Ég held ég sé ekki í lagi!

…amk miklu meira ólagi en ég hélt. Ég át heila dós af ís með kökudeigi í! Og það eru 1000 hitaeiningar í honum!!!! Var ekki nema svona korter með hann!

já það er svona að vera Inga í dag. Síðustu tvær nætur hef ég fengið mér náttverð klukkan 3 um nótt! Ný og spennandi leið til að grennast ekki satt? Christ…

Ég fer alveg að verða sátt við að vera geðveik bara. Maður getur þá kannsku unnið út frá því soldið…

Að þessu sögðu set ég mynd af ótrúlega flottum skóm. Geðveikt flottum meira að segja!

Annir og volæði

Sko ég ætla bara að ná þessu út úr sýsteminu:

Ég er alltaf svo þreytt, mér er alls staðar illt – eða amk er mér alltaf illt einhvers staðar. Ég sef ótrúlega illa. Ég er full af kvefi eða ofnæmi með óbærilegan höfuðverk. Af þessu leiðir að ég er ótrúlega ódugleg löt og hugmyndasnauð!

Mér er illt í hnjánum, ristinni og maganum. Jamm. Húsið mitt er eins og eftir loftárás þar sem húsgögnum frá Dísu rigndi hér inn í gærkveldi með tilheyrandi hrókeringum og hryllingi. Hundahárin hafa síst yfirgefið samkvæmið. Þá er það að mestu upptalið.

Ég er orðin mjög þreytt á þessu. Nú ætla ég að segja eitthvað jákvætt. Mér veitir satt að segja ekki af því að horfa aðeins á það!

Ég er heldur að lagast í fótunum. Held ég…

Ég fæ nýja tölvu á morgun – tralalalalalala sem ég get gert allt mögulegt við. Ekki með ægilega hamlandi aðgangi. Úff púff.

Ég er að skrifa matardagbók (huhummm ef það getur talist jákvætt).

Ég er komin í sumarfrí!

Og ég held ég fari að setja myndir af skóm aftur á síðuna mína. Ég er farin að sakna þeirra mjöööög mikið.

En nú er ég farin að leggja mig þar sem ég er ótrúlega lasið lítið korn. (ætti að vera í styrk að sprikla en ég er óbærilega mikið of veik til þess!)

Bikar

…samt ekki þessi 🙂
Eitt mesta áfall síðustu viku var að Polli sem hefur verið mikill og góður vinur minn hingað til (Polli er púlsmælirinn minn og æfingafélagi) tók af mér bikarinn sem ég var búin að vinna mér inn í síðustu viku! Viljið þið bara pæla í því.
Eftir að hafa hálf drepið mig á því að ná bikar (eftir heila bikarlausa viku (þar sem ég náði ekki markmiðum mínum)) vegna fótafúa valdi ég óvart vitlausa æfingu – eina langa Styrksferð í stað lítillar æfingar- í smá sundsprikli í síðustu viku, þá tók leiðindaskjóðan af mér bikarinn – sem ég ÁTTI. Ég er mjög fúl út í hann og það var sko eins gott hann gaf mér annan á sunnudaginn. Annars hefði ég orðið mjöööööööög leið!
Umbun er sem sagt mjög mikilvæg – jafnvel þó hún sé mynd af bikar á skjá úrsins míns! Simple minds – simple pleasures!
Í dag fór ég í vinnu, fór í Styrk og brenndi þar 2000 kal, fór svo í sund og teygði mig og beygði í pottunum og sólbaðaðist svolítið. Mjöööööög notalegt.
Mataræðið hefur verið ágætt – borðaði of lítið fyrri partinn og of mikið seinni partinn. Og ekki allt alveg rétt en það sleppur vonandi.
Ég á að vera að gera matardagbók. Kannski geri ég það á eftir – held samt hún eigi að skrifast jafn óðum yfir daginn. ;-).
Ég er komin í frí – júbbití jú og þarf að þrífa hús sem er fullt af hundahárum. Það er svo sem skemmtilegt verkefni.

