Ég er að fara í klippingu í dag – afskaplega langþráð. Það er mánuður síðan ég átti að fara – en af einhverjum ótrúlega ástæðum hef ég ekki náð því. Ekkert er ljótara en úr sér vaxinn ,,stutt“klipptur kollur.
Ég er að hugsa um að fá mér svona klippingu. Til að byrja með þarf ég að hafa hana svolítið styttri hægra megin en hér er sýnt.
Svo er ég að hugsa um að hafa þetta allavegana á litinn. Svoldið mikið ljóst bara… Ljósar strípur með…súkkulaðibrúnu. Gylltar strípur frekar en ljósar… og ekki tröllastrípur nei nei.
Ég er skárri í lungunum og hóstinn hefur stórkostlega látið undan síg – það er frábært að taka sýklalyf sjaldan þá svínvirka þau þegar maður fer á þau! Nú er bara að sjá hvernig púlsinn er í dag

Fegin að heyra að þú ert betri og vonandi getum við farið í aðra hjólaferð fljótlega!>kv.Villa
Líkar viðLíkar við