Höfuð herðar hné og tær

Þar sem ég á til að gleyma og láta sem allt sé í alfyrsta sinn þegar ég upplifi eitthvað ætla ég að færa til bókar – heilsurfar mitt ;-).

Stundum hef ég sagt að mér sé aldrei illt í hnjánum og hef þá gjarnan miðað við verki sem ég held ég hafi upplifað í gegnum Aldísi systur mína sem er sannanlega með ónýtt hné sem reyndar var fjarlægt að lokum. En síðan hef ég lært að manni er ekki illt í beinunum heldur í ýmsu sem liggur þeim nærri. Og því má segja að mér sé illt í vinstra hnénu. Hundillt. Ég held þó að það tengist bara einhverju álagi og ég þurfi að teygja betur og svona. En eftir æfingar dagsins er mér hundillt. Og það þó ég hafi farið í pottinn og flatmagað þar, nammi namm. Ein að sjálfsögðu – ég er alltaf ein.

Maður er alltaf einn orðið – börnin ekki lengur börn, vinkonurnar eiga heimili sem þær þurfa hugsa um, eiginmenn og krakka á meðan ég hugsa bara ekki neitt um neitt sem ég á. Bara mig. Tek til þegar ég nenni, búin að bíta af mér krakkana og svolleis.

En sem sagt, ristin er líka til vandræða – sú hægra megin, hálsin alveg svakalega stífur vinstramegin og axlirnar aumar. Aumar þannig að það er vont að leggjast á kvöldin aumar og svona ýmsar hreyfingar stundum líka leiðinlegar. Höfuðverkur við og við. Hælspori vinstra megin hóstar við og við en lætur mig annars í friði 🙂

Annað er í lagi. Mjaðmir og læri í versta falli bara stíf, bak og ökklar bara fínt. Hugurinn bara með betra móti takk ;-).

Nú get ég svarað sjúkraþjálfaranum mínum hvernig ég hef það ef hann skyldi spyrja. Þetta er allt önnur líðan en var í maí og byrjun júní. Þarf bara að hugsa um að koma viti fyrir hnéð.

Liður í því er að léttast. Nú er ég 1,9 kg léttari en ég var á föstudaginn var, tengist nú tíðahringnum og svona en ég ætla ekki að draga neitt úr því. Ég hef verið ótrúlega dugleg nema hvað ég hef fengið mér að borða eftir að ég hef komið heim úr hjólatúrunum síðustu tvo daga en ég valdi að gera það frekar en borða kl 3 að nóttu eins og var farið að flögra að mér hér eina vikuna! Svo borða ég líka bara hollt – spelt og mjög gróf brauð, lifrakæfu, ávexti og eitthvað svona gáfulegt.

En nú er ég farin að elda fyrir mig og Aðalstein. Það er allt of langt síðan ég borðaði eitthvað af viti.

Ykkar Styrk og sundfari Ingveldur sem hefur brennt 6700 hitaeiningum þessa viku! Oh yeah

Frí frí frí

Í fríi getur maður hugsað:

Ummmm ætti ég að lúra svoldið lengur (oftast er svarið já)

Ummmm ætti ég að fara í pottana aðeins

Ætti ég að hreyfa mig svolítið?

Er núna góður tími til að brjóta saman þvottinn? Eða til að fara út á snúru?

Ætti ég að nenna að taka úr uppþvottavélinni?

Já eða horfa á eins og einn dvd disk?

Fara í heimsókn? Já eða kannski bara útilegu?

Baka til lúra svo óunnin verk í kringum skólann aðeins og svo þennan vef sem ég er að hugsa um. En maður getur líka velt því fyrir sér hvenær maður ætti að skella sér í það :D.

Juuuu þetta er svo mikill lúxus…

Inga tækjagella

Ég er svo mikil pæja að það er ROSALEGT!

Ég er með tölvu sem ég logga mig inn á með fingrafarinu mínu!

Ég sendi æfingarnar mínar úr Polla yfir á netið í æfingadagbókina mína hjá polar.fi í gegnum soniclink…. brak og bresti sendingu einhverja.

Ég tek myndir og sendi þær með bluetooth yfir í tölvuna mína.

Ég podkastast á rúv og hlusta á ipod í Styrk!

Ég dunda mér við vefstjórn á morgnana…

Vitiði ég er trúlí tækjanörd

Mig vantar enn km mæli á hjólið og skrefmæli.