Þvílík vika

Síðustu dagar hafa verið svo annasamir að ég hef sjaldan vitað annað eins. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að telja það upp – enda var ekkert af þessu sérlega merkilegt eða tilþrifamikið – en margt skemmtilegt og annað tímafrekt.

Nú sit ég í síðasta sinni (í bili að minnsta kosti) að sýsla í Sunnulæk og er komin með hugann í Grímsnesið. Þar á bæ hefur þeim tekist að koma mér í einhverja vefsíðu umsjón – hallelúja þannig að ég hugsa að mér þurfi ekkert að leiðast.

Mitt í öllum önnunum hef ég verið í útilegu frá því á miðvikudag – en líka verið að vinna, líkamsræktast og fara í sund á Borg.

Ég hef komist að því að sund er mikil bót fyrir fæturnar á mér – ekki sundið sjálft heldur vappið á milli pottanna. Ég skána líka við að hreyfa mig í Styrk – liðkast. Smám saman með því að hugsa um hvað ég er að gera, teygja og svamla held ég að þetta sé að koma en á köflum er ég algjörlega ógöngufær. Í fyrsta sinn á ævinni eru hnén að stríða mér og það eru miklar bólgur í kringum þau, en þetta liggur nú allt í vöðvunum og þá getur maður mýkt, strokið og klappað :-).

Brjáluð blíða – og ég sit í gluggalausri komu – alveg að komast að því að allt það sem mér þótti algjörlega nauðsynlegt að gera fyrir helgi má flest allt missa sig.

Skólaslitadagurinn mikli

Það er ekki oft sem maður fer á tvö skólaslit sama daginn en ég gerði það í gær. Ég fór upp í Reykholt og fékk þar rós frá gömlum nemendum mínum – einn af þessum hópum sem maður kennir þrjú ár samfleytt. Nú þar sem ég vissi að skólaslitin á Ljósuborg væru stuttu á eftir smeygði ég mér þar inn í kaffi og hitti þar fólkið.

Þetta var að mörgu leyti afskaplega merkilegur dagur. Það var merkilegt að koma í annan skóla og hluta á lokaræðuna þar – ég held það sé hollt að bera saman tvo heima því líklega er það orðið svo að hér í þessu landi eru tvenns konar skólar – tvennir árfarvegir sem skólarnir renna eftir. Og þeir eru ekki endilega sérlega líkir nema í þeim báðum rennur vatn.

Ég finn bara og veit að ég er afskaplega góðu vön héðan úr Sunnulæk. Ég veit líka að ég á eftir að sakna þess anda sem hér ríkir. Stemmningin er um margt sérstök.

Það verður verðugt viðfangsefni að fara á nýjan vinnustað, smæðin hefur eitt og annað í för með sér sem er bæði gott og slæmt og mikilvægt að nýta sér báða kostina. En það var gott að hitta fólkið á Ljósuborg, krakkana og foreldrana og finna að maður er velkominn.

En já mataræðið gengur ágætlega þessa dagana fyrir utan afskaplega sérkennilegan morgunmatsbita í gær og í dag (hann var jafnvel enn skrítnari í gær – en ég ætla ekki að segja hver hann var). En þetta er allt á réttir leið.

Drasl, dót og gögn

… það er ekki alltaf auðvelt að greina þar á milli :D.Skil ekki alveg afhverju ég þarf alltaf að vera eins og ég er. Verð svolítið þreytt á því stundum. Á meðan aðrir kennara labba héðan út í starfslok með eina tösku eða lítinn kassa er ég með heila búslóð…

Og draslið dótið og gögnin eru um allt. Körfur, kertastjakar, póstkort, enskudót úff púff…

Ég er ekki hægt. Ég er draslararófa af guðsnáð, það verður ekki af mér haft I kid you not.

Ætla að reyna að vera búin að taka svolítið til hér í dag amk koma draslinu mínu öllu á sama stað og þá er auðveldara að koma þessum ósköpum í kassa og ég á auðveldara með að hugsa :-).

