Það liggur við að ég haldi að ég sé með kvef frekar en ofnæmi – en hvort heldur sem er þá er ég að lagast þó ég hósti alveg jafn mikið og sé alveg jafn stífluð þá er ég ekki eins svakalega slöpp – bara svoldið slöpp. Og mér líður ekki eins og það sé að fara að blæða úr lungunum á mér þegar ég hósta. Þannig að þetta er nú allt á réttri leið.
Ragnheiður gaf mér svona skó á föstudaginn í tilefni sumarsins. Hann er ótrúlega sumarlegur og skemmtilegur. Mér líður eins og ég sé þarna á milli – undir hælnum og golíat sé í skónum. Mér líður eins og kramminni bjöllu með brakið úr World Trade center ofan á sér. Sigh….
En svo er það nú blessuð Formúlan. Þar sem ég hef skoðun á úrslitunum þá líður mér herfilega. Herping í maganum, svitna í lófunum og allt. Bara af því að ég vil að Kimi gangi vel í þessari keppni. ÉG vildi nú líka að Mika gengi vel þegar ég fór á Magny Cours hér um árið en hann sat nú alveg pikkfastur á ráslínu fyrir því! Ég held ég ætti að hætta að hafa skoðanir á þessum málum bara og vera alveg sama. Það er miklu þægilegra og átakaminna.
Ég finn ekki fyrir nokkurri svengd og finnst tilhugsunin um mat frekar óþægileg. Það þýðir að ég gríp eitthvað til að setja upp í mig sem er afleitt. Ég verð að huga mjög vel að eldamennsku og því hvað er til hér – næringaríkt og hollt, fljótlegt og þægilegt um leið.
En kannski er þetta bara ímyndun og þetta lyf á ekki að kikka inn svona fljótt. Sama hvort er – áhrifin eru ágæt. En ég finn að ég þarf að hafa mjög mikið eftirlit með sjálfri mér. Ég ætla að vanda mig sérlega mikið að halda matardagbókina núna. Skrá þetta vel niðu.