Er ég pæja eða er ég pæja 😉

Hundahár eru málið og konur líka

Í dag er málið – hundahár! Enn og aftur. Ég er nú ekki mikil hreinlætisdrós – og útskýrir það væntanlega magnið af hundahárunum. Hér má sjá hvernig garðurinn minn leit út eftir eina litla kembingu húsdýrsins elskulega.
Blessað dýrið veit ekkert af þeim hörmungum sem þetta færir móður hans og verður feiminnvið myndavélina. Sængur, teppi, föt, gólf, já maturinn stundum fara ekki varhluta af þessum ósköpum öllum.
En Bjartur er sætur og fallegur þó mér sé ekki sérlega vel við hann akkúrat núna – ekki vegna háranna – heldur ægilegs grimmdarkasts sem hann tók í morgun. Meiri frekjan þessi hundur.

En hann er nú sá fallegasti samt og maður fer langt á því 😉

Ég stefni á sundferð í góða veðrinu og hjólreiðar í kvöld. Yndislegt veður en ég nenni ekki að vera úti í því samt. Er að bjástra við yndislegu tölvuna mína. Jummi jamm.
Til hamingju með daginn konur – eigum við að kíkja eitthvað á þennan launamun ha hu humm?

Matur er æði

Jæja gott fólk!

Pæling dagsins er mataræði – ég er heilum 900 gr léttari en ég var á föstudaginn en þá var ég óþarflega þung verð ég að segja. Ég er 600 grömmum léttari en ég var fyrir viku síðan eða svo þannig að þetta er á réttri leið – og ekkert vonandi með það neitt.

Dagurinn í dag hefur verið afbragð. Ég kúrði í mínu bóli og hugsaði oft og mikið um það hvað ég ætti gott en það er mjög mikilvægt að muna eftir því.

Nú svo fékk ég mér TE í morgunmat, speltbrauð og lax, gúrku og 2 glös af hreinum appelsínusafi. Haldið þið að það hafi verið splendid!

Að því loknu strauk ég tölvunni ,,minni“ svolítið en þetta er svo flott tölva að það er rosalegt. Ég verð að vera dugleg að nýta mér það og huga að tölvumálum. Því…

Sko ég hef komið mér í vefumsjón hjá http://www.gogg.is/ og hjá http://www.ljosaborg.is/ – og vitiði – allt svona er töluvert meiri vinna en ég held svo mér á áreiðanlega ekki eftir að leiðast við þessi verkefni. Óttast eiginlega hitt frekar.

Nú svo fór ég í Styrk og brenndi þar 2100 hitaeiningum (samt ekki á hjólinu – hefði átt að gera það :0

:o( en það kemur sem sagt síðar. Fæturnir á mér eru að lagast og nú eru það eiginlega bara hnén og ristin sem eru verulega erfið – þessi fádæma þreyta, verkir alls staðar og stirðleiki er eiginlega bara úr sögunni í bili.

Nú er bara að koma reglu á þetta allt saman – mataræðið – hreyfinguna, helst að koma morgunhjóli inn 3 – 4 daga vikunnar og 2 stórum hjólatúrum upp á 1000 kal helst hvor.

Svo var ég með ipod í dag – og christ gellan! Ég er ofboð.

P.s: Fór í sund í kvöld – á hjóli og hjólaði svolítið um bæinn og brenndi við þetta dútl 1000 kal og hef því tekið út úr þeim bankanum 3200 kal. Góður dagur – alveg þangað til kemur að náttverðinum.

Gleðilega þjóðhátíð!

þó svo lítið seint sé. Við skulum amk vona að Ísland vinni Serbíu en sá leikur er að hefjast – við verðum bara að komast á EM.

Hamilton vann á Indy, Kimi komst ekki fram úr Massa, allt í volli hjá mér í liðssstjóranum – allt Heideld og BMW að kenna – ég væri sko í góðum málum ef þetta hefði ekki farið svona – hrmpf…

BMW druslu vélar. Og svo keyrði Sato útaf! Gat ekki hangið á brautinni karlanginn. Allt í molum hjá mér sem sagt. Ég fer bara að stela liðinu hans Palla svei mér þá…

Ég á nefnilega í svolítilli keppni við Baldur í liðsstjóraleiknum og gengur EKKI sem best satt að segja… Var á rokna siglingu í síðustu viku en nei – ekki tvisvar í röð. SIGH

En nú er leikurinn að byrja. Serbía er skrifað SRBja ja hérna.