Vona ég.

Engir skandalar í mataræðinu í gær 🙂 Léttsauð meira að segja gulrætur og snæddi með bestu lyst sem snakk í gærkveldi. Soðinn maís og gulrætur um miðjan daginn og Subway bátur í kvöldmat. Ekki kannski alveg ideal en ekki svo slæmt.

Áfram veginn!

Ég hlakka voða til að fara í Styrk á eftir í fullan tíma – það eru eftir æfingar í dag og ég get þær nú vel 😀

Afríka og sunnudagur

Almættið hefur greinilega ætlað mér að hugsa meira um Afríku því í dag sat ég límd yfir heimildarmynd um herforingja Sþ Dallaris, sem má ma sjá í myndinni Hótel Ruanda. Þar var fjallað um þjóðarmorðin og stórveldunum ekki vandaðar kveðjurnar – enda afhverju ætti að gera það. Holy moly þetta er hroðalegt hvernig við forðum okkur. Lítil er friðþægingin en víst styrkjum við eina stúlku í Úganda og erum heimsforeldrar líka. Um leið og illskan býr í okkur og ræður sumum þá er góðmennskan við völd hjá öðrum. Látum hana ráða.

Það er snilldarpistill aftan á fréttablaðinu þann 1. júní um reykingabannið og minnihlutahópinn reykingamenn og áróðurshernað þeirra. Merkilegt að einhver skuli láta sér detta það í hug að svitafýla sé verri en reykingalykt – það kannski þrýstir þá á menn að fara oftar í bað ef við gerum athugasemdir við lyktina. Víst er prumpulykt ekki góð en hún leysist fyrr upp en reykingafnykurinn. Hlýtur samt að hafa aukist eftir danska kúrsæðið ;-). Við leyfum okkur það að gagnrýna bann við notkun þessa eiturlyfs, þessa banvæna viðbjóðs – aumingja veitingamennirnir þeir fara bara á hausinn – enginn mætir á barina því þar má ekki lengur reykja – fólk ætlar að vera heima bara – og reykja þar væntanlega yfir allt sitt fína dót og börn. Ætli margir reyki í bílum í dag? Nei ég á ekki eftir að sakna reykinganna – kannski fer ég að fara á pöbbarölt bara :-).

Ég er sífellt að koma mér á óvart! Þar sem ég velti mér upp úr því að þurfa ekkert að gera – ekki hafa áhyggjur af nokkrum hlut og rótast bara í mínu rusli eða glápa á dvd, vorkenna mér fótafúann- já bara hvað sem er þá skutlaðist ég á lappir og í Styrk og fór á ógeðstækið í 25 mínútur híhí, teygði vel og lengi og brenndi við þetta 1000 kaloríum 😀 hóhíhó. Dj… sem ég var stolt af mér – nýja ógeðstækið er svo skemmtilegt – eða amk betra en hið gamla. Ég finn ekki svo mjög fyrir vöðvunum þarna til hliðar í hnjánum á því – get svoldið stýrt því líka í átakinu. Hreint afbragð. Þá er ekkert eftir nema að hjóla og brenna 500 kal þá hef ég náð markmiðum Polla þessa vikuna 100% – ótækt að fá ekki bikar aðra vikuna í röð – fuss og svei.

Aðalatriðið í mataræðinu er þetta:

Ekki nammi

Borða 3-600 gr af grænmeti á dag.

Trappa mig niður á sem gáfulegastan hátt.

Þetta hefur gengið vel um helgina – fékk mér samt óþarflega mörg kex hjá Björk og Grími áðan… En that’s life. Ég er bara sátt við helgina.

Næsta skref væru að borða ekki eftir 20 nema þá grænmeti og kann 1 ávöxt kannski.

