foot ;-). Hugsað vel um mataræðið og ekki sprengja það upp með einhverri vitleysu og den slags. Ef það er rétt sem Baldur var að halda að ég hefði bara verið búin að gera of mikið – verið í ofþjálfun takið eftir! Ég held það geti verið.
Annars er ég að lagast af sýkingunni í lungunum og hafði t.d. þrek til að taka svolítið til í húsinu og allt… Þetta er líka orðið gott af veseni. Nú held ég að það sé rétt að fara í sumarfrí :D. Byrjum í Færeyjum. Það er liggjandi góðveður (hlekkur) um helgina og liggjandi góðveður í dag! (hlekkur) í Þórshöfn.

3 athugasemdir á “Föstudagur út úr kú

  1. Váááá….flott klipping á dömunni! Kúúúl litur á pallinum og farartækið aldeilis orðið glansandi fínt. Það er bara allt á fullu og þú á leið til Færeyja. Ég óska þér góðrar ferðar!Kv.Villa

    Líkar við

  2. ah þessi klipping er ekki alveg að gera sig – það lítur út fyrir að ég þurfi að greiða mér á morgnana og ALLT – en ég er alltaf mjög fegin þegar ég slepp við það sem er iðulega. Híhí – já eigum við ekki bara að segja það – allt á fulli ;-). Hvað ætli maður geti gert allt – styrkur getur bara beðið híhí

    Líkar við

  3. Afar , afar , afar flott klipping -en fyrirgef�u �� hef�ir m�tt grei�a ��r �ur en �� leist vi� um daginn, �g n�i �essu ekki alveg a� �� v�rir n�klippt!!! (ma�ur ver�ur a� eiga einhverja sm�munasama vini.�a� er �rugglega hreinn una�ur a� flj�ga til F�reyja um mi�ja n�tt � j�l� – allavega hafa f�reyskar sumarn�tur hlj�ma� afar dul�ugar � �eim f�u f�reysku krimmum sem �g hef komist yfir a� lesa. �annig a� �g vorkenni ��r sums� ekki neitt og held �� s�rt bara heppin! (My cup is half full today you see, not half empty). Nj�ttu fer�arinnar og l�fsins.�sta

    Líkar við

Færðu inn athugasemd