Þjóðhátíðarkveðja

Í hálfleik…

Sko hef svolitlar áhyggjur af þessu. Held að það væri ekki úr vegi að taka upp svolítinn varnarleik… Alexander er æði og það allt saman – en hóhúha – eigum við ekki að verjast svolítið líka… Púff…

10 mín eftir
oh my god… komið niður í þrjú mörk….
Þyrftu ekki áhorfendurnir að taka til sinna ráða? Það virðist ekki duga það sem ég get gert hérna í stólnum heima…

Hvíli, hvíli, hvíli

Ég er farin að lesa aftur! Í fyrsta sinn í marga mánuði ef ekki ár bara þá er mín bara farin að lesa – lestrarhesturinn sjálfur hefur nefnilega bara ekkert lesið í næstum tvö ár!

Ég er að lesa the Kite Runner – og oh my god þið verðið að lesa þá bók. Maður verður held ég betri manneskja á eftir svei mér þá.

Svo er ég líka að hvíla mig og hvíla og losa mig við umfram líkamsvatnsbirgðir – mjög mikið að gera í því svona þegar maður hvílir sig svona vel.

Ég held alveg eindregið að ég sé komin í sumarfrí. Og mér finnst verkefnin ekki óyfirstíganleg hér innan dyra. Garðurinn vex mér meira í augum.

En nú er best að hvíla sig svolítið meira og lesa svolítið meira. Hver veit nema ég taki eitthvað upp úr frystikistunni! Mín að hugsa um gáfulegt mataræði alltaf hreint í heilan sólarhring bara – híhí.

Markmið dagsins

Er ekki rétt að fara að hugsa um markmið á ný – fyrst ég er orðin núllstillt?

Í dag:

Taka til í stofunni og hundahárahreinsa (búin vúhú)

Þvo og hengja út – þó það rigni smá þá þarf að viðra úr þessu öllu hin endalausu hundahár sem Bjartur sér heimilinu fyrir. (Búin að fara eina ferð út!)

Taka til í miðrýminu… (svoldið mikið eftir þar sigh)
Hreinsa hið sama miðrými af fleiri hundahárum
Viðra sæng, lak og rúmteppi (enn hundahár)

Skúra húsið (búin með stofuna oyeah)

Á morgun ætla ég svo að byrja að líta í skúffur og taka til þar og hugsa um vinnuherbergið…

Já og klára allt sem ég gerði ekki í dag – því alla jafna eru markmiðin mín fullbjartsýnisleg!

Já og svo þarf ég að hugsa um mat – sko ég er búin að fatta að ef maður er lífsstílssucker þá verður maður að hugsa um mat og matreiðslu. Ég er sko að verða svoleiðis kona.

Jamm

Nú byrjum við

Það er svo gott að eiga góða að. Og sundum finnst mér mesta snilldin að ég skuli vera farin að nýta mér þá. En eftir stendur að það er svo sem bara ég sem þarf að haga mér eins og manneskja sem ætlar að léttast.

NÚLLSTILLA
Mér hefur sem sagt verið bent á það – að núllstilla. Já og hætta að hugsa svona mikið, fara nú bara að gera það sem ég veit. Ég er að hugsa um að gera það bara. Hætta þessu veseni.
Í fyrra gerði ég lista yfir væntingar mínar til sumarsins og þess sem ég ætlaði ekki að láta pirra mig. Þá var hreyfingin í 1 – 10 sæti og allt snérist um að halda áætlun þar. Ég óttast að væntingarnar til þessa sumars verði mun meiri. Ég ætla því að reyna að búa mér til svona lista yfir allt það sem mig langar til að gera og ætla að reyna að gera – hægt og rólega, af fádæma yfirvegun og gleði ;-).
Sumarlistinn 2007
  • Slá garðinn reglulega
  • Hirða beðin í garðinum.
  • Fá mér sumarblóm í potta
  • Mála húsið rautt tralalalala
  • (hér er ég komin með hættulega mikil markmið sem ég óttast að náist ekki. En ég meina þetta er nú ekki svo erfitt!)
  • Fara þrisvar í viku í ræktina
  • Fara þrisvar í viku hið minnsta í sund og mýkja mig upp
  • Versla reglulega inn
  • Elda gáfulegan mat
  • Léttast um 6 kíló (hér fer hver að verða síðastur)
  • Taka til í skúffum í þessu húsi
  • Hugsa um hann Bjart og sjá hvort ég geti hreyft hann svolítið
  • Fara í útilegur svona við og við
  • Fara til Egilsstaða

Eins og sjá má eru þetta nokkuð háleit markmið en þau þurfa nú ekki að gerast á einum degi. Ef eitthvað gott er gert á hverjum degi þá mjakast þetta.