Hreyfingin í sumar væri þessi:

Mánudagur – miðvikudagur og föstudagur Styrkur
Hjóla sem oftast í um 20 mín á morgnana – 4-5 sinnum í viku.
Fara í sund 2 sinnum í viku til að synda eða hlaupa -allt eftir ástandi fótanna.
Koma goflinu inn.
Fara í létta göngu í útilegum ef ekki finnst sundlaug eða líkamsræktarsalur.

ps. Annars myndi ég alls ekki vilja vera Daninn sem hljóp inn á völlinn í gær…

Segist vera lélegur tapari… jamm best að gulltryggja það þá
Man annars ekkert eftir þessu -var búinn að drekka 20 öl – svo heppilega vill til að hann vinnur í Gautaborg – verður honum líklega til lífs..
Talandi um slæma timburmenn…

hér eru myndir af þessu atviki

Og ég sagði ykkur það – ég bara á ekki að fylgjast með fótbolta – verð alveg vitlaus…

Sætustu feðgarnir

ps: Færeyjarpistill nálgast – en vitið þið það er bara eitthvað við Færeysku sem fær mig til að brosa – víst er fótbolti ekki háalvarlegur eins og málefni Afríku en samt eru Danir áreiðanlega ekki ánægðir en samt fær þessi frétt mig til að brosa…

Danmark tapir 3-0Tað er longu boðað frá, at Svøríki hevur vunnið 3-0 eftir stóru skandaluna í ParkiniFótbóltshýrurin í Danmark er sera ringur í kvøld. Eftir framúr fótbóltsuppgerð millum Danmark og Svøríki, endaði alt í stórari skandalu. Dysturin varð ikki liðugt spældur, og UEFA hevur longu boðað frá, at úrslitið verður 3-0 til Svøríki! Tað stóð 3-3, tá ið dómarin í evstu løtu dømdi brotsspark til Svøríki. Ein áskoðari leyp inn á vøllin og slerdi dómaran. Hesin rýmdi av vøllinum saman við hjálparmonnum, og nú er avgjørt, at Svøríki hevur vunnið´3-0!

Ég vildi

…að ég gæti skrifað stuttan texta.

Ég ætti ekki að horfa á fótbolta. Það er bara hreinlega of taugastrekkjandi. Átakamikið og átakanlegt náttúrulega því ég held alltaf með tapliðinu einhvern veginn….

Hljómar eins og í F1 og stjórnmálum…

já nema nú nýverið náttúrulega!

Var að horfa á Blood Diamond – oh my god. Úff!

Horfði á Hótel Rúanda í annað sinn um daginn…

Líklega of stutt á milli þessara tveggja mynda. Ég er amk algjörlega miður mín yfir veröldinni – og ekki fer hún batnandi.

Fyrsti í fríi

…er ekki í dag en mér líður nú samt þannig. Eftir gasalegheit síðustu viku – tilfinningalegan rússibana, magakveisu, fótafúa, kvef, vinnu fram í rauðan dauðan, viðskilnað við krakkana og sundurtættan og rykugan skóla – þá bara sure does this feel like A vacation.

Ég er mikið búin að hugsa um tjaldvagninn í dag – fór meira að segja upp í Þrastarskóg að kanna aðstæður og þær voru í meira lagi fínar en ég hef engan til að fara með mér og ég nenni ekki að tjalda og taka allt til í einsemd. Kannski veitir mér líka bara ekkert af því að vera hér heima og hvíla mig svolítið og átta mig á hlutunum.

Hér kemur smá yfirlitspistill – svona til þess að ég eigi þetta einhvers staðar og geti lesið og lært þetta- eiginlega ekki á annan leggjandi að lesa þetta 🙂

Fallbraut hvað er nú það 😉
Eitthvað úr alkasamfélaginu svo mikið er víst

Það sagði mér kona að í OA væri til nokkuð sem héti fallbraut. Hún sagði mér það eftir að ég lýsti fyrir henni hugrenningum mínum í síðustu viku. Þetta lífsstílsbreytingarferli er nefnilega það – ferli með sífelldum uppákomum og undarlegheitum sem maður verður að læra á as one goes.

Heildarmynd síðustu 3 vikna er einhvern veginn svona:

Ég byrja að labba með Bjart á morgnana daglega nema um helgar í rúmlega 20 mínútur (sumir vilja amk meina að vandræðin hafi byrjað þar). Samhliða fer ég að hjóla í skólann og fer í einn til 3 stóra hjólatúra í viku (stóra meina ég þá um klst eða svo). Ég fer einnig í Styrk og reyni að fara svolítið í pottana en það fer fljótlega minnkandi þar sem ég var mikið að vinna og eitthvað frí var þarna hjá Palli í millitíðinni og þá ruglast nú allt svoleiðis dekur svolítið.

Í kjölfarið á þessu fæ ég í ristina viðbjóðskvalir sem lagast þegar ég fæ gigtar og bólgueyðandi lyf. Þau lina verkina en ég lagast þó ekki og ég hætti að ganga og fer að vinna þess meira. Síðustu tvær vikur hef ég síðan ekki farið nema 3 í Styrk held ég í fulla tíma. eða kannski bara tvisvar. Ég reyndi þó að hjóla og paufast svolítið í því. Á móti jókst svo vinnan, sundferðirnar duttu út og seturnar jukust. Fótaverkirnir héldu sínu, ég fór á nýjan gigtarskammt, maginn hrundi en fæturnir bötnuðu svolítið. Ég get samt ekki gengi eða staðið nema bara brota brot af því sem ég gat eða er ásættanlegt miðað við heilsubótarátak grande, er illt í vöðvunum í kringum hnén, kálfana, ökklana og mjaðmirnar. Þegar ég er búin að vera lengi að þá stífnar hægri fóturinn á mér og hann verður eins og staurfótur. Mjög hvimleitt. Sem sagt fæturnir í hassi. Herðar og háls skárra og bak alveg hreint afbragð. Svolítill hausverkur við og við en það er ekkert sem ég þekki ekki.

Ég þekki hins vegar ekki þessa ógnarinnar fótaverki. Hef oft verið aum í kálfunum og jafnvel verið með hælspora 😉 en ekki þetta – fuss og svei.

Ég hef ekkert gengið – nema í skólanum og svolítið í Færeyjum í tvær vikur eða svo – og er ekki á leiðinni til þess. Mér finnst alveg arfaslæmt að það sé ekki opin sundlaugin hér á Selfossi. Ætli ég stefni ekki bara á að fara í Hveragerði í næstu viku. Hún er bara svo leiðinleg laugin þar…

Heima er best segja þeir – ætli það eigi ekki bara við um sundlaugar sem annað.

Nú jæja meðfram þessum hörmungum í skrokknum hefur vinnan verið í stjarnfræðilegum víddum. Og mataræðið þar með í molum. Sandkornum, öreindum…

Þegar ég svo var að setja þetta saman í huganum á milli þess sem ég fór yfir próf, varð þessi blanda úr – ég hreyfi mig of lítið, borða of mikið og ég er vitlaus í sælgæti. Þrátt fyrir góð áform um eitthvað annað þá var ég búin að brjóta þau nokkrum stundum síðar. Eitthvað sem er nýtt á þessu ferli mínu því þó ég hafi oft hagað mér asnalega og óskynsamlega í mataræðinu þá voru það meðvituð brot og gert í sátt við allar áætlanir og ég reyndi þá að taka meira á – fara aukaferð í ræktina eða eitthvað slíkt. En því var ekki heilsa nú undanfarið. Af þessu fæddist mér svo þessi sýn sem gæti leitt mig inn á fallbraut. Ég fór að skilja fólkið sem hefur sýnt stjörnuleik í hreyfingu, mataræði og hverju einu, en er svo farið á rassinn með allt saman og orðið hálfu feitara og stirðara en áður.