Ef ég ætti að forgangsraða þá væru það matarmálin og hreyfingin(sundmýkelsi líka) sem eru í forgangi.

Það gerist ekkert nema ég taki matarmálin alvarlega í gegn. Ég get það, hef gert það og ætla að gera það núna líka. Það er nóg komið af vitleysu.

Kannski dugar mér að hugsa til þess að hnjáliðirnir eru stífir og kannski farnir að slitna – kannski gæti hræðslan við það að vera veik í hnjám fengið mig til að létta mig hraðar. Ég verð að minnsta kosti að drífa mig í því að létta á liðunum mínum. Ég slít þeim margfalt hraðar en þið hin. Maður flýtur ekki endalaust á því að vera vel af guði gerður og misbjóða svo öllu saman.

Ég á hund sem er heimsins mesta krútt. Hann er svo mikil svefnpurka – enda þarf maður að vera það þegar maður er svona óþægur. En hann fór sem sagt að sofa kl 2 í nótt með húsmóður sinni og jú jú hann var svo sem til í að fara út að pissa í morgun en ekki meira en það. Og nú liggur hann á bakinu með alla skanka úti og steinsefur. Ægilega þreyttur og uppgefinn. Hann verður að fá 10 tímana sína og engar refjar :D. Litla ljósið. Sem ég held að hljóti að verða hárlaus bráðum – eins og hér er af flygsunum. Þarf að kemba hann aftur (ótrúlegt en satt ég er nýbúin að því!)

Blogger fyndinn

..birtir bara það sem honum sýnist þegar honum sýnist. Voða voða fyndinn finnst honum en ekki mér.

Nú af mér er mjög margt sérkennilegt að frétta. Ég hef nánast sofið í tvo sólarhringa. Ég svaf t.d. til fimm í dag eftir að hafa lagt á mig það ómanneskjulega þrekvirki að elda hádegismat við annan mann ;-). Lagðist af því tilefni kylliflot og svaf til fimm. Það liggur við að mér líði eins og ég sé úthvíld svei mér þá alla mína daga.

Ég hef enn ekki jafnað mig á því að hafa etið ís sem er með 1000 hitaeiningum í! Það er eiginlega ofboðslegt… Rosalegt…. Úff ég svitna við tilhugsunina eina saman.

Nú í dag fékk ég mér 3 sneiðar af súkkulaðiköku með þeytirjóma-ógeði einhverju (áreiðanlega ekkert nema transfat).

Nú þar sem ég velti fyrir mér óhugnaði viljastyrksleysis míns – markmiðum og hvert ég vildi stefna – eða því hvort ég vildi yfirleitt stefna í nokkra sérstaka átt…

Stundum er ég bara ekki viss. það er auðvelt að segja – jú auðvitað vil ég léttast – auðvitað vil ég styrkjast. Já já já ég vil þetta allt. Eða langar mig það bara? Liggur fyrir ákvörðun um að leggja það á sig sem þarf? Stundum er ég ekki viss. Að minnsta kosti er hegðunin ekki alltaf eftir beinu línunni það get ég svarið. Ég er viss um að mig langi til að léttast en vil ég gera það sem þarf? Vil ég leggja á mig Olympíleikaferðina torveldu og torfæru?

Heyrðu ekki í augnablikinu takk. Aðeins seinna. Morgun jafnvel eða hinn…

Þessi hugsun gengur ekki – og því fór ég út að hjóla kl 23 í kvöld og hjólaði af mér 1230 hitaeiningar. Þar með eru farnar 4200 kal þessa vikuna – ekki slæmt miðað við að hafa sofið í tvo daga samfellt!

Fæturnir eru að lagast – ég verð bara að vera dugleg að fara í sund og mýkja mig upp.

Og ég er vissulega komin í frí.