Þegar maður verður innilega óánægður með sig- þegar maður ræður ekki við aðstæður, þegar maður fer í pytt t.d. vinnualkans – eða einhvern þann pytt sem hefur reynst manni erfiður í gegnum tíðina þá eru manni næstum allar bjargir bannaðar. Rétta hegðunin sem maður þekkir og veit hver er, verður manni erfið og freistingarnar margfaldast að fegurð og verða svo eftirsóknarverðar að maður lætur undan – en bara núna. Svo tekur maður sig á. Breytist aftur í þann dugnaðarfork sem maður var – er jafnvel – en það bara gerist ekki svo auðveldlega. Rétta hegðunin verður umlukin ljóma – verður ljúf minning, steinn í þá sjálfsmynd að maður sé nú ýmsu megnugur og maður verður áreiðanlega einhvern tímann aftur svona duglegur. Og svo rennur maður niður fallbrautina, haldið verður lausara og lausar og að endingu er maður í frjálsu falli þess sem hefur misst tökin. Og svo bíður fólk þess að andinn komi yfir sig á ný því það veit það getur þetta. Og ætlar sér að gera betur – taka sig aftur á. Verða aftur svo ljómandi ánægður með sig og framfarirnar. En leiðin upp flughála og snarbratta rennuna er ekki eins auðveld og niðurferðin.

Ég horfði niður eftir þessari fallbraut í síðustu viku. Heltekin af vinnufíkn, samviskubiti yfir að vera ekki búin að hreyfa mig nóg – óttanum við að geta ekki hreyft mig framar, vera búin að skemma á mér lappirnar með óðagotinu. Fæðið ekki nema hæfilega gáfulegt, sælgæti ekki langt undan og aldrei langt undan í kollinum. Kaffiþambið gríðarlegt og hreyfingin of lítil miðað við væntingar og langanir…. Og ég sá hvernig þetta þróast hjá manni. Það er allt í orden en svo fellur maður í einhverja þá gryfju sem hefur reynst manni erfið í gegnum tíðina. Og ef maður hefur ekki stuðninginn, meðvitundina og viljann til þess að krafla sig upp úr henni þá sé ég alveg hvernig er hægt að missa tökin algjörlega. Ég ætla ekki að gera það. (Ég ætlaði að segja – ég vona að ég geri það ekki – en slíkt hálfkák dugir ekki – það þarf að segja Ég ÆTLA ekki að gera það).

Það ber þó ekki að taka þessa lýsingu mína á liðnum vikum þannig að ég hafi setið og étið eins og svín og hreyft mig ekki neitt. Það er er ekki svo – þetta er meira hugarástand – sem svo aftur hefur ekki jákvæð áhrif á framkvæmdahliðina.

Auðvitað verð ég bara að taka á mataræðinu af meira krafti og enn meiri krafti þegar ég get ekki haft hreyfinguna inni af fullum krafti. Annað er einfaldlega ekki í boði og vonandi tekst mér það barasta. Nú er ég að fara í frí – vonandi eykst samviskusemin við það.

Ég þarf líka að vera eins hörð við mig og í fyrra sumar þegar ég mætti í ræktina alveg sama hvernig veðrið var eða hvar ég var á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum fór ég í Styrk rain or shine í útilegu eða ekki. Ég verð að halda því áfram í ár því göngurnar koma ekki einn eins og ég hélt í sumar nema þá kannski að litlu leyti eins og í golfi t.d… Þegar ég er á ferðalagi þá verð ég að stunda sundlaugarnar og taka þetta af festu. Vilji hefur ekkert með þetta að gera – það er ákvörðunin sem blífur. Ásetningurinn dregur mann langt.

Þetta verður að vera dekrunarsumarið mitt – ná áttum, hvíla mig og huga að mataræðinu númer 1 og svo hreyfingin númer 2 og 3.

En ég veit sem sagt núna hvað það er að vera illt í fótunum ;-).
Ég veit líka að það er best í heimi að léttast um hálft kíló á viku og jafnvel tveimur – var að lesa enn eina greinina um þetta ferli allt saman á netinu. Það er ekki sama að léttast og léttast og það er alls ekki sama hvort maður er að missa fitu eða vöðva en það er víst óumflýjanlegt að þeir fari þegar hitaeiningabúskapurinn er keyrður niður. Jamm og já.